Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Telur í mesta lagi tvö gos eftir í Sundhnúksgígaröðinni – í bili

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur tel­ur að ekki sé mik­ið eft­ir af þeim elds­um­brot­um sem hafa ver­ið í Sund­hnúkagígaröð­inni á þessu ári. „Ég held að ef þessi um­brot stoppa á Sund­hnúk­arein­inni þá fá­um við pásu í dá­góð­an tíma. Alla­vega það lang­an að við þurf­um ekki að hafa áhyggj­ur af því í okk­ar líf­tíma.“

Telur í mesta lagi tvö gos eftir í Sundhnúksgígaröðinni – í bili

Mín tilfinning er að við sjáum í besta falli kannski eitt til tvö gos í viðbót og þá er þetta búið,“ spáir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur fyrir um framtíð eldvirkninnar í Sundhnúkagígaröðinni.

Hann telur að sú mikla virkni sem hefur verið í Sundhnúkagígaröðinni það sem af er ári muni ekki halda áfram mikið lengur og finnst það vera „á næstu grösum“ að umbrotin stöðvist.

Þetta rökstyður Þorvaldur með því að flæði kvikunnar upp úr dýpra geymsluhólfi og í það sem er grynnra, sem hefur valdið landrisinu í Svartsengi, virðist alltaf vera að minnka. 

„Það er eins og það dragi smátt og smátt úr innflæðinu. Ef það heldur áfram þá endar með því að þú lokar fyrir þetta flæði úr dýpra hólfinu inn í það grynnra. Þá ertu búinn að loka fyrir aðfærsluna á kviku inn í þetta kerfi sem er að gjósa. Þá stöðvast þetta. Mín tilfinning er að við sjáum í besta falli kannski eitt til tvö gos í viðbót og þá er þetta búið.“

Gosið hefði ekki átt að koma á óvart

Eldgos hófst í Sundhnúkagígaröðinni á milli Sýlingafells og Stóra Skógfells klukkan 23:14 þann 20. nóvember. Þetta er sjöunda gosið sem verður á svæðinu á árinu og það tíunda síðan tímabil eldsumbrota hófst á Reykjanesskaga í mars 2021.

Þorvaldur segir eldgosið svipað og gosin sem urðu á undan því. Aflið í því sé þó heldur minna en í þeim fyrri. „Að öðru leyti er þetta ósköp svipað munstur og hegðun og við höfum verið að sjá.“ 

„Mér finnst flest teikn hafa verið að benda í þá áttina að gos væri í vændum

Daginn áður en það fór að gjósa tilkynnti Veðurstofan að gögn hennar bentu til þess að ólíklegt væri að eldgos brytist út á Reykjanesskaga í nóvembermánuði. Þorvaldur segir það rétt að skjálftavirknin hafi verið í daufara lagi og fyrirvarinn því stuttur ef aðeins er litið til jarðskjálfta. „En ef við horfum á landrisið, það hafði eiginlega stöðvast og jafnvel farið að síga. Við sjáum á gögnunum að þessi viðsnúningur hafi byrjað fyrir nokkuð mörgum dögum síðan,“ segir hann.

Þorvaldur segir að þetta hafi bent til þess að það væri líklegt að flæða færi úr kvikuhólfinu. „Þannig að kvikan hefur verið komin af stað fyrir nokkru. Það hefði ekki átt að koma okkur á óvart að það kæmi gos núna. Mér finnst flest teikn hafa verið að benda í þá áttina að gos væri í vændum.“

Virknin gæti færst annað

Sem fyrr segir heldur Þorvaldur að þessi mikla eldvirkni muni ekki halda áfram uppteknum hætti mikið lengur. Hann telur að ef til vill gæti gosið á svipuðum stað aftur í vetur og jafnvel í vor líka. „Ef þetta gengur svo lengi.“ Hann segir að upp úr því ættu teikn um að virknin þarna sé að klárast að fara að koma í ljós. „En það er nóg kvika í þessu dýpra geymsluhólfi þannig að ef þetta stoppar þarna þá tekur bara eitthvað annað við.“

Hann segir það þó óljóst hvenær það gæti gerst. „Það gæti færst í Eldvörpin, Krýsuvíkina eða jafnvel út á Reykjanesið. Það þarf ekki að gerast um leið og þetta hættir. Það geta liðið einhverjir mánuðir, ár eða áratugir þangað til við fáum næstu hrinu á Reykjanesskaganum.“

Þó sé betra en ella að vera undirbúinn undir næstu atburði, hvenær sem þeir koma.

Þorvaldur segir að þegar eldvirknin hættir í Sundhnúkagígaröðinni megi búast við hléi þar í dágóðan tíma. „Hvort pásan verður tugir ára eða hundruð ára – jafnvel bara í 800 ár – er erfitt að segja til um. Ef við horfum á fyrri gostímabil hafa sumar gosreinar tekið sig upp aftur seinna á gostímabilinu, en þá eru kannski liðin svona 100–200 ár á milli. Ég held að ef þessi umbrot stoppa á Sundhnúkareininni þá fáum við pásu í dágóðan tíma. Allavega það langan að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því í okkar líftíma.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
1
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Fólki sparkað úr landi fyrir að verja stjórnarskrána
2
Fréttir

Fólki spark­að úr landi fyr­ir að verja stjórn­ar­skrána

Banda­ríkja­stjórn bann­aði Har­vard-há­skóla að taka við er­lend­um nem­end­um síð­ast­lið­inn fimmtu­dag með nýrri til­skip­un en Har­vard hef­ur kært ákvörð­un­ina og seg­ir hana skýrt brot gegn fyrsta við­auka stjórn­ar­skrár­inn­ar um tján­ing­ar­frelsi. Bráða­birgða­lög­bann hef­ur ver­ið sett á til­skip­un­ina. „Hægt og ró­lega er­um við að sjá fall Banda­ríkj­anna," seg­ir Gunn­hild­ur Fríða Hall­gríms­dótt­ir, sem er að út­skrif­ast úr há­skól­an­um.
Sýnin aldrei skoðuð af óháðum sérfræðingum
6
Fréttir

Sýn­in aldrei skoð­uð af óháð­um sér­fræð­ing­um

Embætti land­lækn­is tókst ekki að fá óháð­an er­lend­an að­ila til að end­ur­skoða sýni í kjöl­far al­var­legra mistaka sem voru gerð við grein­ingu sýna á Leit­ar­stöð Krabba­meins­fé­lags­ins ár­ið 2018. „Eng­inn að­ili hafði bol­magn til að taka á móti svo mörg­um sýn­um og af­greiða með skjót­um hætti,“ seg­ir í svari land­lækn­is við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
1
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Var krabbamein í sýninu?
2
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
4
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu