Lifandi kappræður og lýðræðishátíð

Vik­an fram að al­þing­is­kosn­ing­um verð­ur við­burða­rík á vett­vangi Heim­ild­ar­inn­ar. Leið­togakapp­ræð­ur mið­ils­ins fara fram í Tjarn­ar­bíói 26. nóv­em­ber og sama kvöld verð­ur blás­ið til lýð­ræð­is­veislu sem all­ir geta tek­ið þátt í. Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar er orð­ið að­gengi­legt á vefn­um.

Lifandi kappræður og lýðræðishátíð
Spyrlar Heimildarinnar Blaðamennirnir Ragnhildur Þrastardóttir og Aðalsteinn Kjartansson munu stýra kappræðum Heimildarinnar klukkan 20 á þriðjudagskvöld. Mynd: Golli

Kappræður Heimildarinnar fara fram í Tjarnarbíói í Reykjavík þriðjudaginn 26. nóvember og hefjast klukkan 20. Fyrir svörum sitja leiðtogar flokka sem eru í framboði til Alþingis og mælast með 2,5 prósent fylgi eða meira í áðurnefndri kosningaspá Heimildarinnar og dr. Baldurs Héðinssonar. Spyrlar eru blaðamennirnir Aðalsteinn Kjartansson og Ragnhildur Þrastardóttir. 

Líkt og í kappræðum Heimildarinnar fyrir forsetakosningarnar á liðnu sumri verða áhorfendur í salnum, en miðasala á kappræðurnar fer fram á miðasöluvefnum Tix.is. Bein útsending verður einnig frá kappræðunum á vef Heimildarinnar.

Miðasala fer fram hér: Kappræður Heimildarinnar.

Lýðræðishátíð í Tjarnarbíó

Áður en kappræðurnar fara fram slær Heimildin upp sannkallaðri lýðræðishátíð í fremri sal Tjarnarbíós, sem hefst kl. 18. Aðgangur að húsinu er ókeypis og allir velkomnir, en öll framboð sem mælast með yfir 2,5 prósenta fylgi í áðurnefndri kosningaspá hafa fengið boð um að setja upp bás þar sem þau geta verið með varning, kynningarefni og verið með fulltrúa á staðnum til að ræða við gesti.  

Kosningaprófið aðgengilegt

Kosningapróf Heimildarinnar er nú orðið aðgengilegt. Tvær mismunandi útgáfur af prófinu eru í boði fyrir þessar alþingiskosningar.

Í fyrsta lagi er það léttútgáfa, með 30 spurningum, sem er í boði fyrir alla notendur miðilsins, en hins vegar er í boði áskriftarútgáfa af prófinu. Hún er lengri, með 70 spurningum og veitir svarendum ítarlegri niðurstöður en léttútgáfan. 

Hægt er að nálgast prófið hér á vef Heimildarinnar og reyndar einnig í gegnum slóðina kosningaprof.is.

Kosningaprófið gefur fólki færi á að spegla sín eigin viðhorf til samfélagsmála við afstöðu einstaka frambjóðenda flokkanna.

Mögulega hjálpar prófið einhverjum óákveðnum kjósendum að gera upp hug sinn, en hægt er að glöggva sig á því hvernig frambjóðendur svara spurningum prófsins. 

Öllum frambjóðendum í efstu fimm sætum framboðslista allra flokka í öllum kjördæmum hefur verið boðið að taka þátt í prófinu.

Á niðurstöðusíðu prófsins fá svarendur svo svör við því hvernig áherslur þeirra ríma við áherslur flokka og einstaka frambjóðenda í efstu sætunum í þeirra kjördæmi og um landið allt. 

Hægt er að taka Kosningapróf Heimildarinnar fyrir alþingiskosningarnar 2024 með því að smella hér.

Síðustu formannaviðtölin birt

Kosningaprófið, kappræðurnar og lýðræðisveislan bætast við aðra þætti í kosningaumfjöllun Heimildarinnar. Í þessu tölublaði Heimildarinnar birtast seinustu formannaviðtölin sem blaðið birtir fyrir kosningar. Ákveðið var að bjóða öllum formönnum flokka sem mælst hafa með yfir 2,5 prósenta fylgi á landsvísu samkvæmt kosningaspá Heimildarinnar til viðtals í blöðum undanfarinna vikna.  Sami rammi hefur verið um öll viðtölin og dregið var um dagsetningar birtinga. 

Vert er að taka fram að formenn tveggja stjórnmálaflokka, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks, afþökkuðu boð Heimildarinnar um viðtal og um leið tækifæri til þess að skýra stefnu sína og áherslur fyrir lesendum blaðsins.

Í blaðinu hefur einnig verið fjallað um helstu áherslumálin í komandi kosningum undir liðnum: Um hvað er kosið? Þegar hefur verið fjallað um húsnæðismál, utanríkismál, heilbrigðismál og geðheilbrigðismál, sem og verðhækkanir á matarkörfunni. Í næsta blaði, sem kemur út daginn fyrir kosningarnar, 30. nóvember, verður greining á stefnumálum flokkanna.

Pressa og Pod blessi Ísland

Pressa, þjóðmálaþáttur Heimildarinnar, er í beinni útsendingu á föstudögum klukkan tólf á hádegi og er aðgengilegur áskrifendum á vefnum. Alþingismenn og frambjóðendur sitja fyrir svörum í Pressu fram að kosningum. 

Hlaðvarpsþátturinn Pod blessi Ísland, þar sem blaðamenn Heimildarinnar fara yfir stöðuna í stjórnmálum í aðdraganda kosninga, er svo aðgengilegur á vef Heimildarinnar og öllum hlaðvarpsveitum.  

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Kanntu (pólitískt) brauð að baka?
Ari Trausti Guðmundsson
AðsentAlþingiskosningar 2024

Ari Trausti Guðmundsson

Kanntu (póli­tískt) brauð að baka?

Hægr­ið og po­púl­ismi sækja á, hér á landi sem og ann­ars stað­ar, skrif­ar Ari Trausti Guð­munds­son. „Rétt eins og í sjö ára stjórn­ar­tíð síð­ustu rík­is­stjórn­ar mun eitt og ann­að fara með ágæt­um á næstu ár­um nýrr­ar stjórn­ar en í hand­rit­ið á þeim bæ mun vanta miklu meiri vinstri áhersl­ur og heild­ræn­an skiln­ing á sjálf­bærri þró­un.“

Mest lesið

Við erum ekkert „trailer trash“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
1
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Lenti í fæðingunni sem hún óttaðist mest
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Lenti í fæð­ing­unni sem hún ótt­að­ist mest

„Það erf­ið­asta var að það var ekki hlustað á mig þeg­ar ég sagði: Það er eitt­hvað óeðli­legt í gangi,“ seg­ir Sigrún Lilja Guð­jóns­dótt­ir, sem gekk í gegn­um mjög erf­iða fæð­ingu með eft­ir­mál­um á borð við lífs­hættu­leg­an blóð­missi, sýk­ingu, að­gerð og fæð­ing­ar­þung­lyndi. Hún kall­ar eft­ir því að bet­ur sé hlustað á kon­ur sem segja frá óeðli­leg­um sárs­auka og að ókeyp­is neyð­ar­þjón­ustu sé kom­ið á fyr­ir þær sem lenda í al­var­legu fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
5
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár