Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Landlæknir og heilbrigðisráðherra mætast í Pressu

Alma D. Möller land­lækn­ir og Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra verða gest­ir Pressu í dag. Will­um og Alma leiða bæði lista í Suð­vest­ur­kjör­dæmi í kom­andi al­þing­is­kosn­ing­um, fyr­ir ólíka flokka þó.

Landlæknir og heilbrigðisráðherra mætast í Pressu
Oddvitar Alma D. Möller landlæknir og oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og oddviti Framsóknar í Suðvesturkjördæmi verða gestir í Pressu í dag.

Alma D. Möller landlæknir og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra verða gestir Pressu sem sýnd verður á vef Heimildarinnar klukkan 13. 

Willum leiðir lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi en í sama kjördæmi býður Alma fram krafta sína. Hún leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, svokölluðum Kraga vegna þess hvernig hann umlykur Reykjavík.

Heilbrigðiskerfið verður tekið fyrir í umræðunum í Pressu í dag enda þekkja Alma og Willum bæði vel til.

Meðal annars verður snert á stöðunni á bráðamóttöku en í umfjöllun Jóhannesar Kr. Kristjánssonar í Heimildinni í dag er rýnt í hana. Þar kemur fram að vegna plássleysis á legudeildum Landspítala er bráðamóttakan oft yfirfull. Þetta leiddi af sér að í september og október dvöldu 69 sjúklingar bráðamóttökunnar í yfir 100 klukkustundir á deildinni. Jóhannes mætir í Pressu á eftir Ölmu og Willum og segir nánar frá efni þáttanna Á vettvangi þar sem bráðamóttakan er vettvangurinn. 

Áskrifendur geta fylgst með Pressu á vef Heimildarinnar klukkan 13.00 eða fundið upptöku af honum á vefnum eftir útsendingu.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
5
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár