Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Landlæknir og heilbrigðisráðherra mætast í Pressu

Alma D. Möller land­lækn­ir og Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra verða gest­ir Pressu í dag. Will­um og Alma leiða bæði lista í Suð­vest­ur­kjör­dæmi í kom­andi al­þing­is­kosn­ing­um, fyr­ir ólíka flokka þó.

Landlæknir og heilbrigðisráðherra mætast í Pressu
Oddvitar Alma D. Möller landlæknir og oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og oddviti Framsóknar í Suðvesturkjördæmi verða gestir í Pressu í dag.

Alma D. Möller landlæknir og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra verða gestir Pressu sem sýnd verður á vef Heimildarinnar klukkan 13. 

Willum leiðir lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi en í sama kjördæmi býður Alma fram krafta sína. Hún leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, svokölluðum Kraga vegna þess hvernig hann umlykur Reykjavík.

Heilbrigðiskerfið verður tekið fyrir í umræðunum í Pressu í dag enda þekkja Alma og Willum bæði vel til.

Meðal annars verður snert á stöðunni á bráðamóttöku en í umfjöllun Jóhannesar Kr. Kristjánssonar í Heimildinni í dag er rýnt í hana. Þar kemur fram að vegna plássleysis á legudeildum Landspítala er bráðamóttakan oft yfirfull. Þetta leiddi af sér að í september og október dvöldu 69 sjúklingar bráðamóttökunnar í yfir 100 klukkustundir á deildinni. Jóhannes mætir í Pressu á eftir Ölmu og Willum og segir nánar frá efni þáttanna Á vettvangi þar sem bráðamóttakan er vettvangurinn. 

Áskrifendur geta fylgst með Pressu á vef Heimildarinnar klukkan 13.00 eða fundið upptöku af honum á vefnum eftir útsendingu.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
3
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár