Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Harmleikur á deild 33A

Steina Árna­dótt­ir sat aft­ur í rétt­ar­sal í dag vegna ákæru um að hafa orð­ið sjúk­lingi á geð­deild að bana. Sam­starfs­kon­ur henn­ar voru við­stadd­ar þeg­ar kon­an dó, og lýsa að­stæð­um með af­ar ólík­um hætti en Steina. Ein þeirra er með áfall­a­streitu og at­vik­ið hef­ur haft víð­tæk áhrif á líf henn­ar.

Harmleikur á deild 33A
Steina Árnadóttir upplýsti að hún væri með brjóstakrabbamein og væri á geðdeild. Ekki sem starfsmaður, heldur sem sjúklingur.

Réttarhöld yfir Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðingi, voru endurtekin í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún var sýknuð af því að hafa svipt andlega veika konu, sem lá á geðdeild Landspítalans, lífi. Það á hún að hafa gert með því að neyða ofan í hana næringardrykkjum sem leiddu til andláts konunnar. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að það þyrfti að endurtaka málsmeðferðina í heild sinni. Steina var ákærð annars vegar fyrir alvarlega líkamsárás sem leiddi til dauða konunnar, sem hún var sýknuð af sumarið 2023. Hún var einnig ákærð fyrir manndráp af gáleysi. Héraðsdómur sýknaði hana sjálfkrafa af þeirri sök, þar sem hún var sýknuð af fyrri liðnum, en Landsréttur taldi að það þyrfti að úrskurða sérstaklega í þeim lið.

Það var því þungur dagur sem beið þeirra sem kom að málinu í dag. Málsaðilar þurftu að rifja upp erfiðar minningar, sumir báru með sér erfiða áfallastreitu á meðan Steina sagðist á leið …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Að gera mistök er það mannlegasta af öllu sem gerir okkur menn
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stendur með því sem hjartað segir að sé rétt
4
Viðtal

Stend­ur með því sem hjart­að seg­ir að sé rétt

Ás­dís María Við­ars­dótt­ir hef­ur sleg­ið í gegn í þýsku­mæl­andi lönd­um. Með­al ann­ars átt lag í fyrsta sæti vin­sældal­ista út­varps­stöðva í Þýskalandi og ver­ið til­nefnd þar fyr­ir besta popp­lag árs­ins. Hér heima vakti hún um­ræðu í fyrra þeg­ar hún dró sig frá lagi sínu í Eurovisi­on vegna hern­að­ar­ins á Gaza. Ás­dís María ræð­ir allt þetta í við­tali – og meira til!

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár