Réttarhöld yfir Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðingi, voru endurtekin í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún var sýknuð af því að hafa svipt andlega veika konu, sem lá á geðdeild Landspítalans, lífi. Það á hún að hafa gert með því að neyða ofan í hana næringardrykkjum sem leiddu til andláts konunnar. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að það þyrfti að endurtaka málsmeðferðina í heild sinni. Steina var ákærð annars vegar fyrir alvarlega líkamsárás sem leiddi til dauða konunnar, sem hún var sýknuð af sumarið 2023. Hún var einnig ákærð fyrir manndráp af gáleysi. Héraðsdómur sýknaði hana sjálfkrafa af þeirri sök, þar sem hún var sýknuð af fyrri liðnum, en Landsréttur taldi að það þyrfti að úrskurða sérstaklega í þeim lið.
Það var því þungur dagur sem beið þeirra sem kom að málinu í dag. Málsaðilar þurftu að rifja upp erfiðar minningar, sumir báru með sér erfiða áfallastreitu á meðan Steina sagðist á leið …
Athugasemdir (1)