Þarna var framinn glæpur gegn stjórnarskránni

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og nefnd­ar­mað­ur í at­vinnu­vega­nefnd, seg­ist ekki sjá bet­ur en að það hafi ver­ið fram­inn glæp­ur gegn stjórn­ar­skránni með þeim mikla asa sem fylgdi um­deild­um bú­vöru­lög­um.

Þarna var framinn glæpur gegn stjórnarskránni
Jóhann Páll Jóhannsson segir augljóst hvaða breytingar hafi verið gerðar á búvörulögum og hvers vegna þær voru gerðar. Mynd: Bára Huld Beck

„Það sjá allir hvers konar breytingar var verið að gera þarna,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, um nýfallinn dóm vegna umdeildra búvörulaga þar sem ákvæði um samkeppni voru tekin úr sambandi.

Samkeppniseftirlitið lét reyna á breytingarnar sem gerðu framleiðendafélög undanskilin samkeppnislögum. Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur úrskurðaði að umfangsmiklar breytingar á frumvarpi sem birtist gjörbreytt í þriðju umræðu á þingi, hefðu stangast á við stjórnarskrána þar sem kveður á um að frumvörp megi ekki samþykkja nema að það hafi verið rætt við þrjár umræður á Alþingi. Í þessu tilviki voru breytingarnar svo veigamiklar að það eina sem það átti sameiginlegt með upphaflega frumvarpinu var málsnúmerið, eins og fram kom í dómi.

Vitnað í Jóhann í dómi

Þá er vitnað í Jóhann Pál í héraðsdómi en hann sat í atvinnuveganefnd þegar málið var tekið fyrir.

„Þingmaðurinn hafði farið fram á að málið yrði kallað aftur inn í nefnd og þá einkum vegna þess að þær breytingar sem voru gerðar í meðförum nefndarinnar hefðu verið svo viðurhlutamiklar að í raun væri þingið komið með nýtt frumvarp í hendurnar sem ætti með réttu að senda út til umsagnar. Atvinnuveganefnd hafi síðan borist bréf frá forstjóra stefnda, Samkeppniseftirlitsins. Í því hafi komið fram atriði sem þingmaðurinn taldi að myndi kalla á frekari umræðu og frekari umfjöllun af hálfu nefndarinnar.“

Fóru mjög hratt í gegnum þingið

Jóhann Páll hafði ekki lesið dóminn almennilega þegar Heimildin náði sambandi við hann.

„En þarna var verið að drífa breytingar mjög hratt í gegnum þingið án þess að þær fengju þá yfirlegu sem hefði verið rétt að gefa þeim,“ segir hann og bætir við: „Ég er ekki búinn að rýna í dóminn í þaula, en mér sýnist niðurstaðan vera sú að þarna var framinn glæpur gegn stjórnarskrá Íslands.“

Afleiðingar laganna eru þegar umtalsverðar en Kaupfélag Skagfirðinga keypti Kjarnafæði Norðlenska án þess að slíkt væri tekið til athugunar hjá Samkeppniseftirlitinu.

Fleiri kaup voru í deiglunni og því ljóst að úrskurðurinn kemur þeim áætlunum í uppnám og óvíst hvað verður um þá gjörninga sem hafa þegar gengið í gegn.

Annað sinn sem frumvarp er lagt fram

Í umfjöllun Heimildarinnar frá því í mars síðastliðnum um frumvarpið kom fram að fyrst hafi verið lagt fram sams konar frumvarp árið 2022 til laga um breytingar á búvörulögum sem veitti afurðastöðvum tiltekna undanþágu frá ákvæðum samkeppnislaga á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Frumvarpsdrög voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda. Þau byggðu að hluta á tillögum spretthóps, sem Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður Vinstri grænna, leiddi, og skilaði af sér tillögum sumarið 2022, en Steingrímur hafði hætt á þingi eftir kosningarnar 2021.

Steingrímshópurinn var skipaður vegna þeirrar stöðu sem uppi var í mat­væla­fram­­­leiðslu á Íslandi vegna þess að verð á aðföngum til bænda hafði hækkað mjög eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Markmið þeirrar lagasetningar sem hann lagði til átti að vera að styðja við end­­ur­­skipu­lagn­ingu og hag­ræð­ingu í slátrun og kjöt­­vinnslu. 

Þessi framsetning rímaði ekki við þær umsagnir sem bárust í samráðsgátt stjórnvalda vegna frumvarpsins. Þar var sleginn sá tónn að frumvarp sem veitti undanþágu frá banni við ólögmætu samráði væri bæði bændum og neytendum stórhættulegt. Undanþágan sem verið væri að innleiða gengi miklu lengra en viðgengst í nágrannalöndum Íslands. 

Miðar að einokun

Ítarlegasta umsögnin kom frá Samkeppniseftirlitinu og taldi 39 blaðsíður. Þar var frumvarpinu bókstaflega slátrað, sagt að áform slát­ur­leyf­is­hafa miðaði að lík­indum að því að koma á ein­okun í slátrun og frum­vinnslu afurða og að engin ákvæði væru í frum­varps­drög­unum sem verji „bænd­ur, aðra við­skipta­vini eða neyt­endur gagn­vart sterkri stöðu afurða­stöðva. Þannig er afurða­stöðvum mögu­legt að eyða sam­keppni án þess að bændur geti spornað við því og engin opin­ber stýr­ing eða eft­ir­lit er til staðar til að verja hags­muni bænda, ann­arra við­skipta­vina afurða­stöðva og neyt­enda.“

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
2
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.
Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
5
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
„Hann sagðist ekki geta meir“
5
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár