Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Þarna var framinn glæpur gegn stjórnarskránni

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og nefnd­ar­mað­ur í at­vinnu­vega­nefnd, seg­ist ekki sjá bet­ur en að það hafi ver­ið fram­inn glæp­ur gegn stjórn­ar­skránni með þeim mikla asa sem fylgdi um­deild­um bú­vöru­lög­um.

Þarna var framinn glæpur gegn stjórnarskránni
Jóhann Páll Jóhannsson segir augljóst hvaða breytingar hafi verið gerðar á búvörulögum og hvers vegna þær voru gerðar. Mynd: Bára Huld Beck

„Það sjá allir hvers konar breytingar var verið að gera þarna,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, um nýfallinn dóm vegna umdeildra búvörulaga þar sem ákvæði um samkeppni voru tekin úr sambandi.

Samkeppniseftirlitið lét reyna á breytingarnar sem gerðu framleiðendafélög undanskilin samkeppnislögum. Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur úrskurðaði að umfangsmiklar breytingar á frumvarpi sem birtist gjörbreytt í þriðju umræðu á þingi, hefðu stangast á við stjórnarskrána þar sem kveður á um að frumvörp megi ekki samþykkja nema að það hafi verið rætt við þrjár umræður á Alþingi. Í þessu tilviki voru breytingarnar svo veigamiklar að það eina sem það átti sameiginlegt með upphaflega frumvarpinu var málsnúmerið, eins og fram kom í dómi.

Vitnað í Jóhann í dómi

Þá er vitnað í Jóhann Pál í héraðsdómi en hann sat í atvinnuveganefnd þegar málið var tekið fyrir.

„Þingmaðurinn hafði farið fram á að málið yrði kallað aftur inn í nefnd og þá einkum vegna þess að þær breytingar sem voru gerðar í meðförum nefndarinnar hefðu verið svo viðurhlutamiklar að í raun væri þingið komið með nýtt frumvarp í hendurnar sem ætti með réttu að senda út til umsagnar. Atvinnuveganefnd hafi síðan borist bréf frá forstjóra stefnda, Samkeppniseftirlitsins. Í því hafi komið fram atriði sem þingmaðurinn taldi að myndi kalla á frekari umræðu og frekari umfjöllun af hálfu nefndarinnar.“

Fóru mjög hratt í gegnum þingið

Jóhann Páll hafði ekki lesið dóminn almennilega þegar Heimildin náði sambandi við hann.

„En þarna var verið að drífa breytingar mjög hratt í gegnum þingið án þess að þær fengju þá yfirlegu sem hefði verið rétt að gefa þeim,“ segir hann og bætir við: „Ég er ekki búinn að rýna í dóminn í þaula, en mér sýnist niðurstaðan vera sú að þarna var framinn glæpur gegn stjórnarskrá Íslands.“

Afleiðingar laganna eru þegar umtalsverðar en Kaupfélag Skagfirðinga keypti Kjarnafæði Norðlenska án þess að slíkt væri tekið til athugunar hjá Samkeppniseftirlitinu.

Fleiri kaup voru í deiglunni og því ljóst að úrskurðurinn kemur þeim áætlunum í uppnám og óvíst hvað verður um þá gjörninga sem hafa þegar gengið í gegn.

Annað sinn sem frumvarp er lagt fram

Í umfjöllun Heimildarinnar frá því í mars síðastliðnum um frumvarpið kom fram að fyrst hafi verið lagt fram sams konar frumvarp árið 2022 til laga um breytingar á búvörulögum sem veitti afurðastöðvum tiltekna undanþágu frá ákvæðum samkeppnislaga á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Frumvarpsdrög voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda. Þau byggðu að hluta á tillögum spretthóps, sem Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður Vinstri grænna, leiddi, og skilaði af sér tillögum sumarið 2022, en Steingrímur hafði hætt á þingi eftir kosningarnar 2021.

Steingrímshópurinn var skipaður vegna þeirrar stöðu sem uppi var í mat­væla­fram­­­leiðslu á Íslandi vegna þess að verð á aðföngum til bænda hafði hækkað mjög eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Markmið þeirrar lagasetningar sem hann lagði til átti að vera að styðja við end­­ur­­skipu­lagn­ingu og hag­ræð­ingu í slátrun og kjöt­­vinnslu. 

Þessi framsetning rímaði ekki við þær umsagnir sem bárust í samráðsgátt stjórnvalda vegna frumvarpsins. Þar var sleginn sá tónn að frumvarp sem veitti undanþágu frá banni við ólögmætu samráði væri bæði bændum og neytendum stórhættulegt. Undanþágan sem verið væri að innleiða gengi miklu lengra en viðgengst í nágrannalöndum Íslands. 

Miðar að einokun

Ítarlegasta umsögnin kom frá Samkeppniseftirlitinu og taldi 39 blaðsíður. Þar var frumvarpinu bókstaflega slátrað, sagt að áform slát­ur­leyf­is­hafa miðaði að lík­indum að því að koma á ein­okun í slátrun og frum­vinnslu afurða og að engin ákvæði væru í frum­varps­drög­unum sem verji „bænd­ur, aðra við­skipta­vini eða neyt­endur gagn­vart sterkri stöðu afurða­stöðva. Þannig er afurða­stöðvum mögu­legt að eyða sam­keppni án þess að bændur geti spornað við því og engin opin­ber stýr­ing eða eft­ir­lit er til staðar til að verja hags­muni bænda, ann­arra við­skipta­vina afurða­stöðva og neyt­enda.“

Kjósa
52
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GRR
    Gísli Ragnar Ragnarsson skrifaði
    Prinsippleysið eða öllu heldur virðingarleysið við lagabókstafinn fullkomið og svo þetta endalausa dekur við forréttindahópa þar sem allt er lagt i sölurnar þegar þeirra sérhagsmunir eru annars vegar og hagsmunir almennings, i þessu tilviki neytenda, látnir lönd og leið.
    0
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    xB mafían á "heiðurinn" að þessu stjórnarskrárbroti.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár