Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Þórdís Kolbrún afskrifaði Gunnar Smára á opnum fundi

Gunn­ar Smári Eg­ils­son, fram­bjóð­andi Sósí­al­ista, seg­ir mestu ógn Ís­lend­inga vera að styðja Úkraínu­menn gegn inn­rás Rússa og full­yrð­ir að „vel mætti enda stríð­ið“. Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir brást illa við hug­mynd­um hans.

Þórdís Kolbrún afskrifaði Gunnar Smára á opnum fundi
Þórdís Kolbrún á opnum fundi í gær Við hlið utanríkisráðherra er Sigríður Andersen, fyrrverandi samflokkskona og nú frambjóðandi Miðflokksins, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingkona Samfylkingarinnar. Mynd: Youtube / Tjörvi Schiöth

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sagði á opnum fundi í gærkvöldi að Gunnar Smári Egilsson, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík norður, yrði afskrifaður úr umræðunni í nágrannalöndunum vegna skoðana hans á stuðningi við Úkraínu í innrásarstríðinu við Rússland.

Á opnum fundi um utanríkismál í gærkvöldi gagnrýndi Gunnar Smári íslensk stjórnvöld og Bjarna Benediktsson forsætisráðherra fyrir að hafa samþykkt áform Norðurlanda um að auka stuðning við Úkraínu. Hann sagði að vel mætti enda stríðið „með friðsamlegum hætti“. Á upptöku af fundinum heyrist fussað og sveiað yfir málflutningi Gunnars Smára.

Hann gagnrýndi að flutt yrði fé „úr grunnkerfum samfélagsins yfir í hernað“ og vísaði til hlutfalls þjóðarframleiðslu sem fer í hernaðarmál. „Nú er krafan tvö prósent, en hún er orðin þrjú prósent og fjögur prósent í mörgum löndum. Þessi krafa mun koma hingað. Á íslenskan mælikvarða er þetta krafa um að 90 milljarðar verði teknir úr grunnkerfunum í samfélaginu okkar og fluttir yfir í hernað til þess að eiga í stríði sem er í grunninn stórveldastríð og má vel enda með friðsamlegum hætti.“

Skoðanir Gunnars Smára á því að hægt sé að enda stríðið hratt eru í samræmi við yfirlýsingar Donalds Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna, sem fullyrt hefur að hann geti stillt til friðar á einum sólarhring. Óljóst er hins vegar hvernig það sé hægt án þess að ganga að kröfum Rússa, sem réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022, og eftirláta þeim það landsvæði Úkraínu sem þeir hafa lýst hluta af Rússlandi.

Gunnar Smári fullyrti í gærkvöldi að stuðningur Íslendingar við Úkraínu væri mesta öryggisógn landsins. „En það virðist vera að þeir sem hafa lagt af stað í þennan leiðangur geti ekki séð að sér. Heldur halda þeir áfram, jafnvel þótt að við horfum fram á það núna að Úkraínumenn séu að horfa á tap á vígvellinum. Samt viljum við halda áfram, samt viljum við auka hernaðarútgjöld.“

Þá lýsir hann andstöðu við stuðning Norðurlanda við aðild Úkraínu að NATÓ, sem úkraínsk stjórnvöld hafa sagt einu leiðina til að fyrirbyggja að Rússar ráðist aftur inn í landið, eftir að friði yrði komið á.

„Norðurlandaráð tilkynnir það að þau séu sammála því, Norðurlandaþjóðirnar, að Úkraína gangi inn í Nató og þar með sé NATÓ komið í stríð við Rússland. Þetta er mesta öryggisógnin sem steðjar að Íslandi.“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, gagnrýndi Gunnar Smára fyrir sjónarmið hans.

„Ég er aðeins hugsi við að heyra sumt sem kemur fram frá einstaka fulltrúum, þar sem ég held að víðast hvar í nágrannalöndunum myndi afskrifa stjórnmálamenn út úr umræðunum, eða allavega alvarlegri umræðum,“ sagði hún. Þá vísaði hún á bug lýsingum Gunnars Smára á því hvernig stuðningurinn atvikaðist.

„Við erum með plan sem búið er að samþykkja í þinginu, þar sem fjárveitingavaldið sem er lýðræðislega kjörið fólk sem situr á Alþingi, sem er búið að samþykkja stuðning við Úkraínu. Það er ekki Bjarni Benediktsson sem fór til einhvers lands og lofaði einhverjum manni, sem vill til að er forseti Úkraínu, einhverjum tugum milljarða króna í stuðning.“

Þórdís Kolbrún sagði það ekki vera sérstöðu Íslendinga að geta talað fyrir friði. „Við erum friðelskandi fólk eins og allt venjulegt fólk er. Og mér finnst dálítið skrítið hvernig talað er um það. Eins og fólk, þar sem verið er að ýmist myrða þau eða skemma alla krítíska innviði í þeirra landi, eða þurrka út heilu samfélögin, eins og við sjáum á fleiri en einum stað, að þau séu einhvern veginn minna friðelskandi og það hljóti að vera einhverjir annarlegir hagsmunir þar sem þau biðji um eitthvað annað heldur en teppi og plástra.“

Stuðningur við Úkraínu árin 2024 til 2028 var samþykktur í þingsályktunartillögu á Alþingi í apríl síðastliðnum án mótatkvæða. Þar er lögð áhersla á að brot á alþjóðalögum og ógn við fullveldi þjóða sé um leið ógn við beina öryggishagsmuni smáríkja eins og Íslands. Í sameiginlegu áliti utanríkismálanefndar var lögð áhersla á „…að á þeim sviðum sem stefnan nær til verði stuðningur Íslands við Úkraínu hlutfallslega sambærilegur að umfangi við það sem önnur ríki Norðurlanda leggja af mörkum.“

Í yfirlýsingu sem Gunnar Smári hefur gefið frá sér á Facebook vegna umfjöllunarinnar um fundinn segist hann ekki hafa skilið sem svo að Þórdís Kolbrún beindi orðum sínum að honum, nema að afmörkuðu leyti. „Ég heyrði ekki að Þórdís Kolbrún væri að tala til mín þegar hún talaði um menn sem vildu græða á aðstoð við Úkraínumenn eða að stuðningurinn yrði dreginn til baka. Slíkt mátti merkja á tali annarra á fundinum. Hún firrtist hins vegar við þegar ég benti á að þegar Bjarni Benediktsson skrifaði í mars undir varnarsamning við Úkraínu, sem metinn er 25,5 milljarðar króna, hafi ekki legið fyrir samþykki Alþingis. Og enn síður þegar Bjarni tilkynnti við upphaf Norðurlandaþings að stuðningurinn yrði tvöfaldaður, sem ætla má að hækki upphæðina í 51 milljarð króna. Þórdís Kolbrún virðist halda því þarna fram að samþykkt Alþingis um stuðning við Úkraínu heimili þessi fjárútlát. Það tel ég vera rangt. Ég benti líka á að sáralítil umræða færi fram á Alþingi um þessi mikilvægu mál og sagði nauðsynlegt að fram færi sjálfstætt mat á öryggishagsmunum Íslendinga. Það væri ekki gefið að öryggishagsmunir Íslands og Bandaríkjanna færu saman, sérstaklega þegar kæmi að öryggi Evrópu.“

Orðaskipti Gunnars Smára og Þórdísar Kolbrúnar í gærkvöldiOpni fundurinn „Utanríkisstefna á umbrotatímum: Öryggi, varnir og alþjóðasamskipti Íslands í viðsjárverðum heimi“ var haldinn í gærkvöldi á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, Varðbergs – samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál, Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, og Félags stjórnmálafræðinga.
Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (7)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Pétur Kristjánsson skrifaði
    Þessi grein er bull. Gunnar Smári talaði um stuðning Norðurlanda við "siguráætlun" Seselskis, sem rr uppskrift að 3ju heimsstyrjöldinni. Styður rannsóknarmiðillinn Heimildin "siguráætlun" Seselskis?
    -7
  • Tjörvi Schiöth skrifaði
    "Hann sagði að vel mætti enda stríðið með friðsamlegum hætti“... "Skoðanir Gunnars Smára á því að hægt sé að enda stríðið hratt eru í samræmi við yfirlýsingar Donalds Trump."

    Þetta er önnur lygi, Gunnar Smári sagði aldrei að það væri hægt að enda stríðið "hratt", heldur sagði hann að "vel mætti enda stríðið með friðsamlegum hætti" (eins og kemur fram í tilvitnuninni í sjálfri greininni). Það er ekki sami hluturinn. Hann segir hvergi "hratt".
    3
  • Tjörvi Schiöth skrifaði
    Þessar lygar og rangtúlkanir verður Heimildin að leiðrétta. Þetta er fyrir neðan allar hellur. Svona bersýnilegar lygar og rangtúlkanir hljóta að vera brot á siðareglum blaðamanna:

    "Gunn­ar Smári Eg­ils­son... seg­ir mestu ógn Ís­lend­inga vera að styðja Úkraínu­menn gegn inn­rás Rússa."

    "Gunnar Smári fullyrti í gærkvöldi að stuðningur Íslendingar við Úkraínu væri mesta öryggisógn landsins."
    2
  • Tjörvi Schiöth skrifaði
    Heimildin skrifar strax frétt upp úr færslu minni á Facebook (og vísar þar í myndbandið sem ég halaði upp á YouTube) en fer með rangt mál strax í fyrirsögninni, þar sem segir að Gunnar Smári "seg­ir mestu ógn Ís­lend­inga vera að styðja Úkraínu­menn gegn inn­rás Rússa".

    Þetta er ekki rétt. Allir frambjóðendur á þessum fundi voru spurðir um "hver væri mesta ógnin sem stafaði að Íslandi", og þegar Gunnar Smári var spurður svaraði hann að það væri "stríðið í Úkraínu" og "sú hervæðing og hernaðarhyggja sem hefur breiðst yfir okkar heimshluta." Þetta kemur skýrt fram í myndbandinu mínu sem deilt er hérna í fréttinni. Ég skil ekki hvernig ritstjórn Heimildinnar tekst að rangtúlka orð Gunnars Smára svona svakalega.

    Ritstjórn Heimildarinnar á að skammast sín fyrir að ljúga svona blákalt upp á fólk og stunda áróður fyrir stjórnvöld með því að verja málflutning Þórdísar Kolbrúnar utanríkisráðherra í þessari grein. Ég sem hélt að fjölmiðlar ættu að vera gagnrýnir á stjórnvöld, en ekki öfugt?

    https://www.facebook.com/share/p/15muGV1QgS/
    2
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Gunnar Smári mærir Pútin & Sólveig Anna Kína ?
    -5
    • Tjörvi Schiöth skrifaði
      Hvar hefur hann "mært" Pútín?
      2
    • Sigurður Þórarinsson skrifaði
      Kjaftæði. Farðu með satt og rétt mál minn kæri, ellegar grjóóóóóóthaltu kjafti. Nóg um það. Kv
      -3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
1
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Fólki sparkað úr landi fyrir að verja stjórnarskrána
2
Fréttir

Fólki spark­að úr landi fyr­ir að verja stjórn­ar­skrána

Banda­ríkja­stjórn bann­aði Har­vard-há­skóla að taka við er­lend­um nem­end­um síð­ast­lið­inn fimmtu­dag með nýrri til­skip­un en Har­vard hef­ur kært ákvörð­un­ina og seg­ir hana skýrt brot gegn fyrsta við­auka stjórn­ar­skrár­inn­ar um tján­ing­ar­frelsi. Bráða­birgða­lög­bann hef­ur ver­ið sett á til­skip­un­ina. „Hægt og ró­lega er­um við að sjá fall Banda­ríkj­anna," seg­ir Gunn­hild­ur Fríða Hall­gríms­dótt­ir, sem er að út­skrif­ast úr há­skól­an­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
1
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Var krabbamein í sýninu?
2
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
4
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu