Þórdís Kolbrún afskrifaði Gunnar Smára á opnum fundi

Gunn­ar Smári Eg­ils­son, fram­bjóð­andi Sósí­al­ista, seg­ir mestu ógn Ís­lend­inga vera að styðja Úkraínu­menn gegn inn­rás Rússa og full­yrð­ir að „vel mætti enda stríð­ið“. Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir brást illa við hug­mynd­um hans.

Þórdís Kolbrún afskrifaði Gunnar Smára á opnum fundi
Þórdís Kolbrún á opnum fundi í gær Við hlið utanríkisráðherra er Sigríður Andersen, fyrrverandi samflokkskona og nú frambjóðandi Miðflokksins, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingkona Samfylkingarinnar. Mynd: Youtube / Tjörvi Schiöth

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sagði á opnum fundi í gærkvöldi að Gunnar Smári Egilsson, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík norður, yrði afskrifaður úr umræðunni í nágrannalöndunum vegna skoðana hans á stuðningi við Úkraínu í innrásarstríðinu við Rússland.

Á opnum fundi um utanríkismál í gærkvöldi gagnrýndi Gunnar Smári íslensk stjórnvöld og Bjarna Benediktsson forsætisráðherra fyrir að hafa samþykkt áform Norðurlanda um að auka stuðning við Úkraínu. Hann sagði að vel mætti enda stríðið „með friðsamlegum hætti“. Á upptöku af fundinum heyrist fussað og sveiað yfir málflutningi Gunnars Smára.

Hann gagnrýndi að flutt yrði fé „úr grunnkerfum samfélagsins yfir í hernað“ og vísaði til hlutfalls þjóðarframleiðslu sem fer í hernaðarmál. „Nú er krafan tvö prósent, en hún er orðin þrjú prósent og fjögur prósent í mörgum löndum. Þessi krafa mun koma hingað. Á íslenskan mælikvarða er þetta krafa um að 90 milljarðar verði teknir úr grunnkerfunum í samfélaginu okkar og fluttir yfir í hernað til þess að eiga í stríði sem er í grunninn stórveldastríð og má vel enda með friðsamlegum hætti.“

Skoðanir Gunnars Smára á því að hægt sé að enda stríðið hratt eru í samræmi við yfirlýsingar Donalds Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna, sem fullyrt hefur að hann geti stillt til friðar á einum sólarhring. Óljóst er hins vegar hvernig það sé hægt án þess að ganga að kröfum Rússa, sem réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022, og eftirláta þeim það landsvæði Úkraínu sem þeir hafa lýst hluta af Rússlandi.

Gunnar Smári fullyrti í gærkvöldi að stuðningur Íslendingar við Úkraínu væri mesta öryggisógn landsins. „En það virðist vera að þeir sem hafa lagt af stað í þennan leiðangur geti ekki séð að sér. Heldur halda þeir áfram, jafnvel þótt að við horfum fram á það núna að Úkraínumenn séu að horfa á tap á vígvellinum. Samt viljum við halda áfram, samt viljum við auka hernaðarútgjöld.“

Þá lýsir hann andstöðu við stuðning Norðurlanda við aðild Úkraínu að NATÓ, sem úkraínsk stjórnvöld hafa sagt einu leiðina til að fyrirbyggja að Rússar ráðist aftur inn í landið, eftir að friði yrði komið á.

„Norðurlandaráð tilkynnir það að þau séu sammála því, Norðurlandaþjóðirnar, að Úkraína gangi inn í Nató og þar með sé NATÓ komið í stríð við Rússland. Þetta er mesta öryggisógnin sem steðjar að Íslandi.“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, gagnrýndi Gunnar Smára fyrir sjónarmið hans.

„Ég er aðeins hugsi við að heyra sumt sem kemur fram frá einstaka fulltrúum, þar sem ég held að víðast hvar í nágrannalöndunum myndi afskrifa stjórnmálamenn út úr umræðunum, eða allavega alvarlegri umræðum,“ sagði hún. Þá vísaði hún á bug lýsingum Gunnars Smára á því hvernig stuðningurinn atvikaðist.

„Við erum með plan sem búið er að samþykkja í þinginu, þar sem fjárveitingavaldið sem er lýðræðislega kjörið fólk sem situr á Alþingi, sem er búið að samþykkja stuðning við Úkraínu. Það er ekki Bjarni Benediktsson sem fór til einhvers lands og lofaði einhverjum manni, sem vill til að er forseti Úkraínu, einhverjum tugum milljarða króna í stuðning.“

Þórdís Kolbrún sagði það ekki vera sérstöðu Íslendinga að geta talað fyrir friði. „Við erum friðelskandi fólk eins og allt venjulegt fólk er. Og mér finnst dálítið skrítið hvernig talað er um það. Eins og fólk, þar sem verið er að ýmist myrða þau eða skemma alla krítíska innviði í þeirra landi, eða þurrka út heilu samfélögin, eins og við sjáum á fleiri en einum stað, að þau séu einhvern veginn minna friðelskandi og það hljóti að vera einhverjir annarlegir hagsmunir þar sem þau biðji um eitthvað annað heldur en teppi og plástra.“

Stuðningur við Úkraínu árin 2024 til 2028 var samþykktur í þingsályktunartillögu á Alþingi í apríl síðastliðnum án mótatkvæða. Þar er lögð áhersla á að brot á alþjóðalögum og ógn við fullveldi þjóða sé um leið ógn við beina öryggishagsmuni smáríkja eins og Íslands. Í sameiginlegu áliti utanríkismálanefndar var lögð áhersla á „…að á þeim sviðum sem stefnan nær til verði stuðningur Íslands við Úkraínu hlutfallslega sambærilegur að umfangi við það sem önnur ríki Norðurlanda leggja af mörkum.“

Orðaskipti Gunnars Smára og Þórdísar Kolbrúnar í gærkvöldiOpni fundurinn „Utanríkisstefna á umbrotatímum: Öryggi, varnir og alþjóðasamskipti Íslands í viðsjárverðum heimi“ var haldinn í gærkvöldi á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, Varðbergs – samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál, Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, og Félags stjórnmálafræðinga.
Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Tjörvi Schiöth skrifaði
    "Hann sagði að vel mætti enda stríðið með friðsamlegum hætti“... "Skoðanir Gunnars Smára á því að hægt sé að enda stríðið hratt eru í samræmi við yfirlýsingar Donalds Trump."

    Þetta er önnur lygi, Gunnar Smári sagði aldrei að það væri hægt að enda stríðið "hratt", heldur sagði hann að "vel mætti enda stríðið með friðsamlegum hætti" (eins og kemur fram í tilvitnuninni í sjálfri greininni). Það er ekki sami hluturinn. Hann segir hvergi "hratt".
    6
  • Tjörvi Schiöth skrifaði
    Þessar lygar og rangtúlkanir verður Heimildin að leiðrétta. Þetta er fyrir neðan allar hellur. Svona bersýnilegar lygar og rangtúlkanir hljóta að vera brot á siðareglum blaðamanna:

    "Gunn­ar Smári Eg­ils­son... seg­ir mestu ógn Ís­lend­inga vera að styðja Úkraínu­menn gegn inn­rás Rússa."

    "Gunnar Smári fullyrti í gærkvöldi að stuðningur Íslendingar við Úkraínu væri mesta öryggisógn landsins."
    5
  • Tjörvi Schiöth skrifaði
    Heimildin skrifar strax frétt upp úr færslu minni á Facebook (og vísar þar í myndbandið sem ég halaði upp á YouTube) en fer með rangt mál strax í fyrirsögninni, þar sem segir að Gunnar Smári "seg­ir mestu ógn Ís­lend­inga vera að styðja Úkraínu­menn gegn inn­rás Rússa".

    Þetta er ekki rétt. Allir frambjóðendur á þessum fundi voru spurðir um "hver væri mesta ógnin sem stafaði að Íslandi", og þegar Gunnar Smári var spurður svaraði hann að það væri "stríðið í Úkraínu" og "sú hervæðing og hernaðarhyggja sem hefur breiðst yfir okkar heimshluta." Þetta kemur skýrt fram í myndbandinu mínu sem deilt er hérna í fréttinni. Ég skil ekki hvernig ritstjórn Heimildinnar tekst að rangtúlka orð Gunnars Smára svona svakalega.

    Ritstjórn Heimildarinnar á að skammast sín fyrir að ljúga svona blákalt upp á fólk og stunda áróður fyrir stjórnvöld með því að verja málflutning Þórdísar Kolbrúnar utanríkisráðherra í þessari grein. Ég sem hélt að fjölmiðlar ættu að vera gagnrýnir á stjórnvöld, en ekki öfugt?

    https://www.facebook.com/share/p/15muGV1QgS/
    5
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Gunnar Smári mærir Pútin & Sólveig Anna Kína ?
    -5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Hann sagðist ekki geta meir“
5
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár