Ekki er marktækur munur á fylgi Samfylkingar og Viðreisnar, nú þegar rúmar tvær vikur eru til alþingiskosninga, samkvæmt nýrri könnun frá Maskínu.
Samfylkingin mælist með 20,1 prósent fylgi og hefur fylgið dalað ögn undanfarinn mánuðinn, en Viðreisn heldur áfram að sækja í sig veðrið og mælist með 19,9 prósent fylgi í þessari nýja könnun. Því segjast 4 af hverjum 10 svarendum ætla að kjósa annan hvorn þessara tveggja flokka.
Mesta hreyfingin er á fylgi Miðflokksins, sem dregst saman um rúm tvö prósentustig á milli mælinga. Flokkurinn mælist nú með 12,6 prósent fylgi sem er rúmum fjórum prósentustigum minna en flokkurinn mældist með fyrir mánuði síðan.
Miðflokkurinn dalar þannig niður fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en fylgi síðarnefnda flokksins hefur mælst afar stöðugt í mælingum Maskínu frá því um miðjan október. Fylgi við flokkinn mælist 13,4 prósent nú. Ekki er marktækur munur á fylgi flokkanna tveggja.
Sósíalistar og Píratar yfir fimm prósentum
Í …
Athugasemdir