Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Spilltur gjörningur“ að semja um afgreiðslu hvalveiðileyfis fyrir fram

Hauk­ur Arn­þórs­son stjórn­sýslu­fræð­ing­ur tel­ur það spillt­an gjörn­ing sem varði við stjórn­sýslu­lög hafi ver­ið sam­ið um stjórn­sýslu­ákvörð­un um veit­ingu hval­veiði­leyf­is fyr­ir fram. Hann tel­ur að ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins muni ekki geta veitt hval­veiði­leyfi fyr­ir kosn­ing­arn­ar 30. nóv­em­ber.

„Spilltur gjörningur“ að semja um afgreiðslu hvalveiðileyfis fyrir fram

„Það að semja um afgreiðslu stjórnsýslumáls fyrir fram er mjög alvarlegt – er spilltur gjörningur – og varðar við a.m.k. stjórnsýslulög, en væntanlega fleiri lagareglur.“

Þetta skrifaði stjórnsýslufræðingurinn Haukur Arnþórsson í færslu á Facebook fyrr í dag. Hann segir að hafi Bjarni Benediktsson forsætisráðherra samið um stjórnsýsluákvörðun um hvalveiðileyfi fyrir fram til að halda einingu innan flokks síns, nefnilega að Jón Gunnarsson yrði í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, sé það mjög alvarlegt.

Stjórnsýslufræðingurinn tjáði sig bæði um málið á Facebook og í samtali við Heimildina. 

„Ég tel að þetta mál gæti hindrað Sjálfstæðisflokkinn í að veita hvalveiðileyfi. Hann þarf eiginlega að sanna að slík ákvörðun sé forsvaranleg. Ef um er að ræða að hagsmunir flokksins standi til þess að taka tiltekna ákvörðun þá er hún ekki forsvaranleg,“ segir Haukur við Heimildina.

Plat og leynilegar upptökur

Málið sem um ræðir tengist leynilegum upptökum af samtölum Gunnars Bergmanns …

Kjósa
64
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Það er eins og þetta alltsaman snúist meira um greindarvísitölu og siðferði en nokkuð annað, þegar að tryggir stuðningsmenn flokksins sjá ekki skóginn fyrir trjánum.
    0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Er þetta ekki einfaldlega birtingarmynd landlægrar pólitískrar spillingar á Íslandi? Væri fróðlegt að vita hverjir kostuðu þessa svikahrappa, sem göbbuðu aumingja Jónsson.
    6
    • GG
      Guðmundur Guðmundsson skrifaði
      Mér finnst sérkennilegt að bregðast við upplýsingum um svívirðilega spillingu forsætisráðherra og fyrrverandi dómsmálaráðherra með því að gera lítið úr málinu. "...einfaldlega","hverjir kostuðu", "aumingja Jónsson". Þetta er EKKI léttvægt mál!
      2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
3
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár