„Það að semja um afgreiðslu stjórnsýslumáls fyrir fram er mjög alvarlegt – er spilltur gjörningur – og varðar við a.m.k. stjórnsýslulög, en væntanlega fleiri lagareglur.“
Þetta skrifaði stjórnsýslufræðingurinn Haukur Arnþórsson í færslu á Facebook fyrr í dag. Hann segir að hafi Bjarni Benediktsson forsætisráðherra samið um stjórnsýsluákvörðun um hvalveiðileyfi fyrir fram til að halda einingu innan flokks síns, nefnilega að Jón Gunnarsson yrði í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, sé það mjög alvarlegt.
Stjórnsýslufræðingurinn tjáði sig bæði um málið á Facebook og í samtali við Heimildina.
„Ég tel að þetta mál gæti hindrað Sjálfstæðisflokkinn í að veita hvalveiðileyfi. Hann þarf eiginlega að sanna að slík ákvörðun sé forsvaranleg. Ef um er að ræða að hagsmunir flokksins standi til þess að taka tiltekna ákvörðun þá er hún ekki forsvaranleg,“ segir Haukur við Heimildina.
Plat og leynilegar upptökur
Málið sem um ræðir tengist leynilegum upptökum af samtölum Gunnars Bergmanns …
Athugasemdir (2)