„Tilraunir Jóns Gunnarssonar til þess að grafa undan trúverðugleika blaðamanna Heimildarinnar vegna afhjúpunar fjölmiðilsins á máli tengdu honum og Hval ehf eru skólabókadæmi um þöggunartilburði og þá um leið atlaga að tjáningarfrelsi blaðamannanna.“
Þetta segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, í Facebook-færslu þar sem hún deilir frétt sem Heimildin birti í dag: „Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns“.
Í færslunni vísar Sigríður Dögg til orða Jóns, sem er fyrrverandi dómsmálaráðherra og nýráðinn aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar í matvælaráðuneytinu. Í útvarpsviðtali í Bítinu í morgun sagði Jón: „Menn telja það að þetta sé tilefni til þess að fara í lögreglumál gagnvart þeim sem voru þarna að stunda ólöglegar upptökur og miðla síðan ólöglega fengnu efni. Og það er auðvitað enn alvarlega þegar það snýr að æðstu stjórn ríkisins.“
„Það hefur áður gefist vel að fá lögregluna til aðstoðar …
Mér sýnist að þeir geti bara sjálfum sér um kennt :-)