Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Heilbrigðismál, efnahagsmál og húsnæðismál skera sig úr

Gallup hef­ur birt nið­ur­stöð­ur úr nýrri könn­un sem sýn­ir hvaða mála­flokk­ar kjós­end­ur telja að þurfi að vera í for­gangi eft­ir kom­andi kosn­ing­ar. Þrír mála­flokk­ar skera sig úr í hug­um kjós­enda.

Heilbrigðismál, efnahagsmál og húsnæðismál skera sig úr

Langflestir kjósendur telja heilbrigðismál, efnahagsmál og húsnæðismál brýnustu málefnin fyrir komandi kosningar og þau sem stjórnmálamenn ættu að setja í forgang á næstunni. 

Alls setja á bilinu 61-69 prósent landsmanna þessa þrjá málaflokka á meðal þeirra fimm sem skipta mestu máli, samkvæmt niðurstöðum úr þjóðarpúlsi Gallup, en um er að ræða netkönnun sem framkvæmd var dagana 21. október til 4. nóvember.

Í næsta flokki fyrir neðan, ef svo má segja, eru menntamál, samgöngumál, innflytjendamál og málefni eldri borgara en 30-36 prósent landsmanna setja þessa málaflokka á meðal þeirra fimm mikilvægustu.

Þar á eftir koma umhverfis- og loftslagsmál, en 20 prósent telja þau á meðal mikilvægustu málefna og í kjölfarið koma málefni flóttafólks, málefni ungs fólks, orkumál og löggæslumál, sem 17 til 18 prósent landsmanna telja mikilvægustu málefnin í aðdraganda kosninga. 

Skörp skil í innflytjendamálum

Gallup sendi frá sér niðurbrot á niðurstöðum könnunarinnar, þar sem meðal annars er …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár