„Getum ekki horft framhjá skaðlegri fákeppnishegðun á íslenskum markaði“

Vil­hjálm­ur Hilm­ars­son, hag­fræð­ing­ur hjá stétt­ar­fé­lag­inu Visku, seg­ir fákeppni ríkja á ís­lensk­um mat­vörumark­aði. Það komi í veg fyr­ir hvata til kostn­að­ar­lág­mörk­un­ar. Rætt var við hann og Bene­dikt S. Bene­dikts­son, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu, í nýj­asta þætti Pressu.

„Getum ekki horft framhjá skaðlegri fákeppnishegðun á íslenskum markaði“
Hagfræðingur Vilhjálmur sagði fákeppnishegðun á íslenskum matvörumarkaði gera fyrirtækjum kleift að hækka álagningu.

„Við getum ekki horft framhjá skaðlegri fákeppnishegðun á íslenskum markaði,“ segir Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur hjá stéttarfélaginu Visku. Hann segir að fákeppnishegðun á íslenskum matvörumarkaði geri fyrirtækjum kleift að hækka álagningu og vera í einhvers konar samráði um verð. Þá komi fákeppni í veg fyrir hvata til kostnaðarlágmörkunar og nýsköpunar.

Vilhjálmur var ásamt Benedikt S. Benediktssyni, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, viðmælandi Ragnhildar Þrastardóttur í nýjasta þætti Pressu í hádeginu.

Til umræðu var arður fyrirtækja vegna þeirrar miklu hækkunar á matvöruverði sem átt hefur sér stað á Íslandi síðastliðin ár. Ítarlega greiningu á málinu má finna í forsíðuumfjöllun Heimildarinnar í þessari viku.

Fyrirtæki keppi í þjónustu, ekki verðlagningu

Vilhjálmur segir að að mörgu leyti séu eðlilegar skýringar á auknum arði fyrirtækja sem selja matvöru. „Í kjölfar Covid verður gríðarlegur eftirspurnarkippur, mikill sparnaður hjá heimilinum, það er innflutt verðbólga og svo framvegis.“ Fákeppnin leiki þó hlutverk.

Hann gengur þó ekki svo langt að saka aðila um beint verðsamráð. Hann segir að það sé lítill verðmunur á Krónunni, Bónus og Nettó. „Þessar verslanir eru farnar að keppa í þjónustu, nýsköpun og tæknilausnum. Ekki verðum. Það er ýmislegt sem bendir til þess að það sé mikil fákeppni á íslenskum markaði.“ 

Er þá erfitt fyrir neytendur að kjósa með veskinu?

„Á einhverjum tímapunkti verður það ómögulegt,“ segir Vilhjálmur.

FramkvæmdastjóriBenedikt hvatti til aukinnar samkeppni á matvörumarkaði og sagði að það mætti vel vera að fákeppni væri á íslenska markaðnum.

Hagnaður ekki óvenjulegur í samanburði við önnur lönd

Benedikt segir að eitt af einkennum þess að samráð eigi sér stað á mörkuðum sé að afkoma sé hærri en ella. Það sé þó ekki sýnilegt í afkomutölunum á íslenska markaðnum. „Það sést allavega ekki neins staðar í afkomutölunum að menn séu einhvern veginn að skipta á milli sín kökunni eða hvað það er. Varðandi að það sé fákeppni hérna – það má vel vera að það megi horfa á það þannig,“ segir hann. 

Benedikt bendir  á að hagnaður íslenskra verslana sé ekki svo óvenjulegur í samanburði við önnur lönd.

Þessu er Vilhjálmur sammála. „En ef við skoðum aftur í tímann. Þá er áhugavert með heild- og smásöluverslun árin 2021 og 2022 að hagnaðurinn er 60% meira af raunvirði þá en 2019, 2020. Hlutföllin, arðsemin af eigin fé og af tekjum er tiltölulega há. Þannig að þetta er gósentíð og í framhaldi er náttúrulega hvati til að viðhalda þessu,“ segir hann.

Benedikt segir að það sé hollt fyrir markaðinn að nýir aðilar komi inn á hann. Það væri bæði neytendum og  verslunum til hagsbóta ef samkeppni myndi aukast. 

Horfa má á nýjasta þátt af Pressu í heild sinni hér að neðan:

 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Slá samstarf ekki út af borðinu
Fréttir

Slá sam­starf ekki út af borð­inu

Snorri Más­son, sem sæk­ist eft­ir odd­vita­sæti hjá Mið­flokkn­um og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segj­ast ekki reiðu­bún­ir að slá hugs­an­legt sam­starf á milli flokk­anna tveggja af borð­inu. Snorri og Jó­hann Páll mættu í Pressu ásamt Lenyu Rún Taha Karim, odd­vita Pírata í Reykja­vík, til þess að ræða áhersl­ur sín­ar og stefn­ur í að­drag­anda kosn­inga. Lenya Rún taldi ólík­legt að Pírat­ar gætu mynd­að stjórn með Mið­flokkn­um.
Sympatískari gagnvart Sigmundi eftir því sem „hugmyndafræðin þvoðist af“
FréttirPressa

Sympa­tísk­ari gagn­vart Sig­mundi eft­ir því sem „hug­mynda­fræð­in þvoð­ist af“

Snorri Más­son fjöl­miðla­mað­ur seg­ir Mið­flokk­inn ekki vera eitt­hvað hylki ut­an um for­mann­inn Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son – held­ur al­vöru stjórn­mála­flokk. Hann hefði upp­haf­lega hall­ast til vinstri en síð­an orð­ið skiln­ings­rík­ari í garð Sig­mund­ar Dav­íðs „eft­ir því sem minn innri mað­ur kom bet­ur í ljós gagn­vart sjálf­um mér og hug­mynda­fræð­in þvoð­ist af mér.“
Viktor Traustason tekur lítið mark á skoðanakönnunum
Fréttir

Vikt­or Trausta­son tek­ur lít­ið mark á skoð­ana­könn­un­um

Vikt­or Trausta­son for­setafram­bjóð­andi seg­ist taka lít­ið mark skoð­ana­könn­un­um enn sem kom­ið er. Í síð­asta þætti Pressu mætti Vikt­or ásamt öðr­um fram­bjóð­end­um til þess að ræða fram­boð sitt og helstu stefnu­mál sín. Vikt­or tel­ur sig geta náð kjöri og benti á að flest­ar kann­an­ir hafi ver­ið fram­kvæmd­ar áð­ur en hon­um gafst tæki­færi á að kynna sig fyr­ir kjós­end­um.

Mest lesið

Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
1
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Brotaþolinn tekur skellinn
5
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár