Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

„Getum ekki horft framhjá skaðlegri fákeppnishegðun á íslenskum markaði“

Vil­hjálm­ur Hilm­ars­son, hag­fræð­ing­ur hjá stétt­ar­fé­lag­inu Visku, seg­ir fákeppni ríkja á ís­lensk­um mat­vörumark­aði. Það komi í veg fyr­ir hvata til kostn­að­ar­lág­mörk­un­ar. Rætt var við hann og Bene­dikt S. Bene­dikts­son, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu, í nýj­asta þætti Pressu.

„Getum ekki horft framhjá skaðlegri fákeppnishegðun á íslenskum markaði“
Hagfræðingur Vilhjálmur sagði fákeppnishegðun á íslenskum matvörumarkaði gera fyrirtækjum kleift að hækka álagningu.

„Við getum ekki horft framhjá skaðlegri fákeppnishegðun á íslenskum markaði,“ segir Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur hjá stéttarfélaginu Visku. Hann segir að fákeppnishegðun á íslenskum matvörumarkaði geri fyrirtækjum kleift að hækka álagningu og vera í einhvers konar samráði um verð. Þá komi fákeppni í veg fyrir hvata til kostnaðarlágmörkunar og nýsköpunar.

Vilhjálmur var ásamt Benedikt S. Benediktssyni, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, viðmælandi Ragnhildar Þrastardóttur í nýjasta þætti Pressu í hádeginu.

Til umræðu var arður fyrirtækja vegna þeirrar miklu hækkunar á matvöruverði sem átt hefur sér stað á Íslandi síðastliðin ár. Ítarlega greiningu á málinu má finna í forsíðuumfjöllun Heimildarinnar í þessari viku.

Fyrirtæki keppi í þjónustu, ekki verðlagningu

Vilhjálmur segir að að mörgu leyti séu eðlilegar skýringar á auknum arði fyrirtækja sem selja matvöru. „Í kjölfar Covid verður gríðarlegur eftirspurnarkippur, mikill sparnaður hjá heimilinum, það er innflutt verðbólga og svo framvegis.“ Fákeppnin leiki þó hlutverk.

Hann gengur þó ekki svo langt að saka aðila um beint verðsamráð. Hann segir að það sé lítill verðmunur á Krónunni, Bónus og Nettó. „Þessar verslanir eru farnar að keppa í þjónustu, nýsköpun og tæknilausnum. Ekki verðum. Það er ýmislegt sem bendir til þess að það sé mikil fákeppni á íslenskum markaði.“ 

Er þá erfitt fyrir neytendur að kjósa með veskinu?

„Á einhverjum tímapunkti verður það ómögulegt,“ segir Vilhjálmur.

FramkvæmdastjóriBenedikt hvatti til aukinnar samkeppni á matvörumarkaði og sagði að það mætti vel vera að fákeppni væri á íslenska markaðnum.

Hagnaður ekki óvenjulegur í samanburði við önnur lönd

Benedikt segir að eitt af einkennum þess að samráð eigi sér stað á mörkuðum sé að afkoma sé hærri en ella. Það sé þó ekki sýnilegt í afkomutölunum á íslenska markaðnum. „Það sést allavega ekki neins staðar í afkomutölunum að menn séu einhvern veginn að skipta á milli sín kökunni eða hvað það er. Varðandi að það sé fákeppni hérna – það má vel vera að það megi horfa á það þannig,“ segir hann. 

Benedikt bendir  á að hagnaður íslenskra verslana sé ekki svo óvenjulegur í samanburði við önnur lönd.

Þessu er Vilhjálmur sammála. „En ef við skoðum aftur í tímann. Þá er áhugavert með heild- og smásöluverslun árin 2021 og 2022 að hagnaðurinn er 60% meira af raunvirði þá en 2019, 2020. Hlutföllin, arðsemin af eigin fé og af tekjum er tiltölulega há. Þannig að þetta er gósentíð og í framhaldi er náttúrulega hvati til að viðhalda þessu,“ segir hann.

Benedikt segir að það sé hollt fyrir markaðinn að nýir aðilar komi inn á hann. Það væri bæði neytendum og  verslunum til hagsbóta ef samkeppni myndi aukast. 

Horfa má á nýjasta þátt af Pressu í heild sinni hér að neðan:

 

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár