Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, er að leiða flokkinn í kosningabaráttu í fyrsta sinn. Staðan er gjörbreytt frá síðustu kosningum þegar flokkurinn fékk 12,6 prósent greiddra atkvæða og endurnýjaði ríkisstjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Gengið hefur á ýmsu á kjörtímabilinu og fylgi flokksins hefur verið í frjálsu falli frá alþingiskosningunum haustið 2021 og hefur lægst mælst 3,3 prósent samkvæmt Þjóðarpúls Gallup, í maí á þessu ári. Fylgið mælist það sama, 3,3 prósent, í nýjustu kosningaspá Heimildarinnar og Baldurs Héðinssonar, sem er uppfærð reglulega í aðdraganda kosninga.
En Svandís er bjartsýn, það er hennar drifkraftur í stjórnmálum þessa dagana. „Þessi kosningabarátta mun ekki snúast um auglýsingar eða einhver pallborð úti í bæ heldur miklu frekar um það að við tölum saman og tölum hvert við annað og það er okkar plan í VG að heyra í fólki, tala við fólk, tala við grasrótina okkar, okkar eigin félaga en …
Athugasemdir