Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Mismunun af völdum gervigreindar

Þvert á það sem von­ast var til eru vís­bend­ing­ar um kynj­an­ismun­un þeg­ar kem­ur að notk­un gervi­greind­ar við mannauðs­stjórn­un.

Mismunun af völdum gervigreindar
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að notkun gervigreindar á fullri sjálfvirkni í ráðningarferli sé fátíð, en flestir ráðningaraðilar styðjast við gervigreindartól.

Vonir hafa staðið til að með notkun gervigreindar við mannauðsstjórnun megi skapa óhlutdrægni við ákvörðunartöku sem dragi úr mismunun og auki fjölbreytileika starfsfólks. Vísbendingar benda þó til hins gagnstæða, en konur eru líklegri en karlar til að upplifa neikvæða mismunun af völdum gervigreindar. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir prófessor og Ragna Kemp Haraldsdóttir dósent kynntu Evrópurannsóknina BIAS: Mitigating diversity biases of AI in the labour market á Þjóðarspeglinum. 

Flest nota gervigreind við ráðningar

Auður Anna Arnardóttir prófessor og Birgitta Rós Skarphéðinsdóttir ræddu við tíu ráðningaraðila fyrirtækja hér á landi. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að notkun gervigreindar á fullri sjálfvirkni í ráðningarferli sé fátíð, en flestir ráðningaraðilar styðjast við gervigreindartól. 

Netöryggi ábótavant 

Netárásir hafa leikið mörg íslensk fyrirtæki og stofnanir grátt, til dæmis með gagnagíslatökum, álagsárásum auk fágaðra vefveiðiárása. Niðurstöður rannsóknar sem var gerð að beiðni Eyvarar, hæfniseturs í netöryggi á Íslandi, gefa til kynna að mikil þörf er á uppbyggingu, fræðslu og æfingum á sviði netöryggis.


Heimild: Þjóðarspegillinn 2024

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HR
    Heida Rafnsdottir skrifaði
    Í upphafi ætti endinn að skoða. Með hvaða gögnum er gervigreind þjálfuð? Burt séð frá vafasömum leiðum sem hugbúðnaður nálgast efni til að þjálfa tæknina, sbr. meint höfundaréttarbrot, þá er hún væntanlega þjálfuð af þeim sem hana búa og þei gögnum sem eru aðgengileg. Þessi grunnur endurspeglar ekki heiminn. Hann er óhjálvæmilega bjagaður m.a. í átt að vestrænu samfélagi, gögnum, normum og tækni og karlkyninu sem á stærstan þátt í þróuninni. Skilst á prufum þess efnis að gervigreindin viti t.d. bara til þess að læknar geti verið karla.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár