Vonir hafa staðið til að með notkun gervigreindar við mannauðsstjórnun megi skapa óhlutdrægni við ákvörðunartöku sem dragi úr mismunun og auki fjölbreytileika starfsfólks. Vísbendingar benda þó til hins gagnstæða, en konur eru líklegri en karlar til að upplifa neikvæða mismunun af völdum gervigreindar. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir prófessor og Ragna Kemp Haraldsdóttir dósent kynntu Evrópurannsóknina BIAS: Mitigating diversity biases of AI in the labour market á Þjóðarspeglinum.
Flest nota gervigreind við ráðningar
Auður Anna Arnardóttir prófessor og Birgitta Rós Skarphéðinsdóttir ræddu við tíu ráðningaraðila fyrirtækja hér á landi. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að notkun gervigreindar á fullri sjálfvirkni í ráðningarferli sé fátíð, en flestir ráðningaraðilar styðjast við gervigreindartól.
Netöryggi ábótavant
Netárásir hafa leikið mörg íslensk fyrirtæki og stofnanir grátt, til dæmis með gagnagíslatökum, álagsárásum auk fágaðra vefveiðiárása. Niðurstöður rannsóknar sem var gerð að beiðni Eyvarar, hæfniseturs í netöryggi á Íslandi, gefa til kynna að mikil þörf er á uppbyggingu, fræðslu og æfingum á sviði netöryggis.
Heimild: Þjóðarspegillinn 2024
Athugasemdir (1)