Ingimar Bjarni er 34 ára Hafnfirðingur sem undirbýr útgáfu fyrstu skáldsögu sinnar, sem nefnist Síðasti bóksalinn. Söguna segir hann vera ástarbréf til bókabúða, „þetta er stutt spennandi saga í stjórnlausu samfélagi“. Síðasti bóksalinn er í fjármögnun á íslensku hópfjármögnunarsíðunni Karolina Fund og stendur söfnunin yfir til 15. nóvember 2024.
Samfélagið á Karolina Fund hefur síðan 2012 fjármagnað 807 hugmyndir og hlutfall verkefna sem fá fjármögnun er 78%, en það er einstakt á heimsvísu.
Sjálfstæðið heillar
Ingimar Bjarni segir þrjár ástæður fyrir því að hann valdi Karolina Fund. Í fyrsta lagi hefur hann ekki fjárhagslegt bolmagn til að gefa bókina út alfarið á eigin kostnað en bæði hann og fólk í kringum hann hafa trú á verkefninu. Ingimar Bjarni sendi handritið á fjóra útgefendur og það var að hans mati betra að fá neitun fljótlega „en að bíða vikum saman eftir svari sem kannski yrði neikvætt“. Þá segir hann: „Mér hefur …
Athugasemdir