Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Senuþjófurinn Eleonore Niemand – esseyja

Jón Karl Helga­son sá sig knú­inn til að fletta Eleon­ore Niemand upp eft­ir að hafa les­ið heim­speki­lega skáld­sögu Geirs Sig­urðs­son­ar: Óljós: Saga af ást­um. Jón Karl vildi vera viss. Og hann ydd­aði blý­ant­inn fyr­ir hug­leið­ingu um bók­ina – sem bóka­út­gáf­an Sæmund­ur gef­ur út, nú ár­ið 2024.

Senuþjófurinn Eleonore Niemand – esseyja
Geir Sigurðsson rithöfundur og prófessor í kínverskum fræðum og þvermenningarlegri heimspeki Mynd: HÍ/Kristinn Ingvarsson

Það sem telst merkilegt í samfélaginu er það ekki á endanum og það sem ekki telst merkilegt í samfélaginu er alveg jafn ekki-merkilegt á endanum. Hvort tveggja lendir í sama flokki þegar öllu er á botninn hvolft.“ (Eleonore Niemand)

Eleonore Niemand leikur svolítið aukahlutverk í skáldsögunni Óljós eftir Geir Sigurðsson, svo lítið raunar að ég ímynda mér að þótt nafn hennar væri strikað út gæti söguþráðurinn staðið óhaggaður. Og samt er hún stöðugt að skjóta upp kollinum, allt frá tileinkuninni í upphafi, þar sem brot úr textum eftir hana birtist á þýsku, til símtalsins við Branko í sögulok (meira um hann síðar). Þar á milli er vitnað alloft til birtra og óbirtra skrifa hennar, ýmist á frummálinu eða í íslenskri þýðingu. Þessi sýnishorn eru svo sannfærandi að þótt ég væri framan af viss um að Niemand væri skálduð persóna (fullkunnugt um að niemand merkir engin) fann ég mig knúinn til …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár