Það sem telst merkilegt í samfélaginu er það ekki á endanum og það sem ekki telst merkilegt í samfélaginu er alveg jafn ekki-merkilegt á endanum. Hvort tveggja lendir í sama flokki þegar öllu er á botninn hvolft.“ (Eleonore Niemand)
Eleonore Niemand leikur svolítið aukahlutverk í skáldsögunni Óljós eftir Geir Sigurðsson, svo lítið raunar að ég ímynda mér að þótt nafn hennar væri strikað út gæti söguþráðurinn staðið óhaggaður. Og samt er hún stöðugt að skjóta upp kollinum, allt frá tileinkuninni í upphafi, þar sem brot úr textum eftir hana birtist á þýsku, til símtalsins við Branko í sögulok (meira um hann síðar). Þar á milli er vitnað alloft til birtra og óbirtra skrifa hennar, ýmist á frummálinu eða í íslenskri þýðingu. Þessi sýnishorn eru svo sannfærandi að þótt ég væri framan af viss um að Niemand væri skálduð persóna (fullkunnugt um að niemand merkir engin) fann ég mig knúinn til …
Athugasemdir