Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spurningaþraut Illuga 8. nóvember 2024: Hvaða kattartegund er þetta? og 16 fleiri spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 8. nóv­em­ber.

Spurningaþraut Illuga 8. nóvember 2024: Hvaða kattartegund er þetta? og 16 fleiri spurningar
Fyrri mynd: Af hvaða tegund telst þessi köttur vera?
Seinni mynd:Hver er karl þessi? Á flestum myndum sem þið sjáið af honum er hann aðeins eldri en þetta.

Almennar spurningar:

  1. Hvað hét fyrsti forseti Bandaríkjanna?
  2. Hvað hét annar forseti Bandaríkjanna?
  3. Og þá liggur beint við að spyrja, hvað hét þriðji forseti Bandaríkjanna?
  4. Einn frambjóðandi til forseta í Bandaríkjunum á dögunum var Jill Stein sem raunar hefur boðið sig fram áður. Fyrir hvaða flokk?
  5. Hvaða íslenski jökull var í fyrndinni kallaður Klofajökull?
  6. Hvað er spænska orðið yfir hund?
  7. Í mannkynssögunni er talað um að járnöld hafi hafist rúmum 1.000 árum fyrir Krists burð. Hvaða öld er talað um á undan henni?
  8. Hvaða íslenski fótboltaleikari hefur náð bestum árangri í kosningunni um besta fótboltamann Evrópu, eða Gullboltann?
  9. Hvað kallast á íslensku fljótið sem borgin Prag stendur við?
  10. Frægur rithöfundur fæddist í Prag og ól mestallan sinn aldur. Hann var lítt þekktur meðan hann lifði enda vann hann mestalla sína tíð á skrifstofu tryggingafélags. Og hann hét ... hvað?
  11. Annar rithöfundur búsettur í Prag skrifaði fræga sögu um óbreyttan hermann í fyrri heimsstyrjöldinni. Hvað hét hermaðurinn?
  12. Hvað eru margir lítrar í hektólítra?
  13. Árið 2007 hófu þau Kolbrún Bergþórsdóttir og Páll Baldvinsson tiltekið starf sem vakti á þeim heilmikla athygli. Páll hefur nú látið af starfinu fyrir allnokkru en Kolbrún er enn að. Hvaða starf var þetta?
  14. Konstantínus mikli, keisari Rómaveldis, er í sögunni kunnur fyrir eitt umfram annað. Hvað er það?
  15. Hve margir einstaklingar hafa gegnt starfi forsætisráðherra á Íslandi á 21. öldinni?

Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Bengal-köttur en Franklin Roosevelt Bandaríkjaforseti ungur að árum er á seinni myndinni.
Svör við almennum spurningum:
1.  Washington.  —  2.  Adams.  —  3.  Jefferson.  —  4.  Græningja.  —  5.  Vatnajökull.  —  6.  Perro.  —  7.  Bronsöld.  —  8.  Glódís Perla.  —  9.  Moldá.  —  10.  Kafka.  —  11.  Svejk.  —  12.  Hundrað.  —  13.  Þau gerðust bókagagnrýnendur í Kiljunni.  —  14.  Hann leyfði kristni í ríkinu.  —  15.  Átta. Ef þið finnið bara sjö eruð þið að gleyma Sigurði Inga.
Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár