Þessi grein birtist fyrir rúmlega 13 mánuðum.

Spurningaþraut Illuga 8. nóvember 2024: Hvaða kattartegund er þetta? og 16 fleiri spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 8. nóv­em­ber.

Spurningaþraut Illuga 8. nóvember 2024: Hvaða kattartegund er þetta? og 16 fleiri spurningar
Fyrri mynd: Af hvaða tegund telst þessi köttur vera?
Seinni mynd:Hver er karl þessi? Á flestum myndum sem þið sjáið af honum er hann aðeins eldri en þetta.

Almennar spurningar:

  1. Hvað hét fyrsti forseti Bandaríkjanna?
  2. Hvað hét annar forseti Bandaríkjanna?
  3. Og þá liggur beint við að spyrja, hvað hét þriðji forseti Bandaríkjanna?
  4. Einn frambjóðandi til forseta í Bandaríkjunum á dögunum var Jill Stein sem raunar hefur boðið sig fram áður. Fyrir hvaða flokk?
  5. Hvaða íslenski jökull var í fyrndinni kallaður Klofajökull?
  6. Hvað er spænska orðið yfir hund?
  7. Í mannkynssögunni er talað um að járnöld hafi hafist rúmum 1.000 árum fyrir Krists burð. Hvaða öld er talað um á undan henni?
  8. Hvaða íslenski fótboltaleikari hefur náð bestum árangri í kosningunni um besta fótboltamann Evrópu, eða Gullboltann?
  9. Hvað kallast á íslensku fljótið sem borgin Prag stendur við?
  10. Frægur rithöfundur fæddist í Prag og ól mestallan sinn aldur. Hann var lítt þekktur meðan hann lifði enda vann hann mestalla sína tíð á skrifstofu tryggingafélags. Og hann hét ... hvað?
  11. Annar rithöfundur búsettur í Prag skrifaði fræga sögu um óbreyttan hermann í fyrri heimsstyrjöldinni. Hvað hét hermaðurinn?
  12. Hvað eru margir lítrar í hektólítra?
  13. Árið 2007 hófu þau Kolbrún Bergþórsdóttir og Páll Baldvinsson tiltekið starf sem vakti á þeim heilmikla athygli. Páll hefur nú látið af starfinu fyrir allnokkru en Kolbrún er enn að. Hvaða starf var þetta?
  14. Konstantínus mikli, keisari Rómaveldis, er í sögunni kunnur fyrir eitt umfram annað. Hvað er það?
  15. Hve margir einstaklingar hafa gegnt starfi forsætisráðherra á Íslandi á 21. öldinni?

Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Bengal-köttur en Franklin Roosevelt Bandaríkjaforseti ungur að árum er á seinni myndinni.
Svör við almennum spurningum:
1.  Washington.  —  2.  Adams.  —  3.  Jefferson.  —  4.  Græningja.  —  5.  Vatnajökull.  —  6.  Perro.  —  7.  Bronsöld.  —  8.  Glódís Perla.  —  9.  Moldá.  —  10.  Kafka.  —  11.  Svejk.  —  12.  Hundrað.  —  13.  Þau gerðust bókagagnrýnendur í Kiljunni.  —  14.  Hann leyfði kristni í ríkinu.  —  15.  Átta. Ef þið finnið bara sjö eruð þið að gleyma Sigurði Inga.
Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár