Almennar spurningar:
- Hvað hét fyrsti forseti Bandaríkjanna?
- Hvað hét annar forseti Bandaríkjanna?
- Og þá liggur beint við að spyrja, hvað hét þriðji forseti Bandaríkjanna?
- Einn frambjóðandi til forseta í Bandaríkjunum á dögunum var Jill Stein sem raunar hefur boðið sig fram áður. Fyrir hvaða flokk?
- Hvaða íslenski jökull var í fyrndinni kallaður Klofajökull?
- Hvað er spænska orðið yfir hund?
- Í mannkynssögunni er talað um að járnöld hafi hafist rúmum 1.000 árum fyrir Krists burð. Hvaða öld er talað um á undan henni?
- Hvaða íslenski fótboltaleikari hefur náð bestum árangri í kosningunni um besta fótboltamann Evrópu, eða Gullboltann?
- Hvað kallast á íslensku fljótið sem borgin Prag stendur við?
- Frægur rithöfundur fæddist í Prag og ól mestallan sinn aldur. Hann var lítt þekktur meðan hann lifði enda vann hann mestalla sína tíð á skrifstofu tryggingafélags. Og hann hét ... hvað?
- Annar rithöfundur búsettur í Prag skrifaði fræga sögu um óbreyttan hermann í fyrri heimsstyrjöldinni. Hvað hét hermaðurinn?
- Hvað eru margir lítrar í hektólítra?
- Árið 2007 hófu þau Kolbrún Bergþórsdóttir og Páll Baldvinsson tiltekið starf sem vakti á þeim heilmikla athygli. Páll hefur nú látið af starfinu fyrir allnokkru en Kolbrún er enn að. Hvaða starf var þetta?
- Konstantínus mikli, keisari Rómaveldis, er í sögunni kunnur fyrir eitt umfram annað. Hvað er það?
- Hve margir einstaklingar hafa gegnt starfi forsætisráðherra á Íslandi á 21. öldinni?
Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Bengal-köttur en Franklin Roosevelt Bandaríkjaforseti ungur að árum er á seinni myndinni.
Svör við almennum spurningum:
1. Washington. — 2. Adams. — 3. Jefferson. — 4. Græningja. — 5. Vatnajökull. — 6. Perro. — 7. Bronsöld. — 8. Glódís Perla. — 9. Moldá. — 10. Kafka. — 11. Svejk. — 12. Hundrað. — 13. Þau gerðust bókagagnrýnendur í Kiljunni. — 14. Hann leyfði kristni í ríkinu. — 15. Átta. Ef þið finnið bara sjö eruð þið að gleyma Sigurði Inga.
Athugasemdir (2)