Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Hægri bylgjan til umræðu í Pressu

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í Reykja­vík norð­ur, og Þor­björg Sig­ríð­ur Gunn­laugs­dótt­ir, odd­viti Við­reisn­ar í Reykja­vík suð­ur, mæt­ast í Pressu.

Hægri bylgjan til umræðu í Pressu

Frambjóðendurnir og þingmennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra Sjálfstæðisflokksins, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, mætast í Pressu í beinni útsendingu af ritstjórnarskrifstofu Heimildarinnar í dag, föstudaginn 1. nóvember klukkan tólf.

Þau leiða hvort sitt Reykjavíkurkjördæmið; Guðlaugur Þór Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík norður og Þorbjörg Sigríður Viðreisn í Reykjavík suður.

Flokkar þeirra mælast á svipuðum slóðum og sækja fylgi sitt helst til hægri. Viðreisn þó ívið stærri með 15,8 prósent í nýjustu kosningaspá Heimildarinnar og Baldurs Héðinssonar, en Sjálfstæðisflokkurinn í sögulegri lægð með 13,7 prósent. 

Kosningarnar og staða flokkanna fyrir þær verða í brennidepli í þættinum auk þess sem þau verða krafin svara um með hverjum þeim hugnast að vinna eftir kosningar. Þá verður hin meinta hægri bylgja sem sumir álitsgjafar telja sig geta greint í könnunum til umræðu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár