Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Skila tillögu að flokkun vindorkukosta fyrir kosningar

Þeir tíu vindorku­kost­ir sem verk­efn­is­stjórn ramm­a­áætl­un­ar hef­ur rýnt og ætl­ar að leggja fram til op­ins sam­ráðs fljót­lega, eru á Vest­ur­landi, á Reykja­nesskaga, Mos­fells­heiði og Mel­rakka­sléttu. Eng­in op­in­ber stefna ligg­ur enn fyr­ir um nýt­ingu vindorku hér á landi.

Skila tillögu að flokkun vindorkukosta fyrir kosningar

Verkefnisstjórn 5. áfanga rammaáætlunar stefnir að því að leggja skýrslu með tillögum að flokkun tíu vindorkukosta fram til opins samráðs á næstu tveimur vikum. Þetta segir í svari Sóleyjar Bjarnadóttur, starfsmanns verkefnisstjórnar, við fyrirspurn Heimildarinnar. Að loknu samráði, þar sem allir geta komið með athugasemdir, fer tillaga verkefnisstjórnar til ráðherra umhverfismála. Það er hans að leggja fram þingsályktunartillögu með flokkun virkjanakosta í ýmist nýtingar-, bið- eða verndarflokk, byggða á tillögum verkefnisstjórnar og athugasemdum við þær, sem Alþingi tekur svo til meðferðar og afgreiðslu.

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra lagði í haust fram á Alþingi í annað sinn tillögu að stefnu stjórnvalda í vindorkumálum og breytingartillögu laga um rammaáætlun sem fjallaði sérstaklega um vindorku. Áður en umræða um þau mál hófst var ríkisstjórnarsamstarfinu slitið og engin opinber stefna í nýtingu vindorku liggur því fyrir. Þrátt fyrir það heldur verkefnisstjórnin sínu striki enda byggir starf hennar á gildandi lögum og reglum, ekki áformum um breytingar á þeim.

Tveir orkukostir í vindorku eru nú þegar í orkunýtingarflokki rammaáætlunar: Búrfellslundur og Blöndulundur og báðir eru þeir á vegum Landsvirkjunar. Framkvæmdir við þann fyrrnefnda hófust nýverið.

„Við teljum því að það eigi ekki að byggja vindmyllur á svæðum þar sem hafernir eru töluvert á ferðinni
Sunna Björk Ragnarsdóttir og Snorri Sigurðsson,
sviðsstjórar hjá Náttúrufræðistofnun.

Tugir annarra vindorkuáforma eru á teikniborðinu og hafa um 40 slíkar hugmyndir verið sendar Orkustofnun. Auk kostanna tíu sem nú hafa verið rýndir hefur verkefnisstjórn 5. áfanga, sem á að ljúka sínum störfum í mars næstkomandi, fengið 22 að auki til meðferðar. Þar sem styttist í að skipunartíminn renni út er líklegt, að sögn Sóleyjar, að þessir 22 kostir komi til kasta næstu verkefnisstjórnar.

Í mikilli hæð yfir sjávarmáli

Vindorkuver hafa margvísleg umhverfisáhrif. Þau ver sem fyrirhugað er að reisa hér á landi myndu flest telja tugi vindmylla hvert sem hver og ein yrði á bilinu 150–250 metrar á hæð. Þá vilja vindorkufyrirtækin, sem eru langflest í eigu erlendra aðila, reisa ver sín á hæðum, heiðum og jafnvel fjöllum sem myndi þýða að mannvirkin myndu sjást enn víðar að. Hljóðmengun og svokallað skuggaflökt vegna spaðanna sem snúast stöðugt, eru einnig meðal áhrifa sem taka verður tillit til.

Hafernir í hættu

Fyrir utan sjónmengunina hafa vindorkuver áhrif á fuglalíf og eru þau umhverfisáhrif fyrirferðarmikil í umræðu. Fuglar eru gjarnir á að fljúga á vindmyllur, ýmist turna þeirra eða spaða, og særast eða drepast. Hugmyndir eru uppi um að reisa vindorkuver á mikilvægum fuglasvæðum á Íslandi, meðal annars nokkur á Vesturlandi þar sem búsvæði hafarna er að finna. Fjögur þeirra vera sem verkefnisstjórn rammaáætlunar birtir senn tillögu um flokkun á eru á Vesturlandi og þrjú þeirra, Garpsdalur, Sólheimar og Hrútavirkjun, eru beinlínis í eða við þekktar flugleiðir hafarna. 

RisavaxiðVindmyllur sem notaðar eru í dag eru gríðarlega stór mannvirki, oft á bilinu 150-250 metrar á hæð.

Á þetta hafa Umhverfis- og Náttúrufræðistofnun báðar bent og lýst áhyggjum af áhrifum sem gætu orðið á hinn viðkvæma stofn hafarna hér á landi. Að mati Umhverfisstofnunar má eiga von á því að í það minnsta einn haförn á ári myndi fljúga á vindmyllur í Sólheimaverinu sem franska fyrirtækið Qair áformar á Laxárdalsheiði í Dalabyggð. Náttúrufræðistofnun hefur beinlínis lagst gegn byggingu þess vers og lagt til að því verði fundinn annar staður.

Meðal gagna sem birt verða með skýrslu verkefnisstjórnar á næstu dögum er skýrsla faghóps um áhrif vindorkuvera á fuglalíf.

Vantar orku á móti

Vindorkuver framleiða ekki raforku nema að vindur blási. Því þurfa slíkar virkjanir það sem kallað er jafnvægisorka. Hún þarf að koma frá vatnsaflsvirkjunum sem geta geymt orku, ef svo má að orði komast, í miðlunarlónum sínum. 

Slíka umframorku er hins vegar ekki að finna í íslenska raforkukerfinu eins og staðan er í dag. 

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Anna Á. skrifaði
    Skipulagsyfirvöld hafa skyldu samkvæmt lögum til að skipuleggja verndarsvæði, þar á meðal fuglaverndarsvæði. Ef hafernir þurfa vernd, af hverju er þá ekki til fuglaverndarsvæði fyrir þá?
    1
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Er búið að samþykkja þetta glapræði? Þá ætla ég að fullyrða að ríkisstjórnin og allir sem styðja þetta verkefni eru hryðjuverkamenn. Og hvað er gert við slíka?
    1
  • JL
    Jón Logi skrifaði
    Vindmyllur á hvern hól, og allur hagnaðurinn fluttur úr landi í vasa erlendra eiganda. Frábært plan.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár