Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Áramótabrennum í Reykjavík fækkað

„Sú frá­leita ákvörð­un borg­ar­yf­ir­valda að af­leggja um­rædd­ar brenn­ur án nokk­urs sam­ráðs við íbúa eða íbúa­sam­tök, er að­för að grón­um hefð­um í skemmt­ana­haldi borg­ar­inn­ar um jól og ára­mót,“ segja Sjálf­stæð­is­menn.

Áramótabrennum í Reykjavík fækkað
Hefð Löng hefð er fyrir áramótabrennum í Reykjavík en nú ætla yfirvöld að fækka þeim, m.a. vegna umhverfissjónarmiða. Mynd: Golli

Meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í vikunni að fækka áramótabrennum í borgarlandinu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðust gegn því.

Undanfarin ár hefur áramótabrennum farið fjölgandi í borgarlandinu og voru þær 10 um síðustu áramót. Samkvæmt samþykkt ráðsins verður þeim fækkað um fjórar og ákveðnum brennum verður að auki fundinn nýr staður. 

Þær fjórar brennur sem samþykkt hefur verði að leggja niður eru:

  • Rauðavatn. Það hafa skapast umferðarvandræði undanfarin ár við Suðurlandsveginn og vegna mögulegra umhverfisáhrifa á Rauðavatn. 
  • Suðurfell (Jafnasel árið 2023). Eldri staðsetning brennunnar er ekki lengur í boði vegna nýs Arnarnesvegar. Þessari brennu verður fundinn nýr staður í Breiðholti. 
  • Laugardalur. Nálægð við byggð og aðgengi er slæmt.
  • Skerjafjörður. Aðgengi er slæmt og nálægð við byggð of mikil.

Á sama tíma og brennum hefur fjölgað hefur verið mikil umræða um fjöldamörg atriði er varðar brennur „enda hafa þær bæði mikil skammtím-a og langtímaumhverfisáhrif ásamt því að vera dýrar í uppsetningu og rekstri,“ segir í rökstuðningi Hjalta J. Guðmundssonar, skrifstofustjóra borgarlandsins. Þá hefur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gert athugasemdir við ákveðnar brennur vegna nálægðar við byggð. 

SexÁramótabrennur verða á sex stöðum í borgarlandinu um áramótin. Á kortið vantar brennuna sem verður á Kjalarnesi.

Hins vegar er sterk hefð fyrir brennum í Reykjavík hjá mörgum íbúum og því vilja borgaryfirvöld reyna að mæta báðum sjónarmiðum. Þær brennur sem áfram verða haldnar í borgarlandinu verða á eftirtöldum stöðum:

  • Vesturbær (með fyrirvara um góða staðsetningu)
  • Gufunes
  • Geirsnef
  • Jafnasel (ný staðsetning)
  • Úlfarsárdalur
  • Kjalarnes

Allar brennur verða minni en 250 rúmmetrar og því skilgreindar sem litlar brennur. „Með þessu móti verður komið til móts við bæði sjónarmið þeirra sem vilja hafa brennur með því að tryggja að hver borgarhluti hafi brennu og svo hinna sem vilja fækka þeim verulega og með því draga úr umhverfisáhrifum og kostnaði“, segir í rökstuðningi skrifstofustjóra borgarlandsins. 

Mikill kostnaður

„Þær hafa gegnt mikilvægu menningarhlutverki, eru fjölskylduvænir viðburðir sem stuðla að samheldni íbúa og jákvæðum hverfisanda“
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks.

Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar, sem samþykktu tillögu um fækkun brenna, benda í bókun á að kostnaður við brennur sé orðinn töluverður. Til dæmis sé kostnaður við förgun um 20 milljónir króna og við hann bætist kostnaður vegna efniviðs og mönnunar við að sinna uppsetningu og utanumhaldi. „Í erfiðu fjárhagslegu umhverfi er eðlilegt að horfa í hverja krónu, sér í lagi þegar athugasemdir frá viðbragðsaðilum liggja fyrir“, segir í bókun meirihlutans. Þar er enn fremur bent á að vegna staðla þurfi nú að kaupa efni í brennur frekar en að nýta eitthvað sem falli til við framkvæmdir. „Hér er verið að fara ákveðna millileið, að mæta gagnrýnum sjónarmiðum og þeirri sterku hefð sem er fyrir brennum um áramót.“

Menningarhlutverk

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins segja í sinni bókun að þær brennur sem eigi að afleggja eigi sér áratuga hefð. „Þær hafa gegnt mikilvægu menningarhlutverki, eru fjölskylduvænir viðburðir sem stuðla að samheldni íbúa og jákvæðum hverfisanda.“

Sjálfstæðismenn segja ákvörðun borgaryfirvalda um að afleggja þessar fjórar brennur vera fráleita og að hún sé gerð án nokkurs samráðs við íbúa eða íbúasamtök. Ákvörðunin sé „aðför að grónum hefðum í skemmtanahaldi borgarinnar um jól og áramót“.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
4
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár