Áramótabrennum í Reykjavík fækkað

„Sú frá­leita ákvörð­un borg­ar­yf­ir­valda að af­leggja um­rædd­ar brenn­ur án nokk­urs sam­ráðs við íbúa eða íbúa­sam­tök, er að­för að grón­um hefð­um í skemmt­ana­haldi borg­ar­inn­ar um jól og ára­mót,“ segja Sjálf­stæð­is­menn.

Áramótabrennum í Reykjavík fækkað
Hefð Löng hefð er fyrir áramótabrennum í Reykjavík en nú ætla yfirvöld að fækka þeim, m.a. vegna umhverfissjónarmiða. Mynd: Golli

Meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í vikunni að fækka áramótabrennum í borgarlandinu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðust gegn því.

Undanfarin ár hefur áramótabrennum farið fjölgandi í borgarlandinu og voru þær 10 um síðustu áramót. Samkvæmt samþykkt ráðsins verður þeim fækkað um fjórar og ákveðnum brennum verður að auki fundinn nýr staður. 

Þær fjórar brennur sem samþykkt hefur verði að leggja niður eru:

  • Rauðavatn. Það hafa skapast umferðarvandræði undanfarin ár við Suðurlandsveginn og vegna mögulegra umhverfisáhrifa á Rauðavatn. 
  • Suðurfell (Jafnasel árið 2023). Eldri staðsetning brennunnar er ekki lengur í boði vegna nýs Arnarnesvegar. Þessari brennu verður fundinn nýr staður í Breiðholti. 
  • Laugardalur. Nálægð við byggð og aðgengi er slæmt.
  • Skerjafjörður. Aðgengi er slæmt og nálægð við byggð of mikil.

Á sama tíma og brennum hefur fjölgað hefur verið mikil umræða um fjöldamörg atriði er varðar brennur „enda hafa þær bæði mikil skammtím-a og langtímaumhverfisáhrif ásamt því að vera dýrar í uppsetningu og rekstri,“ segir í rökstuðningi Hjalta J. Guðmundssonar, skrifstofustjóra borgarlandsins. Þá hefur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gert athugasemdir við ákveðnar brennur vegna nálægðar við byggð. 

SexÁramótabrennur verða á sex stöðum í borgarlandinu um áramótin. Á kortið vantar brennuna sem verður á Kjalarnesi.

Hins vegar er sterk hefð fyrir brennum í Reykjavík hjá mörgum íbúum og því vilja borgaryfirvöld reyna að mæta báðum sjónarmiðum. Þær brennur sem áfram verða haldnar í borgarlandinu verða á eftirtöldum stöðum:

  • Vesturbær (með fyrirvara um góða staðsetningu)
  • Gufunes
  • Geirsnef
  • Jafnasel (ný staðsetning)
  • Úlfarsárdalur
  • Kjalarnes

Allar brennur verða minni en 250 rúmmetrar og því skilgreindar sem litlar brennur. „Með þessu móti verður komið til móts við bæði sjónarmið þeirra sem vilja hafa brennur með því að tryggja að hver borgarhluti hafi brennu og svo hinna sem vilja fækka þeim verulega og með því draga úr umhverfisáhrifum og kostnaði“, segir í rökstuðningi skrifstofustjóra borgarlandsins. 

Mikill kostnaður

„Þær hafa gegnt mikilvægu menningarhlutverki, eru fjölskylduvænir viðburðir sem stuðla að samheldni íbúa og jákvæðum hverfisanda“
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks.

Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar, sem samþykktu tillögu um fækkun brenna, benda í bókun á að kostnaður við brennur sé orðinn töluverður. Til dæmis sé kostnaður við förgun um 20 milljónir króna og við hann bætist kostnaður vegna efniviðs og mönnunar við að sinna uppsetningu og utanumhaldi. „Í erfiðu fjárhagslegu umhverfi er eðlilegt að horfa í hverja krónu, sér í lagi þegar athugasemdir frá viðbragðsaðilum liggja fyrir“, segir í bókun meirihlutans. Þar er enn fremur bent á að vegna staðla þurfi nú að kaupa efni í brennur frekar en að nýta eitthvað sem falli til við framkvæmdir. „Hér er verið að fara ákveðna millileið, að mæta gagnrýnum sjónarmiðum og þeirri sterku hefð sem er fyrir brennum um áramót.“

Menningarhlutverk

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins segja í sinni bókun að þær brennur sem eigi að afleggja eigi sér áratuga hefð. „Þær hafa gegnt mikilvægu menningarhlutverki, eru fjölskylduvænir viðburðir sem stuðla að samheldni íbúa og jákvæðum hverfisanda.“

Sjálfstæðismenn segja ákvörðun borgaryfirvalda um að afleggja þessar fjórar brennur vera fráleita og að hún sé gerð án nokkurs samráðs við íbúa eða íbúasamtök. Ákvörðunin sé „aðför að grónum hefðum í skemmtanahaldi borgarinnar um jól og áramót“.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Byggjum við af gæðum?
4
ViðtalUm hvað er kosið?

Byggj­um við af gæð­um?

Vinna við yf­ir­stand­andi rann­sókn á gæð­um nýrra hverfa sem byggð­ust upp hér­lend­is frá 2015 til 2019 gef­ur til kynna að sam­göngu­teng­ing­ar og að­gengi að nær­þjón­ustu á þess­um nýju bú­setu­svæð­um sé í fæst­um til­vik­um eins og best verð­ur á kos­ið. Ás­dís Hlökk Theo­dórs­dótt­ir skipu­lags­fræð­ing­ur von­ast eft­ir um­ræðu um gæði byggð­ar, en ekki bara magn­töl­ur íbúð­arein­inga, fram að kosn­ing­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu