Sjö af hverjum tíu nemendum á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands nota gervigreind í námi og einn af hverjum tíu er áskrifandi að gervigreindarforriti. Þetta er á meðal niðurstaðna könnunar sem lögð var fyrir nemendur á sviðinu í haust.
„Gervigreindin helltist yfir okkur,“ segir Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hann segir niðurstöðurnar sem slíkar ekki koma á óvart en það kom honum á óvart hversu skynsamlega flestir nemendur virðast vera að nota gervigreind. „Hvað þau nota hana mikið til að dýpka og útskýra. Þau nota hana mikið sem aðstoðarkennara, mikið til að útskýra og skrifa samantektir en það er ekki þannig að þau séu að nota hana í staðinn fyrir eitthvað. Þau nota hana til að ræða og útskýra viðfangsefnið.“
70%
Gervigreind hefur skapað margvísleg ný tækifæri til náms og kennslu en það er vandmeðfarið hvernig nýta skuli gervigreindina, auk …
Athugasemdir