Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Arðgreiðslurnar og opinberu styrkirnir

Baltas­ar Kor­mák­ur Baltas­ars­son er sá kvik­mynda­gerð­ar­mað­ur sem hef­ur feng­ið hvað mest greitt í fram­leiðslu­styrki frá Kvik­mynda­sjóði Ís­lands, alls 700 millj­ón­ir á síð­ast­liðn­um ára­tug. Fé­lag í hans eigu hyggst greiða út 250 millj­ón­ir króna í arð á ár­inu.

Arðgreiðslurnar og opinberu styrkirnir
Hundruðir milljóna í arð Félag Baltasars hefur greitt út hundruði milljóna króna í arð. Á sama tíma hefur dótturfélag fyrirtækisins sem greiddi út arðinn þegið framleiðslustyrki frá Kvikmyndasjóði Íslands fyrir um 700 milljónir króna. Endurgreiðslur á framleiðslukostnaði hlaupa á milljörðum. Baltasar segir að um tvö aðskilinn fyrirtæki sé að ræða og arðurinn sé að stórum hluta til laun sem hann hefið þegið fyrir verkefni erlendis. Mynd: Ómar Óskarsson/MBL

Á tíu árum hefur Baltasar Kormákur Baltasarsson kvikmyndagerðarmaður fengið alls 700 milljónir í framleiðslustyrki frá Kvikmyndasjóði Íslands. Hann er eini hluthafinn í félaginu Sögn ehf., móðurfélagi framleiðslufélagsins RVK Studios, sem hyggst greiða út 250 milljónir króna í arð á þessu ári. Verkefni RVK Studios hafa hlotið drjúga opinbera styrki frá Kvikmyndasjóði og endurgreiðslur á framleiðslukostnaði. 

Heimildin ræddi málið við Baltasar, sem var spurður um það hvort óvenjulegt væri að fyrirtæki sem fengi slíka styrki greiddi sér út arð upp á hundruð milljóna. 

Hann útskýrir að arðurinn sem Sögn hyggst greiða út komi ekki frá hagnaði af rekstri RVK Studios hér á landi heldur sé um að ræða laun fyrir kvikmyndir sem hann hefur leikstýrt erlendis. Hann segir Sögn ekki vera kvikmyndaframleiðslufyrirtæki sem sæki styrki til Kvikmyndasjóðs. 

Umdeildar breytingar

Mikil umræða hefur að undanförnu farið fram um breytingar sem Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra lét innleiða á styrkjaumhverfi til kvikmyndaframleiðslu hér …

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár