Þetta er verkefni fyrir öryggisþjónustuna að fara ofan í, því þarna komu sannarlega fram sjokkerandi upplýsingar. Það er engan veginn hægt að loka augunum fyrir því!”
Þetta sagði varaformaður eins af pólsku ríkisstjórnarflokkunum í viðtali eftir umræður í pólska þinginu á mánudag.
Þar og víðar hafa Pólverjar spurt sig að því hvernig einn „manna einræðisherrans Lúkasjenkó“ hafi í þrjú ár búið óáreittur í Varsjá og þannig átt auðvelt með að stunda milljarða viðskipti og aukið við veldi sitt í Belarús, undir vernd einræðisherrans Aleksanders Lúkasjenkós.
Upphafið að umræðunni var afhjúpun pólsks fréttaskýringaþáttar í síðustu viku. Þar var fjallað um íslenska kjörræðismanninn í Belarús, Alexander Moshensky, og tengsl hans við nafna sinn, einræðisherrann Lúkasjenkó.
Aðgerðir hratt og örugglega
Stjórnmálamenn, ráðherrar og talsmenn Donalds Tursks, forsætisráðherra Póllands, kröfðust þess að farið yrði í saumana á því „hvernig þessi maður [Moshensky] gat sest að og …
Athugasemdir