Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ársverðbólga lækkar á milli mánaða

Síð­asta verð­bólgu­mæl­ing Hag­stof­unn­ar fyr­ir kom­andi vaxta­ákvörð­un Seðla­bank­ans sýn­ir áfram­hald­andi lækk­un. Verð­bólg­an mæl­ist nú 5,1 pró­sent og lækk­ar lít­il­lega á milli mán­aða.

Ársverðbólga lækkar á milli mánaða
Fasteignaverð leiðandi Hækkun fasteignaverðs hefur verið leiðandi þáttur í þeirri verðbólgutíð sem Íslendingar hafa fengið að kynnast síðastliðin misseri. Mynd: Shutterstock

Ársverðbólga mælist nú 5,1 prósent og lækkar því um 0,3 prósentustig á milli mánaða. Verðbólga hefur ekki mælst lægri á Íslandi síðan í nóvember árið 2021.

Þetta er síðasta verðbólgumælingin sem Hagstofan birtir fyrir næstu vaxtaákvörðun Seðlabankans, sem verður kynnt af peningastefnunefnd bankans 20. nóvember.

Minni hækkun fasteignaverðs er einn stærsti áhrifaþátturinn í þessari þróun. Matvara og ferðakostnaður hækkar hins vegar á milli mánaða; matur um 1 prósent og flugsamgöngur um 6,6 prósent. 

Vísitölubreyting á milli mánaða nemur í heild 0,28 prósentum sem er nokkur viðsnúningur frá síðustu mælingu, þegar vísitalan lækkaði um 0,24 prósent. Það er þó nokkuð óvanaleg þróun, að vísitalan lækki á milli mánaða. 

Verðbólgan sem talað er um og stendur nú í 5,1 prósenti er breyting á vísitölu neysluverðs á ársgrundvelli. Hér fyrir neðan má sjá töflu Hagstofunnar sem sýnir breytingu undirliða í verðbólgumælingunni og hvernig þeir hafa þróast á síðustu tólf mánuðum. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Skyndiréttur með samviskubiti
6
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár