Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Selenskí á Þingvöllum: „Við þurfum raunverulegan stuðning“

Volodómír Selenskí kom á Þing­velli rétt fyr­ir klukk­an fjög­ur, þar sem Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra tók á móti hon­um. Kald­ur gust­ur og rign­ing set­ur svip sinn á heim­sókn­ina.

Selenskí á Þingvöllum: „Við þurfum raunverulegan stuðning“
Tvíhliða Bjarni og Selenskí eru tveir einir á fundi á Þingvöllum. Mynd: Golli

„Takk fyrir boðið,“ sagði Volodomír Selenskí, forseti Úkraínu, við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra í rigningu og köldum vindi á tröppum Þingvallabæjarins. Opinber heimsókn Úkraínuforseta hefst á Þingvöllum og stendur fram á morgun, þar sem hann mun meðal annars funda með Höllu Tómasdóttur, forseta, og öðrum forsætisráðherrum Norðurlandaþjóða. 

Áður en hann gekk inn í Þingvallabæinn sagði Selenskí meðal annars að munurinn á Rússlandi og Úkraínu væru sá að Rússum væri alveg sama um mannfall á vígvellinum. Síðast í morgun hafi hann talað við hershöfðingja sinn í austurhluta landsins sem hafi upplýst hann að í gær hafi 800 rússneskir hermenn fallið í átökunum.

„Þeir hugsa ekki um þetta. En við þurfum að hugsa um fólkið og svo landið. En við stöndum eins sterk og við getum,“ sagði hann.  

Selenskí þakkaði fyrir þann stuðning sem Íslendingar og aðrar þjóðir Norður-Evrópu hafa þegar veitt en kallaði eftir meiru. „Við þurfum raunverulegan stuðning,“ sagði hann. 

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár