Almennar spurningar:
- Í forsetakosningum í Bandaríkjunum er kosið um svonefnda kjörmenn. Hvaða ríki hefur flesta kjörmenn?
- Einu sinni hefur kona fengið flest atkvæði í forsetakosningum þar vestra. Hver var hún?
- Hvaða núverandi ríki kölluðu Rómverjar Gallíu?
- En hvaða ríki samsvaraði nokkurn veginn hinni rómversku Pannoníu?
- Hvað nefndist „grínflokkurinn“ sem bauð fram til Alþingis 1971?
- 1. nóvember var afmælisdagur manns sem lést fyrir fáum árum eftir að hafa lagt gjörva hönd á fjölbreytileg viðfangsefni og góðgerðarmál en skrifaði líka bókina Þar sem vegurinn endar. Hann hét ... hvað?
- Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, átti stórafmæli fyrr á árinu. Hve gamall varð hann?
- Hver var sagður setja kíkinn fyrir blinda augað?
- Hvað heitir höfuðborg Víetnam?
- Hvað heitir stærsta fljótið sem fellur um Víetnam?
- Hvað hét gríska ástargyðjan?
- Ratí heitir önnur ástargyðja, víðfræg í ákveðnum trúarbrögðum og hikar víst ekki við að ganga hart fram í ástum. Hvaða trúarbrögðum tilheyrir Ratí?
- Í hvaða bardaga á Sturlungaöld varð mannfall mest, um hundrað manns?
- Hvar á Íslandi voru ættaróðul Sturlunga upphaflega?
- Hvaða þingmaður verður í efsta sæti Pírata í Suðvesturkjördæmi í komandi kosningum?
Svör við myndaspurningum:
Sá tiltekni „græni kall“ sem prýðir fyrri myndina kemur upphaflega frá Austur-Þýskalandi. Þýskaland dugar ekki. Á seinni myndinni er greifingi (á ensku badger).
Svör við almennum spurningum:
1. Kalifornía. — 2. Hillary Clinton. — 3. Frakkland. — 4. Ungverjaland. — 5. Framboðsflokkurinn. — 6. Hrafn Jökulsson. — 7. Fertugur. — 8. Nelson flotaforingi. — 9. Hanoj. — 10. Mekong. — 11. Afródíta. — 12. Hindúisma. — 13. Hauganesbardaga. — 14. Í Dölunum. — 15. Þórhildur Sunna.
Athugasemdir (2)