Á undanförnum árum hefur verið byggt upp talsvert af nýjum íbúðum, svokölluðum almennum íbúðum, sem byggðar eru upp og leigðar út á vegum félaga sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni, heldur til að tryggja fólki undir ákveðnum tekjumörkum aðgengi að öruggu leiguhúsnæði.
Þetta er gert á grundvelli laga um almennar íbúðir, sem tóku gildi árið 2016. Síðan þá hafa verið veitt stofnframlög frá stjórnvöldum, ríki og sveitarfélögum, upp á alls 28 milljarða króna til að styðja við uppbyggingu á 3.777 leiguíbúðum um allt land. Heildarfjárfesting við þessa uppbyggingu til þessa nemur um 141 milljarði króna, samkvæmt upplýsingum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, sem í nýlegri tilkynningu kallar þau félög sem geta sótt um stofnframlög „samfélagssinnaða leigusala“.
Það er því í gangi töluverð uppbygging af húsnæði sem ekki verður leigt út á markaðslegum forsendum og því ódýrara en ella, til að mæta þörfum tekjulægri hópa í samfélaginu. Þó er ljóst að langt …
Athugasemdir (1)