Meðalverð íbúða í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu í ár nemur 74,4 milljónum króna. Það þýðir að sá sem er að kaupa sína fyrstu íbúð þarf að geta reitt fram rúmar 11 milljónir króna í eiginfjárframlag til að geta keypt meðalíbúð. 40 ára verðtryggt jafngreiðslulán – svokallað Íslandslán – kallar á mánaðarlega greiðslubyrði upp á 298 þúsund krónur. Þá þarf að festa vexti í 4,6 prósentum og fylgjast með höfuðstóli lánsins hækka fyrstu árin með verðbólgunni, sem í dag mælist 5,4 prósent á tólf mánaða tímabili. Óverðtryggt lán fengist fyrir upphæðinni með því skilyrði að festa vexti í 8,75 prósentum, en greiðslubyrði fyrstu kaupenda yrði þá 476 þúsund krónur á mánuði. Og þá er eftir að ræða greiðslumatið.
Til að fá lánað fyrir fasteign má greiðslubyrðin ekki vera meiri en 30 prósent af heildartekjum fólks eftir skatt á mánuði. Á síðasta ári voru heildartekjur fólks á aldrinum 25–29 ára, sem er algengur …
Athugasemdir