Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Það er ekkert sem stoppar Landsvirkjun“

Sveit­ar­stjórn­ir Skeiða- og Gnúp­verja­hrepps og Rangárs­þing ytra hafa sam­þykkt um­sókn Lands­virkj­un­ar um fram­kvæmda­leyfi Hvamms­virkj­un­ar í Þjórsá. Full­trúi minni­hlut­ans í Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi lagð­ist gegn veit­ingu leyf­is­ins og seg­ir til­gang fram­kvæmd­anna óljós­an.

„Það er ekkert sem stoppar Landsvirkjun“
Hvammsvirkjun Landsvirkjun hyggst reisa virkjunina í neðri hluta Þjórsá. Öll tilskilin leyfi liggja nú fyrir en búast má við frekara kæruferli vegna framkvæmdanna. Mynd: Landsvirkjun

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur samþykkt umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá. Landsvirkjun hyggst reisa Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár, á landi sem tilheyrir annars vegar Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hins vegar Rangárþingi ytra, og felur framkvæmdin í sér fjögurra ferkílómetra lón í byggð.  

Þetta er í annað sinn sem framkvæmdaleyfi virkjunarinnar er samþykkt. Orkustofnun gaf út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í desember 2022 og sveitarfélögin samþykktu framkvæmdaleyfi sumarið 2023. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála bárust tíu kærur vegna virkjunarleyfisins og var niðurstaða nefndarinnar að fella leyfið úr gildi og þar með framkvæmdaleyfið. Virkjunarleyfi var endurnýjað í haust og nú hefur framkvæmdaleyfi verið samþykkt í báðum sveitarfélögum. 

Framkvæmdaleyfið var samþykkt samhljóða á fundi sveitarstjórnar Rangársþings ytra í síðustu viku en leyfið var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Axel Á. Njarðvík, fulltrúi U-listans, greiddi atkvæði gegn leyfinu. „Fyrirhuguð Hvammsvirkjun mun hafa veruleg og óafturkræf áhrif á náttúru, lífríki og landslag. Öllum ætti að vera löngu ljóst að tjónið og skaðinn sem Hvammsvirkjun mun valda á náttúru og samfélagi verður aldrei bætt,“ segir í bókun sem Axel lagði fram á fundinum. Axel og eiginkona hans, Sigþrúður Jónsdóttir, hafa barist ötullega fyrir verndun Þjórsárvera. Axel segir tilgang framkvæmdanna enn óljósan auk þess sem óljóst er hvort orkuskipti sé yfir höfuð raunverulegur tilgangur virkjunarinnar. 

„Öllum ætti að vera löngu ljóst að tjónið og skaðinn sem Hvammsvirkjun mun valda á náttúru og samfélagi verður aldrei bætt
úr bókun Axels Á. Njarðvík,
fulltrúa U-listans í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

„Það er ekkert sem stoppar Landsvirkjun í því að hefja framkvæmdir af fullum krafti,“ segir Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, í samtali við Heimildina. Hann segist samt sem áður fullmeðvitaður um að andstæðingar virkjunarinnar muni kæra leyfisveitingar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, rétt eins og gert var síðast þegar framkvæmdaleyfið var veitt. „Umræðan í þessum málaflokki er pólitísk deila,“ segir Haraldur.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár