Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

„Það er ekkert sem stoppar Landsvirkjun“

Sveit­ar­stjórn­ir Skeiða- og Gnúp­verja­hrepps og Rangárs­þing ytra hafa sam­þykkt um­sókn Lands­virkj­un­ar um fram­kvæmda­leyfi Hvamms­virkj­un­ar í Þjórsá. Full­trúi minni­hlut­ans í Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi lagð­ist gegn veit­ingu leyf­is­ins og seg­ir til­gang fram­kvæmd­anna óljós­an.

„Það er ekkert sem stoppar Landsvirkjun“
Hvammsvirkjun Landsvirkjun hyggst reisa virkjunina í neðri hluta Þjórsá. Öll tilskilin leyfi liggja nú fyrir en búast má við frekara kæruferli vegna framkvæmdanna. Mynd: Landsvirkjun

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur samþykkt umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá. Landsvirkjun hyggst reisa Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár, á landi sem tilheyrir annars vegar Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hins vegar Rangárþingi ytra, og felur framkvæmdin í sér fjögurra ferkílómetra lón í byggð.  

Þetta er í annað sinn sem framkvæmdaleyfi virkjunarinnar er samþykkt. Orkustofnun gaf út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í desember 2022 og sveitarfélögin samþykktu framkvæmdaleyfi sumarið 2023. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála bárust tíu kærur vegna virkjunarleyfisins og var niðurstaða nefndarinnar að fella leyfið úr gildi og þar með framkvæmdaleyfið. Virkjunarleyfi var endurnýjað í haust og nú hefur framkvæmdaleyfi verið samþykkt í báðum sveitarfélögum. 

Framkvæmdaleyfið var samþykkt samhljóða á fundi sveitarstjórnar Rangársþings ytra í síðustu viku en leyfið var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Axel Á. Njarðvík, fulltrúi U-listans, greiddi atkvæði gegn leyfinu. „Fyrirhuguð Hvammsvirkjun mun hafa veruleg og óafturkræf áhrif á náttúru, lífríki og landslag. Öllum ætti að vera löngu ljóst að tjónið og skaðinn sem Hvammsvirkjun mun valda á náttúru og samfélagi verður aldrei bætt,“ segir í bókun sem Axel lagði fram á fundinum. Axel og eiginkona hans, Sigþrúður Jónsdóttir, hafa barist ötullega fyrir verndun Þjórsárvera. Axel segir tilgang framkvæmdanna enn óljósan auk þess sem óljóst er hvort orkuskipti sé yfir höfuð raunverulegur tilgangur virkjunarinnar. 

„Öllum ætti að vera löngu ljóst að tjónið og skaðinn sem Hvammsvirkjun mun valda á náttúru og samfélagi verður aldrei bætt
úr bókun Axels Á. Njarðvík,
fulltrúa U-listans í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

„Það er ekkert sem stoppar Landsvirkjun í því að hefja framkvæmdir af fullum krafti,“ segir Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, í samtali við Heimildina. Hann segist samt sem áður fullmeðvitaður um að andstæðingar virkjunarinnar muni kæra leyfisveitingar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, rétt eins og gert var síðast þegar framkvæmdaleyfið var veitt. „Umræðan í þessum málaflokki er pólitísk deila,“ segir Haraldur.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Draumur sem aldrei varð: „Gat tilveran orðið svartari?“
5
Viðtal

Draum­ur sem aldrei varð: „Gat til­ver­an orð­ið svart­ari?“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár