Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fórnuðu sér fyrir náttúruna

Glamp­inn í aug­um manna þeg­ar þeir ræddu um Þjórsár­ver kveikti áhuga Sig­þrúð­ar Jóns­dótt­ir á svæð­inu. Þeg­ar hún kom þang­að í fyrsta sinn þekkti hún hvert fjall og hverja á, af frá­sögn­um þeirra sem eldri voru. Hún og eig­in­mað­ur henn­ar Ax­el Á. Njarð­vík hafa helg­að sig bar­átt­unni fyr­ir vernd­un Þjórsár­vera. And­stað­an við virkj­un­ar­hug­mynd­ir á svæð­inu hef­ur kostað sitt.

Dropinn sem fyllti mælinn var þegar ég áttaði mig á því að það væri verið að ráðast gegn okkur persónulega. Það var ekki lengur verið að takast á um málefni heldur var ráðist á persónurnar,“ segir Sigþrúður Jónsdóttir. Sigþrúður og eiginmaður hennar, Axel Á. Njarðvík, hafa barist fyrir verndun Þjórsárvera og gengið nærri sér vegna andstöðu við virkjunarhugmyndum Landsvirkjunar í sveitinni.

Náttúruverndarbaráttan hefur tekið sinn toll. Þau hafa eytt ómældum tíma, orku og peningum í baráttuna og stefnt fjárhag fjölskyldunnar í hættu til að láta reyna á réttmæti aðgerða ríkisvaldsins. Vinir hafa horfið. Verst var þó þegar átök í heimabyggð hættu að snúast um málefni og fóru að beinast gegn persónum, þannig að Axel valdi að færa sig til í starfi og Sigþrúður missti heilsuna og þurfti að leita sér hjálpar. Það hefur þó aldrei komið til greina að hætta: „Það er lífssýn mín að svona eigi ekki að fara með landið, náttúruna, gróðurinn, einhver rödd í hjartanu sem segir að þetta sé rangt og sú rödd er studd af menntun í náttúrufræðum,“ segir hún. 

„Þetta dregur fram annað stef í svona náttúruverndarbaráttu – hvað þetta getur lagst á samfélög, fjölskyldur og einstaklinga,” segir Axel. „Sigþrúður missti hér um bil heilsuna og margt væri eflaust öðruvísi hefði orkan ekki farið í þetta. Þú greiðir gjald fyrir andstöðuna, með heilsunni eða laununum, en ég held að enginn af þessum virkjunarkörlum hafi nokkuð annað en grætt á þessu.“

Áttuðu sig á ógninni

Hjónin búa í Eystra-Geldingarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þar sem Sigþrúður var alin upp. Hún var rétt að verða tíu ára þegar fyrsti fundurinn um verndun Þjórsárvera var haldinn 1972.

Þá stóð til að reisa veitu í Þjórsárverum, þar sem 200 ferkílómetra lón hefði kaffært stærstan hluta Þjórsárvera. Undirbúningur virkjunarinnar hafði staðið yfir lengi þegar heimamenn vöknuðu allt í einu til vitundar um áform Landsvirkjunar. Nánast allir í sveitinni mótmæltu þessum áformum. 

Næstu árin var háð barátta fyrir verndun Þjórsárvera. Stór áfangi í þeirri baráttu var þegar Þjórsárver voru friðlýst að hluta árið 1981 og friðlýsingin endurskoðuð 1987.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár