Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Miltisbrandsgrafir mögulega í Keldnalandi

Um­hverf­is­stofn­un hafa borist upp­lýs­ing­ar um að eina eða fleiri milt­is­brands­graf­ir sé að finna í Keldna­landi þar sem Reykja­vík­ur­borg áform­ar nýtt íbúða­hverfi.

Miltisbrandsgrafir mögulega í Keldnalandi
Býli frá fornu fari Keldur voru lengst af bújörð en á fimmta áratug síðustu aldar keypti ríkið jörðina og byggð var upp rannsóknarstöð í meinafræðum. Mynd: Af vef Reykjavíkurborgar

Sérstakrar varúðar þarf að gæta við áformaða uppbyggingu íbúðahverfis í Keldnalandi við Grafarvog því grunur leikur á að þar sé miltisbrandsgrafir að finna. Í umsögn Umhverfisstofnunar um breytingartillögu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna byggingaráformanna kemur fram að stofnuninni hafi borist upplýsingar um að miltisbrandsgrafir séu mögulega staðsettar í Keldnalandi. 

„Því er mikilvægt að þessir þættir séu skoðaðir vandlega við vinnslu tillögunnar og gætt sé varúðar“
Úr umsögn Umhverfisstofnunar

Umhverfisstofnun bendir á að samkvæmt reglugerð um mengaðan jarðveg sé stofnunin að vinna í gerð gagnagrunns yfir menguð svæði eða svæði þar sem grunur er um mengun. Stofnunin bendir á að samkvæmt reglugerðinni skulu sveitarfélög taka mið af þessari skrá við gerð skipulags. „Því er mikilvægt að þessir þættir séu skoðaðir vandlega við vinnslu tillögunnar og gætt sé varúðar.“

Reykjavíkurborg fyrirhugar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 varðandi landnotkun og þróun byggðar í landi Keldna og nágrenni í samræmi við samþykkt borgarstjórnar í september síðastliðnum. 

Keldnaland á að verða „vel tengt borgarhverfi, skipulagt með vistvænar samgöngur og gott aðgengi að grænum svæðum að leiðarljósi“, líkt og segir í skipulagsgögnum. Um stórt þróunarsvæði er að ræða, þar sem gert er ráð fyrir íbúðahverfum með 2–3 grunnskólum og allri nærþjónustu auk almenns atvinnuhúsnæðis. Uppbygging á Keldnalandi hefur verið áformuð um áratuga skeið, en landið er í eigu ríkisins frá gamalli tíð. 

Efnt var til hugmyndasamkeppni um skipulag á svæðinu á síðasta ári. Niðurstöður hennar lágu fyrir nú á haustdögum og var tillaga FOJAB arkitekta, ásamt Ramböll, hlutskörpust. Markmið borgarinnar er að í landi Keldna rísi „vistvæn, fjölbreytt og félagslega sjálfbær hverfi“ sem myndi sterk tengsl við þau hverfi sem fyrir eru í Grafarvogi og aðra borgarhluta. Fyrirhuguð lega Borgarlínu um svæðið er sögð lykilforsenda þess að hægt verði að byggja upp ný borgarhverfi á svæðinu „á vistvænan og hagkvæman hátt“. 

Í Húsnæðisáætlun Reykjavíkur 2024–2033 er gert ráð fyrir að um 2.400 íbúðir komi til úthlutunar í landi Keldna á tímabili áætlunar. Til samanburðar er gert ráð fyrir að um 4.300 íbúðir komi til úthlutunar á Ártúnshöfða.

Miltisbrandur er sjúkdómur sem sýkill að nafni Bacillus anthracis veldur. Það eru einkum grasbítandi dýr sem taka þennan sjúkdóm en menn geta þó af og til sýkst af honum. Sýkillinn getur myndað dvalagró eða spora. Sporarnir geta lifað áratugum saman í jarðvegi, einkum rökum og súrum. Af þessum ástæðum getur miltisbrandur verið alvarlegt vandamál í búfjárrækt. Miltisbrandur er þekktur sjúkdómur um heim allan frá fornu fari.

Talið er að miltisbrands hafi fyrst orðið vart á Íslandi árið 1865 eða 1866 en árið áður hófst innflutningur á ósútuðum, hertum húðum sem áttu uppruna í Afríku. Sjúkdómsins varð síðar vart af og til og olli hann talsverðum búsifjum og einnig manntjóni á Suður- og Vesturlandi. Hræ voru urðuð en kortlagning slíkra miltisbrandsgrafa hófst ekki fyrr en á þessari öld og hafa vel á annað hundrað nú verið skráðar. 

Í desember árið 2004 kom upp miltisbrandur í fjórum hrossum sem höfðu haldið til við eyðibýlið Sjónarhól á Vatnsleysuströnd. Þrjú þeirra létust úr sjúkdómnum og því fjórða var lógað og voru hræin brennd til varnar frekara smiti. 

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár