Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Miltisbrandsgrafir mögulega í Keldnalandi

Um­hverf­is­stofn­un hafa borist upp­lýs­ing­ar um að eina eða fleiri milt­is­brands­graf­ir sé að finna í Keldna­landi þar sem Reykja­vík­ur­borg áform­ar nýtt íbúða­hverfi.

Miltisbrandsgrafir mögulega í Keldnalandi
Býli frá fornu fari Keldur voru lengst af bújörð en á fimmta áratug síðustu aldar keypti ríkið jörðina og byggð var upp rannsóknarstöð í meinafræðum. Mynd: Af vef Reykjavíkurborgar

Sérstakrar varúðar þarf að gæta við áformaða uppbyggingu íbúðahverfis í Keldnalandi við Grafarvog því grunur leikur á að þar sé miltisbrandsgrafir að finna. Í umsögn Umhverfisstofnunar um breytingartillögu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna byggingaráformanna kemur fram að stofnuninni hafi borist upplýsingar um að miltisbrandsgrafir séu mögulega staðsettar í Keldnalandi. 

„Því er mikilvægt að þessir þættir séu skoðaðir vandlega við vinnslu tillögunnar og gætt sé varúðar“
Úr umsögn Umhverfisstofnunar

Umhverfisstofnun bendir á að samkvæmt reglugerð um mengaðan jarðveg sé stofnunin að vinna í gerð gagnagrunns yfir menguð svæði eða svæði þar sem grunur er um mengun. Stofnunin bendir á að samkvæmt reglugerðinni skulu sveitarfélög taka mið af þessari skrá við gerð skipulags. „Því er mikilvægt að þessir þættir séu skoðaðir vandlega við vinnslu tillögunnar og gætt sé varúðar.“

Reykjavíkurborg fyrirhugar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 varðandi landnotkun og þróun byggðar í landi Keldna og nágrenni í samræmi við samþykkt borgarstjórnar í september síðastliðnum. 

Keldnaland á að verða „vel tengt borgarhverfi, skipulagt með vistvænar samgöngur og gott aðgengi að grænum svæðum að leiðarljósi“, líkt og segir í skipulagsgögnum. Um stórt þróunarsvæði er að ræða, þar sem gert er ráð fyrir íbúðahverfum með 2–3 grunnskólum og allri nærþjónustu auk almenns atvinnuhúsnæðis. Uppbygging á Keldnalandi hefur verið áformuð um áratuga skeið, en landið er í eigu ríkisins frá gamalli tíð. 

Efnt var til hugmyndasamkeppni um skipulag á svæðinu á síðasta ári. Niðurstöður hennar lágu fyrir nú á haustdögum og var tillaga FOJAB arkitekta, ásamt Ramböll, hlutskörpust. Markmið borgarinnar er að í landi Keldna rísi „vistvæn, fjölbreytt og félagslega sjálfbær hverfi“ sem myndi sterk tengsl við þau hverfi sem fyrir eru í Grafarvogi og aðra borgarhluta. Fyrirhuguð lega Borgarlínu um svæðið er sögð lykilforsenda þess að hægt verði að byggja upp ný borgarhverfi á svæðinu „á vistvænan og hagkvæman hátt“. 

Í Húsnæðisáætlun Reykjavíkur 2024–2033 er gert ráð fyrir að um 2.400 íbúðir komi til úthlutunar í landi Keldna á tímabili áætlunar. Til samanburðar er gert ráð fyrir að um 4.300 íbúðir komi til úthlutunar á Ártúnshöfða.

Miltisbrandur er sjúkdómur sem sýkill að nafni Bacillus anthracis veldur. Það eru einkum grasbítandi dýr sem taka þennan sjúkdóm en menn geta þó af og til sýkst af honum. Sýkillinn getur myndað dvalagró eða spora. Sporarnir geta lifað áratugum saman í jarðvegi, einkum rökum og súrum. Af þessum ástæðum getur miltisbrandur verið alvarlegt vandamál í búfjárrækt. Miltisbrandur er þekktur sjúkdómur um heim allan frá fornu fari.

Talið er að miltisbrands hafi fyrst orðið vart á Íslandi árið 1865 eða 1866 en árið áður hófst innflutningur á ósútuðum, hertum húðum sem áttu uppruna í Afríku. Sjúkdómsins varð síðar vart af og til og olli hann talsverðum búsifjum og einnig manntjóni á Suður- og Vesturlandi. Hræ voru urðuð en kortlagning slíkra miltisbrandsgrafa hófst ekki fyrr en á þessari öld og hafa vel á annað hundrað nú verið skráðar. 

Í desember árið 2004 kom upp miltisbrandur í fjórum hrossum sem höfðu haldið til við eyðibýlið Sjónarhól á Vatnsleysuströnd. Þrjú þeirra létust úr sjúkdómnum og því fjórða var lógað og voru hræin brennd til varnar frekara smiti. 

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Pörusteikin skemmtilegasti jólamaturinn
4
Matur

Pöru­steik­in skemmti­leg­asti jóla­mat­ur­inn

Karl Roth Karls­son kokk­ur starfar á Fisk­fé­lag­inu sem hann seg­ir lengi hafa ver­ið draumastað­inn. Hann hef­ur starf­að lengst á Mat­ar­kjall­ar­an­um, en einnig á Von, Humar­hús­inu, Sjáv­ar­grill­inu og svo er­lend­is. Hann var fljót­ur til svars þeg­ar hann var spurð­ur hver væri upp­á­hald­sjó­la­mat­ur­inn. Það er pöru­steik­in þó svo að hann hafi ekki al­ist upp við hana á jól­um. Karl gef­ur upp­skrift­ir að pöru­steik og sósu ásamt rauð­káli og Waldorfs-sal­ati.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár