Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Miltisbrandsgrafir mögulega í Keldnalandi

Um­hverf­is­stofn­un hafa borist upp­lýs­ing­ar um að eina eða fleiri milt­is­brands­graf­ir sé að finna í Keldna­landi þar sem Reykja­vík­ur­borg áform­ar nýtt íbúða­hverfi.

Miltisbrandsgrafir mögulega í Keldnalandi
Býli frá fornu fari Keldur voru lengst af bújörð en á fimmta áratug síðustu aldar keypti ríkið jörðina og byggð var upp rannsóknarstöð í meinafræðum. Mynd: Af vef Reykjavíkurborgar

Sérstakrar varúðar þarf að gæta við áformaða uppbyggingu íbúðahverfis í Keldnalandi við Grafarvog því grunur leikur á að þar sé miltisbrandsgrafir að finna. Í umsögn Umhverfisstofnunar um breytingartillögu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna byggingaráformanna kemur fram að stofnuninni hafi borist upplýsingar um að miltisbrandsgrafir séu mögulega staðsettar í Keldnalandi. 

„Því er mikilvægt að þessir þættir séu skoðaðir vandlega við vinnslu tillögunnar og gætt sé varúðar“
Úr umsögn Umhverfisstofnunar

Umhverfisstofnun bendir á að samkvæmt reglugerð um mengaðan jarðveg sé stofnunin að vinna í gerð gagnagrunns yfir menguð svæði eða svæði þar sem grunur er um mengun. Stofnunin bendir á að samkvæmt reglugerðinni skulu sveitarfélög taka mið af þessari skrá við gerð skipulags. „Því er mikilvægt að þessir þættir séu skoðaðir vandlega við vinnslu tillögunnar og gætt sé varúðar.“

Reykjavíkurborg fyrirhugar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 varðandi landnotkun og þróun byggðar í landi Keldna og nágrenni í samræmi við samþykkt borgarstjórnar í september síðastliðnum. 

Keldnaland á að verða „vel tengt borgarhverfi, skipulagt með vistvænar samgöngur og gott aðgengi að grænum svæðum að leiðarljósi“, líkt og segir í skipulagsgögnum. Um stórt þróunarsvæði er að ræða, þar sem gert er ráð fyrir íbúðahverfum með 2–3 grunnskólum og allri nærþjónustu auk almenns atvinnuhúsnæðis. Uppbygging á Keldnalandi hefur verið áformuð um áratuga skeið, en landið er í eigu ríkisins frá gamalli tíð. 

Efnt var til hugmyndasamkeppni um skipulag á svæðinu á síðasta ári. Niðurstöður hennar lágu fyrir nú á haustdögum og var tillaga FOJAB arkitekta, ásamt Ramböll, hlutskörpust. Markmið borgarinnar er að í landi Keldna rísi „vistvæn, fjölbreytt og félagslega sjálfbær hverfi“ sem myndi sterk tengsl við þau hverfi sem fyrir eru í Grafarvogi og aðra borgarhluta. Fyrirhuguð lega Borgarlínu um svæðið er sögð lykilforsenda þess að hægt verði að byggja upp ný borgarhverfi á svæðinu „á vistvænan og hagkvæman hátt“. 

Í Húsnæðisáætlun Reykjavíkur 2024–2033 er gert ráð fyrir að um 2.400 íbúðir komi til úthlutunar í landi Keldna á tímabili áætlunar. Til samanburðar er gert ráð fyrir að um 4.300 íbúðir komi til úthlutunar á Ártúnshöfða.

Miltisbrandur er sjúkdómur sem sýkill að nafni Bacillus anthracis veldur. Það eru einkum grasbítandi dýr sem taka þennan sjúkdóm en menn geta þó af og til sýkst af honum. Sýkillinn getur myndað dvalagró eða spora. Sporarnir geta lifað áratugum saman í jarðvegi, einkum rökum og súrum. Af þessum ástæðum getur miltisbrandur verið alvarlegt vandamál í búfjárrækt. Miltisbrandur er þekktur sjúkdómur um heim allan frá fornu fari.

Talið er að miltisbrands hafi fyrst orðið vart á Íslandi árið 1865 eða 1866 en árið áður hófst innflutningur á ósútuðum, hertum húðum sem áttu uppruna í Afríku. Sjúkdómsins varð síðar vart af og til og olli hann talsverðum búsifjum og einnig manntjóni á Suður- og Vesturlandi. Hræ voru urðuð en kortlagning slíkra miltisbrandsgrafa hófst ekki fyrr en á þessari öld og hafa vel á annað hundrað nú verið skráðar. 

Í desember árið 2004 kom upp miltisbrandur í fjórum hrossum sem höfðu haldið til við eyðibýlið Sjónarhól á Vatnsleysuströnd. Þrjú þeirra létust úr sjúkdómnum og því fjórða var lógað og voru hræin brennd til varnar frekara smiti. 

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár