Múffa
Jónas Reynir skapar draumkennda stemningu í íslenskum smábæ í stuttri sögu sem maður er þó töluverðan tíma að melta. En samt vill maður fá aðeins meira, bókin er ekki nóg – stundum líður manni eins og þetta sé uppkast að einhverju miklu meira.
Þetta byrjar um nóttu. Markús situr í tölvunni, lætur sig dreyma um japanskan poppkúltúr og opnar gluggann til að gefa flækingshundi að borða. „Á nóttunni líður tíminn hægar. Allt er stillt, enginn ætlast til neins af neinum,“ eru fyrstu línur bókarinnar. Þetta er bók um nægjusamt fólk, metnaðarlaust hreinlega, í heimi þar sem allir eiga að vera að meika það. „Næturnar eru svalar en herbergið er alltaf hlýtt.“ Með öðrum orðum, til hvers að fara út í þennan kalda heim?
Lífið ekki til
Markús er vel að merkja ekki unglingspiltur, eins og halda mætti á lýsingunni – hann er 33 ára og Bjössi faðir hans og Alma stjúpmóðir búa í þessu sama húsi og halda honum að mestu uppi. Hann vinnur í kirkjugarðinum á sumrin og tekur stöku vaktir í Bónus, en annars er hann atvinnulaus – hreinlega af því hann hefur engan áhuga á að gera meira við líf …
Athugasemdir