Innborgun á íbúð fjarlægur draumur

Ung tveggja barna móð­ir sem nem­ur leik­skóla­kenn­ara­fræði við Há­skóla Ís­lands seg­ist ekki sjá fyr­ir sér að hún og mað­ur henn­ar nái að safna sér fyr­ir út­borg­un í íbúð í ná­inni fram­tíð, en þau búa á stúd­enta­görð­um. Hekla Bald­urs­dótt­ir seg­ir að staða fjöl­skyld­unn­ar á hús­næð­is­mark­aði valdi sér ekki mikl­um áhyggj­um. „Kannski af því að það eru all­ir í svip­aðri stöðu í kring­um mig.“

Innborgun á íbúð fjarlægur draumur
Fasteignamál Hekla Baldursdóttir er í fæðingarorlofi, en fjölskyldan býr á stúdentagörðum. Hún á ekki von á því að geta fengið stuðning við að kaupa íbúð þegar námi lýkur og segist ekki kippa sér mikið upp við það.Kannski þar sem flestir sem hún þekki séu í svipaðri stöðu. Mynd: Golli

Hekla Baldursdóttir býr ásamt manni sínum og tveimur ungum drengjum á stúdentagörðum við Háskóla Íslands. Hún hefur verið að læra leikskólakennarafræði en er um þessar mundir í fæðingarorlofi.

Heimildin tók hana tali um húsnæðismarkaðinn og hvernig hún sér fyrir sér að húsnæðismál fjölskyldunnar þróist á næstu árum. Hekla, sem er 25 ára gömul, segir að þrátt fyrir að þau leigi á stúdentagörðum sé leigan ekkert lág, allavega ekki fyrir fólk sem er á fæðingarstyrk námsmanna í fæðingarorlofi. Maður hennar starfar sem ófaglærður kokkur á veitingastað.

„Það er ekkert hlaupið að því að leggja til hliðar eins og er, það er frekar öfugt, ég skulda orðið svolítið mikið. Ég vonast til að þetta muni eitthvað lagast þegar ég fer að vinna,“ segir Hekla við blaðamann og á þá við að hægt verði að grynnka á skuldunum, sem safnast hafa upp í fæðingarorlofunum tveimur. 

„Ég sé ekki fyrir mér að geta lagt …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Um hvað er kosið?

Fyllist „rosalegum vanmætti“ yfir fasteignamarkaðinum
ViðtalUm hvað er kosið?

Fyll­ist „rosa­leg­um van­mætti“ yf­ir fast­eigna­mark­að­in­um

Ein­stæð­ur fað­ir á fer­tugs­aldri seg­ir að hon­um líði eins og hann þyrfti að vinna í lottó til að geta keypt litla íbúð í ná­grenni við barn­s­móð­ur sína og leik­skóla dótt­ur­inn­ar í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur. Í dag er Ragn­ar Ág­úst Nathana­els­son á stúd­enta­görð­um í Vatns­mýr­inni en þeg­ar nám­inu lýk­ur virð­ist blasa við hon­um frem­ur erf­ið staða.
Á húsnæðismarkaði skiptir miklu hverra manna þú ert
GreiningUm hvað er kosið?

Á hús­næð­is­mark­aði skipt­ir miklu hverra manna þú ert

Staða hús­næð­is­mála er allt önn­ur en hún var þeg­ar síð­ast var kos­ið til Al­þing­is. Vext­ir eru miklu hærri, hús­næð­isverð hef­ur hækk­að mik­ið og leið fyrstu kaup­enda inn á hús­næð­is­mark­að­inn, alla­vega á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, er ansi grýtt, nema hægt sé að treysta á væn­an fjár­hags­stuðn­ing frá for­eldr­um eða öðr­um.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár