Hekla Baldursdóttir býr ásamt manni sínum og tveimur ungum drengjum á stúdentagörðum við Háskóla Íslands. Hún hefur verið að læra leikskólakennarafræði en er um þessar mundir í fæðingarorlofi.
Heimildin tók hana tali um húsnæðismarkaðinn og hvernig hún sér fyrir sér að húsnæðismál fjölskyldunnar þróist á næstu árum. Hekla, sem er 25 ára gömul, segir að þrátt fyrir að þau leigi á stúdentagörðum sé leigan ekkert lág, allavega ekki fyrir fólk sem er á fæðingarstyrk námsmanna í fæðingarorlofi. Maður hennar starfar sem ófaglærður kokkur á veitingastað.
„Það er ekkert hlaupið að því að leggja til hliðar eins og er, það er frekar öfugt, ég skulda orðið svolítið mikið. Ég vonast til að þetta muni eitthvað lagast þegar ég fer að vinna,“ segir Hekla við blaðamann og á þá við að hægt verði að grynnka á skuldunum, sem safnast hafa upp í fæðingarorlofunum tveimur.
„Ég sé ekki fyrir mér að geta lagt …
Athugasemdir