Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sigur Lenyu afgerandi en tæpt hjá Þórhildi Sunnu

Tíu at­kvæð­um mun­aði á Þór­hildi Sunnu Æv­ars­dótt­ur og Gísla Rafni Ól­afs­syni þing­mönn­um Pírata í fyrsta sæti á lista í Suð­vest­ur­kjör­dæmi í próf­kjöri flokks­ins sem lauk í gær. Vara­þing­mað­ur­inn Lenya Rún Taha Karim fékk 49 at­kvæð­um fleiri en Björn Leví Gunn­ars­son í fyrsta sæt­ið í Reykja­vík.

Sigur Lenyu afgerandi en tæpt hjá Þórhildi Sunnu

Lenya Rún Taha Karim, varaþingkona Pírata, stóð uppi sem afgerandi sigurvegari í prófkjöri Pírata sem lauk í gær. Hún fékk 1.094 atkvæði í heild og var eini frambjóðandinn sem fékk meira en þúsund atkvæði. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, fékk 959 atkvæði en 49 atkvæði skildu þau að í baráttunni um oddvitasætið.

OddvitiLenya Rún leiðir Pírata í næstu kosningum í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Hún fékk flest atkvæði allra sem tóku þátt.

Prófkjörið var fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin og munu Lenya og Björn Leví því leiða sitthvort kjördæmið. 

Halldóra Mogensen, sem var oddviti í Reykjavík fyrir síðustu kosningar og vildi halda því sæti nú, fékk ekki nema 213 atkvæði í fyrsta sæti prófkjörsins og 173 í það annað. Hún bar þó sigur úr bítum í baráttunni við Andrés Inga Jónsson þingmann sem líka vildi leiða listann. Hann fékk 172 atkvæði í fyrsta sæti en 197 atkvæði í …

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Þetta vefst ekki fyrir henni Þórhildi Sunnu,kallar bara saman stjórnarfund og breitir niður stöðu kosninganna afturvirt,er Sunnan að gjalda fyrirfrumhlaupið í stjórnarkjörinnu?
    -4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár