Tekur upp á gamla mátann

Tón­listar­fólk víða að úr heim­in­um sæk­ir nú í aukn­um mæli í að taka upp tónlist í hljóð­ver­inu Studio Si­lo í Stöðv­ar­firði og feta með því með­al ann­ars í fót­spor hljóm­sveit­ar­inn­ar Hjálma og tón­listar­fólks­ins Ás­geirs Trausta og JF­DR. Í hljóð­ver­inu býðst fólki til dæm­is að taka upp beint á seg­ul­band.

Tekur upp á gamla mátann
Friður og náttúra heilla KK spilaði í opnunarpartýi hljóðvers hjónanna Vinny Woods og Unu Bjarkar Sigurðardóttur í Stöðvarfirði. Vinny segir að tónlistarfólkið sem taki upp tónlist hjá þeim sæki í rólegheitin og náttúruna.

Hjónin Vinny Woods og Una Björk Sigurðardóttir fluttu frá Írlandi til Stöðvarfjarðar fyrir 10 árum og settu í kjölfarið upp hljóðverið Studio Silo í Sköpunarmiðstöðinni þar í bæ. Fyrstu fimm árin eftir að þau fluttu austur fóru í undirbúning og smíði á hljóðverinu en frá opnun, eða síðastliðin fimm ár hefur starfsemin blómstrað og þykir eftirsóknarvert að taka upp plötur hjá þeim hjónum. Þau fengu sérstakan hönnuð við gerð hljóðversins á sínum tíma og í dag nota þau sjaldgæfa aðferð við upptökur.

Pökkuðu græjunum í gamlan bíl og óku af stað 

Vinny segir að fljótlega eftir að þau opnuðu hafi heimsfaraldur skollið á og í kjölfarið hafi tekið við rólegur tími. En hann segir að upp á síðkastið hafi verið nóg að gera og að þau uni sér vel í fámenninu fyrir austan.

„Við ákváðum að taka slaginn“
Vinny Woods
sem flutti ásamt Unu Björk Sigurðardóttur frá Írlandi til Íslands til að opna hljóðver í Stöðvarfirði

„Þetta byrjaði allt þannig að ég var að leita mér að stað eða staðsetningu þar sem ég gæti byggt alvöru hljóðver en ég hafði verið að reka hljóðver í bílskúrum og í húsinu mínu heima á Írlandi.

Við komumst í samband við fólk sem tengdist Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði sem buðu okkur að setja upp hljóðver þar og var fyrirkomulagið ansi aðlaðandi, þar sem við þurftum ekki að borga leigu og máttum taka allan þann tíma sem við þurftum til að setja þetta upp. Við ákváðum að taka slaginn, pökkuðum alls konar græjum í gamla Volkswageninn okkar og keyrðum af stað.“ segir Vinny og hlær.

Fluttu frá Írlandi til að opna hljóðver á ÍslandiVinny og Una Björk ákváðu að freista gæfunnar í Stöðvarfirði

Sennilega afskekktasta hljóðverið á Íslandi

Að sögn Vinny var það hljómsveitin Hjálmar sem reið á vaðið við að taka upp í hljóðverinu þeirra. Hann segir að það séu fleiri íslenskir tónlistarmenn sem nýti sér aðstöðuna fyrir austan en þó sé greinilegt að orðið um hljóðverið í afskekktum firði á Íslandi sé að breiðast út erlendis. „Ásgeir Trausti tók upp efni hérna hjá okkur og líka Jófríður, eða JFDR eins og hún kallar sig. Það er meira um íslenska listamenn hérna hjá okkur, en það er þó að aukast að erlend bönd bóki tíma hér í hljóðverinu. Julia Jacklin kom til dæmis hingað alla leið frá Ástralíu og við erum að taka á móti tveimur aðilum frá Bandaríkjunum fljótlega, Salami Rose Joe Louis og hljómsveitinni Flanafi. Erlendir aðilar geta fengið 25% af kostnaðinum við að hljóðrita tónlist á Íslandi endurgreiddan og það munar auðvitað um það og trekkir það að. Ég held að okkur hafi tekist að byggja upp fallegt hljóðver hér, verðlagningin okkar er sanngjörn, en ef við værum nær Reykjavík þá myndu mun fleiri koma til okkar.

Menn og málleysingjar njóta kyrrðarinnar Friður og ró er yfir og allt um kring í hljóðverinu í Stöðvarfirði.

En þau sem koma, þau eru að sækjast í rólegheitin, náttúruna og að vera afskekkt í einhvern tíma, þetta er jú sennilega afskekktasta hljóðverið hér á landi. Maður finnur það líka á þeim sem eru í gestavinnustofunni hérna í Sköpunarmiðstöðinni, þau sækjast líka í þessa sömu þætti,“ segir Vinny. 

Vilja halda fleiri tónleika 

Vinny er sjálfur afar hrifinn af kyrrðinni fyrir austan. Hann segist í raun aldrei hafa búið í borg, ekki heldur heima á Írlandi og því hafi aðlögunin í Stöðvarfirði verið auðveldari. Gestavinnustofan sem Vinny minnist á er á vegum Sköpunarmiðstöðvarinnar og er einnig vinsæl.

„Greinilegt að orðið um hljóðverið í afskekktum firði á Íslandi sé að breiðast út erlendis“

Bæði Studio Silo og Sköpunarmiðstöðin hafa fengið styrki í gegnum tíðina til að starfsemin geti staðið undir kostnaði og segir Vinny það afar nauðsynlegt fyrir starfsemina, sér í lagi fyrir Sköpunarmiðstöðina, sem sé ekki rekin í hagnaðarskyni. Hann segir að fjölmargir listamenn komi ár hvert í gestavinnustofuna og að þau sem hafi áhuga og þekkingu á hljóðfærum geti nýtt sér aðstöðuna í hljóðverinu. „Stundum eru yfir tíu listamenn í einu sem dvelja hér í allt að mánuð í senn og þau geta fengið að nota hljóðverið, það myndast hér mjög skemmtileg samvinna. Stundum höfum við tónleika hérna hjá okkur, þetta er stórt og mikið rými, Sköpunarmiðstöðin, yfir 3000 fermetrar, og hér er tónleikasalur. Það hefur reyndar farið lítið fyrir því að undanförnu, en það er þó eitthvað sem við myndum vilja gera meira af.

Góð gamaldags aðferð 

Vinny segir að fólk sækist mest í að taka beint upp á segulband í hljóðverinu. Þetta er aðferð sem er ekki mikið notuð í dag, þetta er gamaldags aðferð, en við bjóðum upp á þetta og fjölmargir listamenn vilja fá efni sitt svona, í stað þess að upptakan fari bara beint inn á tölvu. Svo erum við líka með aðstöðu til að setja efnið strax á plötu. Við getum búið til um 20 til 30 eintök af plötum hérna hjá okkur með tæki sem við smíðuðum sjálf og það er líka eitthvað sem fólk sækist í. Við gerðum þetta til að mynda fyrir Julie Jacklund og vakti það mikla lukku, enda er það sérstök upplifun að fá plöturnar bara strax frá sama stað og þú tókst efnið upp. Þannig að það er þetta tvennt, segulbandið og plötugerðin sem er eitthvað sem gerir okkur nokkuð einstök, svo ekki sé minnst á náttúrufegurðina og kyrrðina hér allt í kring,“ segir Vinny stoltur að lokum.

Umfjöllunin er unnin í samstafi við Úr Vör 

 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Innborgun á íbúð fjarlægur draumur
3
ViðtalUm hvað er kosið?

Inn­borg­un á íbúð fjar­læg­ur draum­ur

Ung tveggja barna móð­ir sem nem­ur leik­skóla­kenn­ara­fræði við Há­skóla Ís­lands seg­ist ekki sjá fyr­ir sér að hún og mað­ur henn­ar nái að safna sér fyr­ir út­borg­un í íbúð í ná­inni fram­tíð, en þau búa á stúd­enta­görð­um. Hekla Bald­urs­dótt­ir seg­ir að staða fjöl­skyld­unn­ar á hús­næð­is­mark­aði valdi sér ekki mikl­um áhyggj­um. „Kannski af því að það eru all­ir í svip­aðri stöðu í kring­um mig.“
Byggjum við af gæðum?
5
ViðtalUm hvað er kosið?

Byggj­um við af gæð­um?

Vinna við yf­ir­stand­andi rann­sókn á gæð­um nýrra hverfa sem byggð­ust upp hér­lend­is frá 2015 til 2019 gef­ur til kynna að sam­göngu­teng­ing­ar og að­gengi að nær­þjón­ustu á þess­um nýju bú­setu­svæð­um sé í fæst­um til­vik­um eins og best verð­ur á kos­ið. Ás­dís Hlökk Theo­dórs­dótt­ir skipu­lags­fræð­ing­ur von­ast eft­ir um­ræðu um gæði byggð­ar, en ekki bara magn­töl­ur íbúð­arein­inga, fram að kosn­ing­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár