Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þórdís Kolbrún segist tilbúin að verða formaður Sjálfstæðisflokksins

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir seg­ist til­bú­in að taka við for­ystu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Nú fer fram síð­asti fund­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar í nú­ver­andi mynd. Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son var harð­orð­ur í garð Vinstri grænna á leið inn á fund­inn.

Þórdís Kolbrún segist tilbúin að verða formaður Sjálfstæðisflokksins

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að hún sé tilbúin í það verkefni að verða næsti formaður flokksins. „Ég er tilbúin í það verkefni,“ sagði hún á leið sinni inn á ríkisstjórnarfund fyrir stundu. Það sé í höndum sjálfstæðismanna að velja sér forystu. Taka þurfi þó eitt skref í einu. 

„Við erum á þessum fundi að afgreiða formsatriði sem skipta máli. Förum í gegnum það og svo höldum við áfram,“ sagði hún um fundinn. Hún hefur ekki áhyggjur af brotthvarfi eins samstarfsflokksins. Starfsstjórnin sé fullfæra um að halda utan um verkefnin fram að kosningum án aðildar ráðherra Vinstri grænna. 

Fyrr í dag var tilkynnt að Þórdís Kolbrún sæktist eftir öðru sæti í Suðvesturkjördæmi, í stað þess að bjóða sig fram í Norðvesturkjördæmi – líkt og hún hefur gert frá árinu 2007. Þar segir Þórdís Kolbrún að hún sé tilbúin að leiða þegar Bjarni Benediktsson, formaður flokksins og oddviti kjördæmisins, hættir.

„Ég trúi því að í Suðvesturkjördæmi, sem er langfjölmennasta kjördæmið, að þar geti ég gert gagn. Þetta eru sannarlega skilaboð um það líka. Nú erum við á þessum stað að afgreiða formsatriði og einhenda okkur svo í kosningabaráttu.“

Segir hegðun ráðherra VG ábyrgðarlausa

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra, sagði á leið sinni inn á fundinn að nú væri uppi skrítin staða. Það væri með ólíkindum að flokkur skyldi hlaupa frá borði, og átti þar við ráðherra Vinstri grænna, sem hafa sagst ekki ætla að taka þátt í starfsstjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar fram að kosningum. 

„Þetta er nú ekki þannig að ráðherraembætti séu þannig að þegar einhverjum dettur í hug að hann vilji ekki vera á vettvangi af einhverjum ástæðum að hann geti bara yfirgefið ríkisstjórnina. Ef allir myndu gera þetta þá væri landið stjórnlaust. Þetta er með ólíkindum ábyrgðarlaust það sem við höfum séð og við þurfum auðvitað að taka á því,“ sagði Guðlaugur Þór.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Grétar Reynisson skrifaði
    Ég hef fulla trú á því að þessi tiltekni Guðlaugur hafi verið allsgáður þegar hann lét hafa eftir sér það sem hér að ofan er ritað.
    Hann má svo hverfa úr ráðherraembætti núna ef hans aðstæður eða sannfæring krefst þess. Þrælahald er bannað á Íslandi með lögum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
1
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
4
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár