Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Þórdís Kolbrún segist tilbúin að verða formaður Sjálfstæðisflokksins

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir seg­ist til­bú­in að taka við for­ystu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Nú fer fram síð­asti fund­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar í nú­ver­andi mynd. Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son var harð­orð­ur í garð Vinstri grænna á leið inn á fund­inn.

Þórdís Kolbrún segist tilbúin að verða formaður Sjálfstæðisflokksins

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að hún sé tilbúin í það verkefni að verða næsti formaður flokksins. „Ég er tilbúin í það verkefni,“ sagði hún á leið sinni inn á ríkisstjórnarfund fyrir stundu. Það sé í höndum sjálfstæðismanna að velja sér forystu. Taka þurfi þó eitt skref í einu. 

„Við erum á þessum fundi að afgreiða formsatriði sem skipta máli. Förum í gegnum það og svo höldum við áfram,“ sagði hún um fundinn. Hún hefur ekki áhyggjur af brotthvarfi eins samstarfsflokksins. Starfsstjórnin sé fullfæra um að halda utan um verkefnin fram að kosningum án aðildar ráðherra Vinstri grænna. 

Fyrr í dag var tilkynnt að Þórdís Kolbrún sæktist eftir öðru sæti í Suðvesturkjördæmi, í stað þess að bjóða sig fram í Norðvesturkjördæmi – líkt og hún hefur gert frá árinu 2007. Þar segir Þórdís Kolbrún að hún sé tilbúin að leiða þegar Bjarni Benediktsson, formaður flokksins og oddviti kjördæmisins, hættir.

„Ég trúi því að í Suðvesturkjördæmi, sem er langfjölmennasta kjördæmið, að þar geti ég gert gagn. Þetta eru sannarlega skilaboð um það líka. Nú erum við á þessum stað að afgreiða formsatriði og einhenda okkur svo í kosningabaráttu.“

Segir hegðun ráðherra VG ábyrgðarlausa

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra, sagði á leið sinni inn á fundinn að nú væri uppi skrítin staða. Það væri með ólíkindum að flokkur skyldi hlaupa frá borði, og átti þar við ráðherra Vinstri grænna, sem hafa sagst ekki ætla að taka þátt í starfsstjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar fram að kosningum. 

„Þetta er nú ekki þannig að ráðherraembætti séu þannig að þegar einhverjum dettur í hug að hann vilji ekki vera á vettvangi af einhverjum ástæðum að hann geti bara yfirgefið ríkisstjórnina. Ef allir myndu gera þetta þá væri landið stjórnlaust. Þetta er með ólíkindum ábyrgðarlaust það sem við höfum séð og við þurfum auðvitað að taka á því,“ sagði Guðlaugur Þór.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Grétar Reynisson skrifaði
    Ég hef fulla trú á því að þessi tiltekni Guðlaugur hafi verið allsgáður þegar hann lét hafa eftir sér það sem hér að ofan er ritað.
    Hann má svo hverfa úr ráðherraembætti núna ef hans aðstæður eða sannfæring krefst þess. Þrælahald er bannað á Íslandi með lögum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár