Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Þórdís Kolbrún segist tilbúin að verða formaður Sjálfstæðisflokksins

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir seg­ist til­bú­in að taka við for­ystu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Nú fer fram síð­asti fund­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar í nú­ver­andi mynd. Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son var harð­orð­ur í garð Vinstri grænna á leið inn á fund­inn.

Þórdís Kolbrún segist tilbúin að verða formaður Sjálfstæðisflokksins

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að hún sé tilbúin í það verkefni að verða næsti formaður flokksins. „Ég er tilbúin í það verkefni,“ sagði hún á leið sinni inn á ríkisstjórnarfund fyrir stundu. Það sé í höndum sjálfstæðismanna að velja sér forystu. Taka þurfi þó eitt skref í einu. 

„Við erum á þessum fundi að afgreiða formsatriði sem skipta máli. Förum í gegnum það og svo höldum við áfram,“ sagði hún um fundinn. Hún hefur ekki áhyggjur af brotthvarfi eins samstarfsflokksins. Starfsstjórnin sé fullfæra um að halda utan um verkefnin fram að kosningum án aðildar ráðherra Vinstri grænna. 

Fyrr í dag var tilkynnt að Þórdís Kolbrún sæktist eftir öðru sæti í Suðvesturkjördæmi, í stað þess að bjóða sig fram í Norðvesturkjördæmi – líkt og hún hefur gert frá árinu 2007. Þar segir Þórdís Kolbrún að hún sé tilbúin að leiða þegar Bjarni Benediktsson, formaður flokksins og oddviti kjördæmisins, hættir.

„Ég trúi því að í Suðvesturkjördæmi, sem er langfjölmennasta kjördæmið, að þar geti ég gert gagn. Þetta eru sannarlega skilaboð um það líka. Nú erum við á þessum stað að afgreiða formsatriði og einhenda okkur svo í kosningabaráttu.“

Segir hegðun ráðherra VG ábyrgðarlausa

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra, sagði á leið sinni inn á fundinn að nú væri uppi skrítin staða. Það væri með ólíkindum að flokkur skyldi hlaupa frá borði, og átti þar við ráðherra Vinstri grænna, sem hafa sagst ekki ætla að taka þátt í starfsstjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar fram að kosningum. 

„Þetta er nú ekki þannig að ráðherraembætti séu þannig að þegar einhverjum dettur í hug að hann vilji ekki vera á vettvangi af einhverjum ástæðum að hann geti bara yfirgefið ríkisstjórnina. Ef allir myndu gera þetta þá væri landið stjórnlaust. Þetta er með ólíkindum ábyrgðarlaust það sem við höfum séð og við þurfum auðvitað að taka á því,“ sagði Guðlaugur Þór.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Grétar Reynisson skrifaði
    Ég hef fulla trú á því að þessi tiltekni Guðlaugur hafi verið allsgáður þegar hann lét hafa eftir sér það sem hér að ofan er ritað.
    Hann má svo hverfa úr ráðherraembætti núna ef hans aðstæður eða sannfæring krefst þess. Þrælahald er bannað á Íslandi með lögum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu