Óskaland
Leikmynd: Börkur Jónsson Búningar: Urður Hákonardóttir Tónlist: Moses Hightower Lýsing: Gunnar Hildimar Halldórsson Hljóð: Þorbjörn Steingrímsson Leikgervi: Guðbjörg Ívarsdóttir Þýðing: Ingunn Snædal
Eitt afskaplega venjulegt kvöld tilkynnir Nanna að hún vilji skilnað frá Villa eftir fimmtíu ára hjónaband, hann samþykkir möglunarlaust. Óskaland eftir Bess Wohl var frumsýnt í Borgarleikhúsinu nýlega og fjallar um feluleiki og fyrir fram gefnar hugmyndir um fólk en aðallega um fjölskyldu á tímamótum.
Leikrit eftir hina bandarísku Wohl hafa ekki ratað upp á leiksvið Íslands áður en hún hefur vakið ágæta lukku í heimalandinu. Í Óskalandi setur höfundur millistéttarfjölskylduna undir smásjá og sneiðir stundum alveg inn að sálartetrinu með skarpri greiningu á kynslóðagjánni, samskiptaörðugleikum og hversdagsleikanum. Wohl er kannski ekki að finna upp hjólið þegar kemur að uppbyggingu sögunnar en þess þarf ekki alltaf. Þýðing Ingunnar Snædal situr vel í munni leikara og er sæmilega staðfærð, þó fangar þýðingin á titlinum ekki margræðnina sem felst í Grand Horzon.
Vann sína vinnu og glataði sjálfum sér
Villi er þessi týpíski karlmaður sem fæddist um miðja síðustu öld sem gerði …
Athugasemdir