Ungu Framsóknarfólki blöskrar ákvörðun formanns Sjálfstæðisflokksins um að slíta ríkisstjórnarsamstarfi á þessum tímapunkti og leitast við að ganga til kosninga í nóvember. Okkur þykir þetta heigulsháttur, þetta er gert með hagsmuni hans flokks í huga umfram hagsmuni þjóðarinnar.“ Svo segir í ályktun stjórnar Sambands ungra Framsóknarmanna sem samþykkt var eftir blaðamannafund Bjarna Benediktssonar í stjórnarráðinu þar sem hann tilkynnti að hann greindi frá því að stjórnarsamstarfinu yrði slitið.
Þar segir einnig að það sé stór ákvörðun að gefa kost á sér til þess að vera málsvari kjósenda í fjögur ár á þingi og að henni fylgi mikil ábyrgð. „Hvað þá þegar fólki hlotnast sá heiður að taka þátt í ríkisstjórn þar sem þau hafa frekara tækifæri til þess að móta framtíð þjóðarinnar. Það er sorglegt að forsætisráðherra og samflokksfólk hans taki þeirri ábyrgð ekki alvarlegar en raun ber vitni.“ Slit á ríkisstjórnarsamstarfi ætti að vera neyðarventill sem notaður sé þegar …
Athugasemdir