Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tugmilljónir í húfi fyrir stjórnina að kjósa ekki strax

Út­lit er fyr­ir að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir verði af meira en 170 millj­ón­um króna tóri sam­starf þeirra ekki fram yf­ir ára­mót. Greiðsl­ur úr rík­is­sjóði upp á 622 millj­ón­ir skipt­ast á milli flokka eft­ir at­kvæða­fjölda í kosn­ing­um. Stuðn­ing­ur við stjórn­ar­flokk­ana þrjá hef­ur hrun­ið og það gæti stað­an á banka­reikn­ing­um þeirra líka gert.

Tugmilljónir í húfi fyrir stjórnina að kjósa ekki strax
Tveir í tapi Vinstriheyfing Svandísar Svavarsdóttur og Framsóknarflokkur Sigurðar Inga Jóhannsonar hafa skilað tapi síðustu ár á meðan Sjálfstæðisflokkur Bjarna hefur grætt meira en hálfan milljarð á þéttingu byggðar í Reykjavík. Mynd: Davíð Þór

Tugir milljóna eru í húfi fyrir ríkisstjórnarflokkana þrjá, Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk og Vinstri græn, lifi ríkisstjórnin ekki fram á nýtt ár. Greiðslur til þeirra úr ríkissjóði miðast við fylgi í síðustu kosningum. Fylgi allra þriggja flokkanna hefur hrunið á síðustu misserum, samkvæmt skoðanakönnunum, og eiga þeir mikið undir því að ekki verði kosið fyrr en styrkirnir eru greiddir 25. janúar næstkomandi.

Samtals fá Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn 361 milljón króna úr ríkissjóði í ár. Það er rétt rúmlega helmingur þeirra 692 milljóna sem flokkarnir ákváðu að ríkið skyldi styrkja stjórnmálaflokka á árinu. Sjálfstæðisflokkurinn fær mest, 158 milljónir, Framsókn næstmest, 115 milljónir og Vinstri græn þar á eftir, 87 milljónir. 

Bíða eftir 324 milljónum

Framlög til stjórnmálaflokka verða að líkindum rúmar 622 milljónir króna á næsta ári, miðað við framlagt fjárlagafrumvarp fyrir 2025. Verði frumvarpið samþykkt í óbreyttri mynd geta stjórnarflokkarnir þrír gert ráð fyrir samtals 324 milljónum króna inn á …

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Peik Bjarnason skrifaði
    Smá um Íslenska tungu. Hefði ekki verið eðlilegra að segja í fyrirsögninni "Tugmilljónir í húfi fyrir stjórnina að kjósa strax"? Þegar eitthvað er í "húfi" þá er það í hættu.
    0
  • MM
    Markus Moller skrifaði
    Haldið þið virkilega að SFL búist við 12% og VG við 3%?
    0
  • GEJ
    Gudmundur Eyjólfur Jóelsson skrifaði
    Spilling? nei nei enginn spilling.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár