Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Tugmilljónir í húfi fyrir stjórnina að kjósa ekki strax

Út­lit er fyr­ir að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir verði af meira en 170 millj­ón­um króna tóri sam­starf þeirra ekki fram yf­ir ára­mót. Greiðsl­ur úr rík­is­sjóði upp á 622 millj­ón­ir skipt­ast á milli flokka eft­ir at­kvæða­fjölda í kosn­ing­um. Stuðn­ing­ur við stjórn­ar­flokk­ana þrjá hef­ur hrun­ið og það gæti stað­an á banka­reikn­ing­um þeirra líka gert.

Tugmilljónir í húfi fyrir stjórnina að kjósa ekki strax
Tveir í tapi Vinstriheyfing Svandísar Svavarsdóttur og Framsóknarflokkur Sigurðar Inga Jóhannsonar hafa skilað tapi síðustu ár á meðan Sjálfstæðisflokkur Bjarna hefur grætt meira en hálfan milljarð á þéttingu byggðar í Reykjavík. Mynd: Davíð Þór

Tugir milljóna eru í húfi fyrir ríkisstjórnarflokkana þrjá, Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk og Vinstri græn, lifi ríkisstjórnin ekki fram á nýtt ár. Greiðslur til þeirra úr ríkissjóði miðast við fylgi í síðustu kosningum. Fylgi allra þriggja flokkanna hefur hrunið á síðustu misserum, samkvæmt skoðanakönnunum, og eiga þeir mikið undir því að ekki verði kosið fyrr en styrkirnir eru greiddir 25. janúar næstkomandi.

Samtals fá Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn 361 milljón króna úr ríkissjóði í ár. Það er rétt rúmlega helmingur þeirra 692 milljóna sem flokkarnir ákváðu að ríkið skyldi styrkja stjórnmálaflokka á árinu. Sjálfstæðisflokkurinn fær mest, 158 milljónir, Framsókn næstmest, 115 milljónir og Vinstri græn þar á eftir, 87 milljónir. 

Bíða eftir 324 milljónum

Framlög til stjórnmálaflokka verða að líkindum rúmar 622 milljónir króna á næsta ári, miðað við framlagt fjárlagafrumvarp fyrir 2025. Verði frumvarpið samþykkt í óbreyttri mynd geta stjórnarflokkarnir þrír gert ráð fyrir samtals 324 milljónum króna inn á …

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Peik Bjarnason skrifaði
    Smá um Íslenska tungu. Hefði ekki verið eðlilegra að segja í fyrirsögninni "Tugmilljónir í húfi fyrir stjórnina að kjósa strax"? Þegar eitthvað er í "húfi" þá er það í hættu.
    0
  • MM
    Markus Moller skrifaði
    Haldið þið virkilega að SFL búist við 12% og VG við 3%?
    0
  • GEJ
    Gudmundur Eyjólfur Jóelsson skrifaði
    Spilling? nei nei enginn spilling.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár