Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tugmilljónir í húfi fyrir stjórnina að kjósa ekki strax

Út­lit er fyr­ir að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir verði af meira en 170 millj­ón­um króna tóri sam­starf þeirra ekki fram yf­ir ára­mót. Greiðsl­ur úr rík­is­sjóði upp á 622 millj­ón­ir skipt­ast á milli flokka eft­ir at­kvæða­fjölda í kosn­ing­um. Stuðn­ing­ur við stjórn­ar­flokk­ana þrjá hef­ur hrun­ið og það gæti stað­an á banka­reikn­ing­um þeirra líka gert.

Tugmilljónir í húfi fyrir stjórnina að kjósa ekki strax
Tveir í tapi Vinstriheyfing Svandísar Svavarsdóttur og Framsóknarflokkur Sigurðar Inga Jóhannsonar hafa skilað tapi síðustu ár á meðan Sjálfstæðisflokkur Bjarna hefur grætt meira en hálfan milljarð á þéttingu byggðar í Reykjavík. Mynd: Davíð Þór

Tugir milljóna eru í húfi fyrir ríkisstjórnarflokkana þrjá, Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk og Vinstri græn, lifi ríkisstjórnin ekki fram á nýtt ár. Greiðslur til þeirra úr ríkissjóði miðast við fylgi í síðustu kosningum. Fylgi allra þriggja flokkanna hefur hrunið á síðustu misserum, samkvæmt skoðanakönnunum, og eiga þeir mikið undir því að ekki verði kosið fyrr en styrkirnir eru greiddir 25. janúar næstkomandi.

Samtals fá Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn 361 milljón króna úr ríkissjóði í ár. Það er rétt rúmlega helmingur þeirra 692 milljóna sem flokkarnir ákváðu að ríkið skyldi styrkja stjórnmálaflokka á árinu. Sjálfstæðisflokkurinn fær mest, 158 milljónir, Framsókn næstmest, 115 milljónir og Vinstri græn þar á eftir, 87 milljónir. 

Bíða eftir 324 milljónum

Framlög til stjórnmálaflokka verða að líkindum rúmar 622 milljónir króna á næsta ári, miðað við framlagt fjárlagafrumvarp fyrir 2025. Verði frumvarpið samþykkt í óbreyttri mynd geta stjórnarflokkarnir þrír gert ráð fyrir samtals 324 milljónum króna inn á …

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Peik Bjarnason skrifaði
    Smá um Íslenska tungu. Hefði ekki verið eðlilegra að segja í fyrirsögninni "Tugmilljónir í húfi fyrir stjórnina að kjósa strax"? Þegar eitthvað er í "húfi" þá er það í hættu.
    0
  • MM
    Markus Moller skrifaði
    Haldið þið virkilega að SFL búist við 12% og VG við 3%?
    0
  • GEJ
    Gudmundur Eyjólfur Jóelsson skrifaði
    Spilling? nei nei enginn spilling.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
4
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár