Tugir milljóna eru í húfi fyrir ríkisstjórnarflokkana þrjá, Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk og Vinstri græn, lifi ríkisstjórnin ekki fram á nýtt ár. Greiðslur til þeirra úr ríkissjóði miðast við fylgi í síðustu kosningum. Fylgi allra þriggja flokkanna hefur hrunið á síðustu misserum, samkvæmt skoðanakönnunum, og eiga þeir mikið undir því að ekki verði kosið fyrr en styrkirnir eru greiddir 25. janúar næstkomandi.
Samtals fá Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn 361 milljón króna úr ríkissjóði í ár. Það er rétt rúmlega helmingur þeirra 692 milljóna sem flokkarnir ákváðu að ríkið skyldi styrkja stjórnmálaflokka á árinu. Sjálfstæðisflokkurinn fær mest, 158 milljónir, Framsókn næstmest, 115 milljónir og Vinstri græn þar á eftir, 87 milljónir.
Bíða eftir 324 milljónum
Framlög til stjórnmálaflokka verða að líkindum rúmar 622 milljónir króna á næsta ári, miðað við framlagt fjárlagafrumvarp fyrir 2025. Verði frumvarpið samþykkt í óbreyttri mynd geta stjórnarflokkarnir þrír gert ráð fyrir samtals 324 milljónum króna inn á …
Athugasemdir (3)