Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Albert Guðmundsson sýknaður

Al­bert Guð­munds­son fót­bolta­mað­ur var sýkn­að­ur í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur rétt í þessu. Hann hafði ver­ið ákærð­ur fyr­ir nauðg­un. Nú er í hönd­um rík­is­sak­sókn­ara að ákveða hvort mál­inu verð­ur áfrýj­að eða ekki.

Albert Guðmundsson sýknaður

Albert Guðmundsson, atvinnumaður í fótbolta var rétt í þessu sýknaður af ákæru um nauðgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. 

Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi rétt fyrir klukkan eitt í dag, rúmu ári eftir að fréttir bárust af því að Albert Guðmundsson hefði verið kærður fyrir kynferðisbrot. 

„Þetta breytir engu um upplifun brotaþola sem stendur að sjálfsögðu óhögguð. Þetta mál er sakamál og það fjallar eingöngu um það hvort ströng skilyrði refsingar séu uppfyllt. Það er þá niðurstaðan að þau séu ekki uppfyllt.“

Þetta segir Eva Bryndís Helgadóttir, réttargæslumaður konunnar sem kærði Albert, í samtali við Heimildina. Hún segir að nú sé í höndum ríkissaksóknara að ákveða hvort málið fari í áfrýjun eða ekki. 

Eru þetta vonbrigði?

„Ég myndi aldrei lýsa því þannig. Það eru auðvitað þung og erfið skref að stíga fram og kæra menn, ekki síst sem hafa verið fjölskylduvinir til margra ára. Þannig að mér finnst brotaþoli í þessu máli hafa sýnt með eindæmum hugrekki og styrk og kjark að fara hina lögformlegu réttu leið með sína upplifun. Sem á að fara.“

Eina lögfræðilega rétta niðurstaðan

„Þetta er hárrétt lögfræðileg niðurstaða. Vel rökstuddur dómur. Við fögnum þessu,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Alberts. 

„Ég hef haft ákveðna skoðun á þessu máli frá fyrstu stundu og ég tel að Héraðsdómur hafi í þessu tilviki komist að hinni einu og sönnu, lögfræðilega réttu niðurstöðu í málinu, og það var að sýkna.“

Aðspurður segir Vilhjálmur það verða að koma í ljós hvernig framhaldið verði. „Fyrsta skrefið er það að ríkissaksóknari verður að taka ákvörðun um það hvort að málinu verður áfrýjað eða ekki. Ríkissaksóknari hefur fjórar vikur til þess með hliðsjón af ítarlegum rökstuðningi.“ 

Málið fyrst fellt niður

Það var í lok ágúst í fyrra sem greint var frá því í fjölmiðlum hér á landi. DV sagði fyrst frá málinu. 

Í byrjun þessa árs felldi héraðssaksóknari málið niður en sú ákvörðun var kærð til ríkissaksóknara sem lagði til við héraðssaksóknara að ákæra yrði gefin út. 

Í byrjun júlí á þessu ári var Albert ákærður fyrir nauðgun með því að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við konu án hennar samþykkis. Ákæran var þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur 3. júlí og aðalmeðferð í málinu fór fram í september. Albert neitaði sök. 

Ákæruvaldið krafðist þess að Albert yrði dæmdur til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar. Þá var hann krafinn um að greiða konunni þrjár milljónir í miskabætur.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár