Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Afurð góða veðursins fyrir austan

Eig­end­ur frum­kvöðl­a­fyr­ir­tæk­is­ins Köngl­ar á Hall­orms­stað segj­ast glíma við það lúxusvanda­mál að ná ekki að fram­leiða nógu mik­ið af rabarbaragosi, skessu­jurtalím­on­aði og tún­fíf­ils-ístei. Markmið þeirra er að koma sér upp eig­in verk­un til að geta fram­leitt meira.

Afurð góða veðursins fyrir austan
„Selur sig nánast sjálft“ Eigendur frumkvöðlafyrirtækisins Könglar segja oft litið framhjá matarferðaþjónustu en að ferðafólk sé mjög hrifinn af drykkjunum.

Vinirnir Brynjar Darri Sigurðsson Kjerúlf og Dagrún Drótt Valgarðsdóttir hafa síðastliðin tvö ár framleitt og selt drykki úr íslenskum jurtum og skógarafurðum. Frumkvöðlafyrirtækið þeirra heitir Könglar og eru þau Brynjar og Dagrún bæði að austan, eða nánar tiltekið úr Fljótsdalshéraði. Framleiðslan fer fram á Hallormsstað, þar sem hugmyndin fæddist fyrir um fimm árum síðan og er markmið þeirra að hefja sína eigin verkun á næstu misserum.

Hugmyndin fæddist fyrir fimm árumBrynjar Darri og Dagrún Drótt hafa framleitt og selt drykki úr íslenskum jurtum og skógarafurðum síðustu tvö ár.

„Við erum með þrjá drykki í framleiðslu; rabarbaragos, skessujurtalímonaði og túnfífils-íste. Eins og er þá eigum við við það lúxusvandamál að etja að geta ekki framleitt nógu mikið, við seljum til útvalinna veitingastaða hér á Austurlandi, í kringum Lagarfljótið, en markmiðið er að reyna að koma okkur upp eigin verkun og framleiða meira. Sem stendur erum með aðstöðu hjá öðru fyrirtæki sem framleiðir sultur og síróp, við fáum afnot af verkuninni þeirra þegar þau eru ekki að nota hana,“ segir Brynjar Darri.

Lykilatriði að rabarbarinn sé súr

Samkvæmt Brynjari gætu þau framleitt rabrabara og skessujurt allt árið ef þau hefðu aðstöðu, en þau vantar lager og verkun sem fyrr segir. Hann segir að hægt væri að frysta blöðin af túnfíflinum en þó gæti hann misst eitthvert bragð við það. En rabarbarann má ekki frysta að sögn Brynjars, við það missi hann sýruna en lykilatriðið sé að hann sé súr.

„Við förum út í náttúruna, tökum það sem hún býður og gerum drykki úr því“
Brynjar Darri Sigurðsson Kjerúlf

Brynjar bætir við að hann hafi áform um að hreinsa til í gömlu húsnæði heima hjá sér sem sé ekki notað í neitt, en hvort það verði lager eða verkun veit hann ekki enn og bætir við að þau þyrftu helst að komast í 200 fm húsnæði. 

Brynjar tínir túnfífilBrynjar segir að brugghús á svæðinu séu farin að nota túnfífla í framleiðslu sína og það sé góð breyting.

„Við förum út í náttúruna, tökum það sem hún býður og gerum drykki úr því. Þessi hráefni eru bara fáanleg á sumrin, þannig að til að mynda endist það sem við eigum núna eitthvað inn í veturinn, en svo er þetta bara búið. Þessir drykkir eru í raun afurð góða veðursins hér fyrir austan, þegar það er svona gott veður þá þarf að hafa svalandi drykki til að kæla sig niður,“ segir Brynjar og hlær.

Strangheiðarlegur rabarbari

Brynjar segir að ef ekki hefði verið fyrir Matvælasjóð þá hefðu þau aldrei farið áfram með þessa hugmynd, en þau fengu góðan rannsóknarstyrk til að koma sér af stað. Þau segjast líka hafa verið  heppin að fá styrki frá Sóknaráætlun Austurlands sem og sveitarfélagi sínu. „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar, enda er það sjálfsagt mál þegar maður er með svona góða drykki. Íslendingar eru oft íhaldssamir þegar kemur að nýju, sérstaklega mat, en þetta er til dæmis strangheiðarlegur rabarbari, það er bara eins og þú sért með sykurkrúsina frá ömmu þinni og rabarbarann að japla á þessu.

Oft er litið framhjá matarferðaþjónustu en túristinn er mjög hrifinn af þessu og þau leitast eftir drykkjum af svæðinu. Og á mörkuðum þá er fólk mjög hrifið og þetta selur sig nánast sjálft. Við höfum til þessa bara selt þetta á veitingastöðum en svo á næsta ári mun Hús handanna byrja að selja þetta og svo er líka hægt að kaupa bara beint af okkur, það er auðvitað ódýrast þannig.“

„Það er bara eins og þú sért með sykurkrúsina frá ömmu þinni og rabarbarann að japla á þessu“
Brynjar Darri Sigurðsson Kjerúlf

Að sögn Brynjars er skessujurtalímonaðið algjör bylting í íslenskri drykkjargerð. Hann segir að erfitt sé að útskýra hvernig þetta bragðist, en að sumir haldi því fram að þetta bragðist eins og sellerí, en skessujurtin hefur einmitt verið notuð í stað sellerís í kjötsúpu fyrir austan samkvæmt Brynjari.

Túnfífils-íste á tveimur dögum

Hann segir að ferlið frá því að jurtirnar séu tíndar þar til drykkurinn sé kominn á flösku sé svona þrír til fjórir dagar að jafnaði. Hluti af vinnunni sé að tína jurtirnar, skera þær og skola en að svo þurfi að kolsýra drykkina. „Ég gæti græjað fyrir þig túnfífils-íste á tveimur dögum. En varðandi hina drykkina, þá fara alveg tveir dagar í kolsýringu. Við myndum gjarnan vilja hafa náttúrugos, náttúrugerjun með villigeri, en höfum bara ekki haft tíma til að gera það. Það er líka svolítið erfitt að stjórna því og því höfum við verið að skjóta kolsýru ofan í þetta. Og varðandi rabarbarann, þá tínum við alveg hundruð kílóa og förum með það heim.

Við erum með 98% íslenskt hráefni í þessu, þessi tvö prósent eru vegna þess að við erum með sítrónusafa í einum drykknum. Það er erfitt að fá sítrónur á Íslandi og það er líka notað sem rotvarnarefni. Rotvarnarefni er komið með ljótt orðspor á sig, en þetta er bara náttúrulegt rotvarnarefni. Ég veit ekki um neinn sem einbeitir sér svona mikið að íslensku náttúrunni.

Markmiðið með þessu hjá okkur var líka, fyrir utan að hafa eitthvað nýtt, spennandi og íslenskt, að fólk átti sig á því að það sé hægt að nota náttúruna meira og því markmiði hefur verið náð, tel ég. Ég hef séð að brugghús hér á svæðinu eru farin að nota túnfífla í framleiðsluna sína eða hrútaberjasultu, þannig að það er góð breyting,“ segir Brynjar að lokum.

Umfjöllunin er unnin í samstafi við Úr Vör 

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
6
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
4
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár