Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Guðmundur Ingi kjörinn varaformaður með nánast öllum atkvæðum

Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son, fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra, hef­ur ver­ið kjör­inn vara­formað­ur Vinstri grænna á ný. Hann hafði ver­ið starf­andi formað­ur eft­ir að Katrín Jak­obs­dótt­ir lét af embætti.

Guðmundur Ingi kjörinn varaformaður með nánast öllum atkvæðum
Forysta Nýkjörinn varaformaður og nýkjörinn formaður VG á landsfundi flokksins. Mynd: Golli

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hlaut endurkjör í embætti varaformanns Vinstri grænna á landsfundi hreyfingarinnar í dag.

Hann hafði verið sitjandi formaður flokksins eftir að Katrín Jakobsdóttir lét af embætti. Guðmundur bar yfirgnæfandi sigur úr býtum gegn Jódísi Skúladóttur, varaformanni þingflokks Vinstri grænna. Guðmundur Ingi hlaut af 145 atkvæði af 176. Auðir seðlar voru fjórir.

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra var einnig kjörinn nýr formaður flokksins á fundinum. Hún var sjálfkjörin.

Guðmundur Ingi sagði í samtali við Heimildina í liðinni viku að hreyfingin þyrfti að leita aftur í ræturnar og skerpa vinstri áherslur sínar. „Við þurfum að fá fleiri til liðs við okkur og fá fleiri og sterkari raddir til að vinna að frekari jöfnuði fyrir fatlað fólk, innflytjendur, láglaunafólk og barnafjölskyldur. Við þurfum að tala fyrir réttindum hinsegin fólks og fyrir náttúrunni.“

Guðmundur Ingi hefur verið varaformaður VG frá árinu 2019, fyrir utan síðustu mánuði, sem hann hefur verið formaður.

Hann segist stoltur af mörgu sem VG hefur áorkað undir sinni forystu. „Sérstaklega fjölmörgum mikilvægum þingmálum sem við kláruðum í vor, eins og breytingum á örorkulífeyriskerfinu, Mannréttindastofnun og fjölmörgum kjarasamningstengdum málum sem auka jöfnuð og réttlæti í samfélaginu.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár