Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Evrópuráðsþingið: Julian Assange var pólitískur fangi

Evr­ópu­ráðs­þing­ið hef­ur skil­greint Ju­li­an Assange sem póli­tísk­an fanga. Írsk­ur þing­mað­ur ráðs­ins seg­ir það vera eitt af bestu augna­blik­um Evr­ópu­ráðs­þings­ins. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir náði að sam­eina meiri­hluta Evr­ópu­ráðs­ins með rök­um sín­um.

Evrópuráðsþingið: Julian Assange var pólitískur fangi
Samsett Julian Assange og Þórhildur Sunna. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Hundrað dögum eftir að Julian Assange yfirgaf Belmarsh-öryggisfangelsið, þá búinn að dvelja í fimm ár í þröngum klefa, skilgreindi þing Evrópuráðsins hann sem pólitískan fanga meðan á varðhaldinu í Englandi stóð. Þá má segja að hann hafi verið frelsissviptur í samtals fjórtán ár.

Tíðindi þessi marka skil í bæði sögu hans og sögu fjölmiðlafrelsis. Aðdragandi þeirra var skýrsla sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins vann um varðhald Julian Assange.

Skýrsla þessi var lögð var fyrir laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins – sem ýmsir kalla samvisku Evrópu.

Þórhildur Sunna ávarpaði ráðið meðal annars með þeim rökum að Julian hafi verið pólitískur fangi í skilningi þeim sem Evrópuráðið setur: Evrópuráðið er með skilgreiningu á pólitískum fanga, hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að geta talist pólitískur fangi, útskýrir Þórhildur Sunna í samtali við Heimildina. Í rauninni greini ég það í skýrslunni.

Eins var kallað eftir því að bandarísk yfirvöld efndu til óhlutdrægrar rannsóknar á ásökunum sem WikiLeaks afhjúpaði.

Bresk yfirvöld gagnrýnd

Julian var sakaður um að hafa brotið á 17 liðum út frá þjóðernislögum sem samin voru til að fanga útlenska njósnara í Bandaríkjunum. Bandaríkjastjórn er með áheyrnaraðild að Evrópu og sætti gagnrýni af þessu tilefni. Skorað var á bandarísk yfirvöld að endurbæta njósnalög sín sem leitt hafa til harkalegra ákæra gegn blaðamönnum og útgefendum.

Eins kallaði Evrópuráðsþingið eftir því að bandarísk yfirvöld efndu til óhlutdrægrar rannsóknar á ásökunum sem WikiLeaks afhjúpaði og þá jafnframt á þeim sem tengjast mannréttindabrotum.

Julian Assange horfði fram á lífstíðarfangelsi og jafnvel hættu á líflátsdómi vegna þessara laga – þegar gerðir hans miðuðust að því að safna upplýsingum og birta þær.

Þá voru bresk yfirvöld gagnrýnd fyrir að hafa ekki náð að vernda tjáningarfrelsi hans.

Gengið út í frelsiðPólitískur fangi gengur út í frelsið og tekur flugið.

Óumflýjanleg niðurstaða

Ákæran sem lögð var fram á hendur honum var í 17 liðum og hefði Julian getað átt von á 175 ára fangelsisdómi hefði hann verið sakfelldur fyrir ákæruliðina. Í skýrslunni setur Þórhildur Sunna ákæruna í samhengi við það sem hann var, undir njósnalöggjöfinni, sakfelldur fyrir: Að stunda blaðamennsku.

Sem gerir það að verkum að óumflýjanlegt er að komast að þeirri niðurstöðu að hann hafi verið pólitískur fangi, segir Þórhildur Sunna sem lagði jafnframt áherslu á að meðferðin á honum hafi haft kælandi áhrif á fjölmiðlafrelsi út um allan heim.

Skýrslan var lögð fyrir þingið og kosið var um ályktun þess. Atkvæði fóru svo að 88 kusu honum í hag, 13 gegn skilgreiningunni og 20 sátu hjá.

Skýrslan var ekki óumdeild en athygli vekur og merkilegt er að sjá íslenskan þingmann ná því að sameina meirihluta Evrópuráðsins.

Það var kannski stærsta áskorunin, að ná þessu í gegn, segir Þórhildur Sunna.

Það voru ekki allir sammála og ég þurfti að eiga í talsverðum samskiptum við samþingmenn mína til þess að ná sem flestum á þessa niðurstöðu. En auðvitað lá gríðarlega mikil vinna að baki þessari niðurstöðu. Ég hafði talað við fjölda sérfræðinga, greint málsatvik mjög ítarlega og borið þau saman við skilgreiningu Evrópuráðsþingsins á pólitískum fanga. Af því öllu afstöðnu blasti við að ekki væri hægt að komast að neinni annarri niðurstöðu enda augljóst að skilyrðin voru uppfyllt. Það blasti við að þetta væri rétt niðurstaða.

„Það blasti við að þetta væri rétt niðurstaða“
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
þingmaður Pírata

 Hans endurkoma í hinn frjálsa og lýðræðislega heim

Í sjálfu sér er niðurstaðan áhersla á að frelsi fjölmiðla sé undirstaða fyrir virkni frjálslyndra lýðræðisríkja. Þar með var viðurkennt það hlutskipti Julian Assange að hafa afhjúpað upplýsingar sem lýstu upp möguleg mannréttindabrot og stríðsglæpi.

Írskur þingmaður ráðsins, Paul Gavan, flutti meðal annars ræðu og sagði þetta vera eitt af bestu augnablikum Evrópuráðsþingsins.

Fannst þér þú vera að lifa sögulega stund?

Ég hafði hitt Julian í Belmarsh-fangelsi í maí síðastliðnum. Þá gerði ég mér ekki í hugarlund að ég myndi hitta hann aftur sem frjálsan mann nokkrum mánuðum síðar. Það að hann hafi gert sér ferð alla þessa leið til þess að koma fyrir nefndina mína og að hann hafi valið þann viðburð sem sína fyrstu opinberu framkomu eftir að hann fékk frelsi var auðvitað mjög stórt í mínum huga. Ég upplifði það sem sögulega stund, þetta var hans endurkoma í hinn frjálsa og lýðræðislega heim og mér fannst ótrúlega merkilegt að vera hluti af þeim viðburði.

Hvernig blasti Julian við þér á sögulegri stund?

Mjög yfirvegaður en ánægður með niðurstöðuna.

Varstu viðbúin þessari niðurstöðu?

Ég var ekki viss alveg fram á síðustu stundu hvort að þetta tækist en var auðvitað vongóð. Að öll sú vinna sem ég og margir sem hjálpuðu mér höfðum lagt í þetta væri nóg til þess að ná fram þessari niðurstöðu, svarar Þórhildur Sunna. Aðspurð segir hún að um eitt og hálft ár hafi liðið frá því að hugmyndin kviknaði um að leggja til að skýrslan yrði gerð og þangað til hún var afgreidd á Evrópuráðsþinginu.

Hvaða þýðingu telur þú að þetta hafi fyrir blaðamennsku og frelsi hennar?

Það að Julian hafi verið dæmdur fyrir brot á njósnalöggjöfinni í Bandaríkjunum fyrir að stunda blaðamennsku var gríðarlegt áfall fyrir frjálsa fjölmiðlun í heiminum og mjög hættulegt fordæmi. Þannig að mikilvægi þess að þessi ályktun hafi verið samþykkt felst fyrst og fremst í því að þarna hafnar Evrópuráðið þessari sakfellingu, segir hana hafa verið brot á mannréttindum og skorar á Bandaríkin að breyta þessari löggjöf. Svo þetta geti ekki endurtekið sig,“ segir hún sem lagði áherslu á að Julian hefði verið pólitískur fangi og jafnframt að varðhaldið og sakfelling á honum hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir fjölmiðlafrelsi í heiminum.

„Við þurfum öll að standa saman, svo línan megi vera skýr, ritskoðun á blaðamanni hvar sem er dreifir ritskoðun sem á endanum getur haft áhrif á okkur öll“
Julian Assange

Julian: Við þurfum öll að standa saman

Segja má að meðferðin á Julian Assange, ákæran jafnt sem varðhaldið og annað, segi ekki síðri sögu en afhjúpanir hans á sínum tíma. Mál þetta virðist halda áfram að afhjúpa ákveðna virkni voldugra ríkja, ekki síst Bandaríkjanna, en um leið undirlægjuhátt annarra ríkja gagnvart Bandaríkjunum. Þá fær græskulaus áhorfandi ekki betur séð en það lýsi upp misbeitingu valds og mögulegt samkrull réttarkerfa og stjórnvalda í fleiri en einu landi.

Við þurfum öll að standa saman, svo línan megi vera skýr, ritskoðun á blaðamanni hvar sem er dreifir ritskoðun sem á endanum getur haft áhrif á okkur öll, sagði Julian í meitluðum málflutningi sínum af þessu tilefni en hægt er að horfa á hann flytja mál sitt í streyminu:

Þar gefst kostur á að öðlast djúpa innsýn ekki aðeins í mál hans heldur líka margt sem málið hefur lýst upp og tendrað alvarlegar áhyggjur um virkni í meintum lýðræðisríkjum. Eins má fylgjast með fyrirtöku málsins og Þórhildi Sunnu flytja stytta ræðu vegna flensu hér.

Kjósa
42
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Julian Assange á skiliđ öll heimsins verđlaun fyrir ađ sýna og sanna ađ lýđræđiđ er ekki til þegar á reynir. Þökk sé öllum þeim sem studdu hann.
    1
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Frábær barátta og dugnaður
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
4
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár