Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Verkföllum á hjúkrunarheimilum afstýrt

„Við í samn­inga­nefnd er­um gríð­ar­lega stolt af þeim ár­angri sem náð­ist í þess­um kjara­við­ræð­um,“, seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar. Samn­inga­nefnd fé­lags­ins skrif­aði í nótt und­ir kjara­samn­ing við Sam­tök fyr­ir­tækja í vel­ferð­ar­þjón­ustu.

Verkföllum á hjúkrunarheimilum afstýrt
Samninganefndir eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa fundað stíft síðustu daga, en skrifað var undir samninga í nótt. Mynd: Efling

Samninganefnd Eflingar undirritaði í nótt kjarasamning við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV), sem tekur til á þriðja þúsund Eflingarfélaga á hjúkrunarheimilum og sambærilegum stofnunum á Höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028 og nær því yfir 4 ára samningstíma, þar af 6 mánuði afturvirka frá undirritun.

„Við í samninganefnd erum gríðarlega stolt af þeim árangri sem náðist í þessum kjaraviðræðum. Við erum enn fremur mjög stolt af því að hafa í fyrsta skipti skipulagt kjaraviðræður þessa hóps með okkar opnu og lýðræðislegu aðferðum,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í tilkynningu frá félaginu.

Meginkrafa samninganefndar Eflingar í viðræðum við SFV var að tekið yrði á mönnunarvanda hjúkrunarheimila. Efling hafði gefið út fyrir helgina að ef fundur á mánudag bæri ekki árangur myndi félagið slíta viðræðum og undirbúa verkfall. Samningafundir hafa staðið nánast óslitið síðan á mánudag, þar til síðan var skrifað undir í nótt.

Í tilkynningu frá Eflingu segir: „Þessi vandi er rækilega staðfestur í tölulegum gögnum, til að mynda í skýrslu starfshóps undir forystu Gylfa Magnússonar sem út kom árið 2021. Jafnframt endurspegla frásagnir Eflingarfélaga af óboðlegri fáliðun og streitu á hjúkrunarheimilum þennan veruleika.“

Þá kemur fram að Efling fagni því að nýundirrituðum samningi fylgi samkomulag við stjórnvöld sem tekur á mönnunarvandanum. Samkvæmt þessu samkomulagi skulu fjármagnaðar og tímasettar lausnir á manneklu hjúkrunarheimilanna liggja fyrir af hálfu heilbrigðis- og fjármálaráðuneytanna eigi síðar en 1. apríl 2025. Takist það ekki er Eflingu heimilt að segja upp samningnum með eins mánaðar fyrirvara þann 1. maí 2025.

„Það er mikið gleðiefni að tekist hafi að fá stjórnvöld að borðinu til að taka á þessum vanda, sem augljóslega varðar ekki aðeins Eflingarfélaga heldur er gríðarstórt hagsmunamál íbúa, aðstandenda og fagfólks á íslenskum hjúkrunarheimilum,“ segir í tilkynningunni.

Þetta er í fyrsta skipti sem Efling gerir sjálfstæðan kjarasamning fyrir hönd starfsfólks á hjúkrunarheimilum, en kjarasamningar þessa hóps hafa á síðustu áratugum ávalt fylgt sjálfkrafa samningi Eflingar við ríkið. 

Önnur atriði úr kröfugerð Eflingarfélaga náðust í gegn, þessi helst:

  • Nýtt starfsheiti, hópstjóri, kemur inn í samning og fylgja því 3 launaþrep. Með starfsheitinu er komið til móts við vaxandi ábyrgð Eflingarfélaga á krefjandi og sérhæfðum störfum á hjúkrunarheimilum, til að mynda lyfjagjöf.
  • Inn kemur ákvæði sem tryggir starfsfólki vistlega aðstöðu til neysluhléa.
  • Ekki er lengur krafist skila á veikindavottorðum vegna styttri veikinda fyrir starfsmenn sem sjaldan eru veikir samkvæmt Bradford-kvarða.
  • Starfsmönnum í 80% eða meira starfshlutfalli er tryggður forgangur á 8. klst. vaktir.
  • Heimildir til kosningar trúnaðarmanna eru auknar verulega, úr hámarki 2 í 5 trúnaðarmenn á vinnustað, eftir stærð vinnustaðar.
  • Launasetning starfsfólks sem sinnir heimaþjónustu á vegum hjúkrunarheimilanna er lagfærð með tilliti til launasetningar sama hóps hjá sveitarfélögum.

Varðandi launalið fylgir samningurinn þeirri launastefnu sem Efling ásamt félögum í Breiðfylkingunni mótaði á almennum vinnumarkaði.

Atkvæðagreiðslu um samninginn skal lokið 16. október og hefst nú vinna við kynningu á samningnum fyrir félagsfólki Eflingar.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
3
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár