Verkföllum á hjúkrunarheimilum afstýrt

„Við í samn­inga­nefnd er­um gríð­ar­lega stolt af þeim ár­angri sem náð­ist í þess­um kjara­við­ræð­um,“, seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar. Samn­inga­nefnd fé­lags­ins skrif­aði í nótt und­ir kjara­samn­ing við Sam­tök fyr­ir­tækja í vel­ferð­ar­þjón­ustu.

Verkföllum á hjúkrunarheimilum afstýrt
Samninganefndir eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa fundað stíft síðustu daga, en skrifað var undir samninga í nótt. Mynd: Efling

Samninganefnd Eflingar undirritaði í nótt kjarasamning við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV), sem tekur til á þriðja þúsund Eflingarfélaga á hjúkrunarheimilum og sambærilegum stofnunum á Höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028 og nær því yfir 4 ára samningstíma, þar af 6 mánuði afturvirka frá undirritun.

„Við í samninganefnd erum gríðarlega stolt af þeim árangri sem náðist í þessum kjaraviðræðum. Við erum enn fremur mjög stolt af því að hafa í fyrsta skipti skipulagt kjaraviðræður þessa hóps með okkar opnu og lýðræðislegu aðferðum,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í tilkynningu frá félaginu.

Meginkrafa samninganefndar Eflingar í viðræðum við SFV var að tekið yrði á mönnunarvanda hjúkrunarheimila. Efling hafði gefið út fyrir helgina að ef fundur á mánudag bæri ekki árangur myndi félagið slíta viðræðum og undirbúa verkfall. Samningafundir hafa staðið nánast óslitið síðan á mánudag, þar til síðan var skrifað undir í nótt.

Í tilkynningu frá Eflingu segir: „Þessi vandi er rækilega staðfestur í tölulegum gögnum, til að mynda í skýrslu starfshóps undir forystu Gylfa Magnússonar sem út kom árið 2021. Jafnframt endurspegla frásagnir Eflingarfélaga af óboðlegri fáliðun og streitu á hjúkrunarheimilum þennan veruleika.“

Þá kemur fram að Efling fagni því að nýundirrituðum samningi fylgi samkomulag við stjórnvöld sem tekur á mönnunarvandanum. Samkvæmt þessu samkomulagi skulu fjármagnaðar og tímasettar lausnir á manneklu hjúkrunarheimilanna liggja fyrir af hálfu heilbrigðis- og fjármálaráðuneytanna eigi síðar en 1. apríl 2025. Takist það ekki er Eflingu heimilt að segja upp samningnum með eins mánaðar fyrirvara þann 1. maí 2025.

„Það er mikið gleðiefni að tekist hafi að fá stjórnvöld að borðinu til að taka á þessum vanda, sem augljóslega varðar ekki aðeins Eflingarfélaga heldur er gríðarstórt hagsmunamál íbúa, aðstandenda og fagfólks á íslenskum hjúkrunarheimilum,“ segir í tilkynningunni.

Þetta er í fyrsta skipti sem Efling gerir sjálfstæðan kjarasamning fyrir hönd starfsfólks á hjúkrunarheimilum, en kjarasamningar þessa hóps hafa á síðustu áratugum ávalt fylgt sjálfkrafa samningi Eflingar við ríkið. 

Önnur atriði úr kröfugerð Eflingarfélaga náðust í gegn, þessi helst:

  • Nýtt starfsheiti, hópstjóri, kemur inn í samning og fylgja því 3 launaþrep. Með starfsheitinu er komið til móts við vaxandi ábyrgð Eflingarfélaga á krefjandi og sérhæfðum störfum á hjúkrunarheimilum, til að mynda lyfjagjöf.
  • Inn kemur ákvæði sem tryggir starfsfólki vistlega aðstöðu til neysluhléa.
  • Ekki er lengur krafist skila á veikindavottorðum vegna styttri veikinda fyrir starfsmenn sem sjaldan eru veikir samkvæmt Bradford-kvarða.
  • Starfsmönnum í 80% eða meira starfshlutfalli er tryggður forgangur á 8. klst. vaktir.
  • Heimildir til kosningar trúnaðarmanna eru auknar verulega, úr hámarki 2 í 5 trúnaðarmenn á vinnustað, eftir stærð vinnustaðar.
  • Launasetning starfsfólks sem sinnir heimaþjónustu á vegum hjúkrunarheimilanna er lagfærð með tilliti til launasetningar sama hóps hjá sveitarfélögum.

Varðandi launalið fylgir samningurinn þeirri launastefnu sem Efling ásamt félögum í Breiðfylkingunni mótaði á almennum vinnumarkaði.

Atkvæðagreiðslu um samninginn skal lokið 16. október og hefst nú vinna við kynningu á samningnum fyrir félagsfólki Eflingar.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Aldrei fleiri verið hlynnt aðild Íslands að ESB
2
Stjórnmál

Aldrei fleiri ver­ið hlynnt að­ild Ís­lands að ESB

Formað­ur Evr­ópu­hreyf­ing­ar­inn­ar tel­ur að svipt­ing­ar í af­stöðu til að­ild­ar Ís­lands að ESB megi einkum rekja til tvenns, þess að inn­rás Rússa í Úkraínu hafi leitt til þess að fólk fór að hugsa um stöðu Ís­lands í sam­fé­lagi þjóð­anna og stöðu efna­hags­mála hér inn­an­lands. 45,3 pró­sent lands­manna eru hlynnt að­ild Ís­lands að ESB, sam­kvæmt nýrri könn­un Maskínu.
Samdráttur í samfélagslosun en samt erum við í mínus
10
FréttirLoftslagsvá

Sam­drátt­ur í sam­fé­lags­los­un en samt er­um við í mín­us

Hvernig okk­ur tekst til við að draga úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda er ekki að­eins um­hverf­is­mál held­ur stór fjár­hags­leg spurn­ing, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. Við eig­um langt í land með að ná settu marki og spurn­ing­in er: Ætl­um við að eyða pen­ing­um í að draga úr los­un eða ætl­um við að borga fyr­ir um­fram los­un? Sá verð­miði gæti orð­ið svim­andi hár.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
5
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
10
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár