Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Ótrúlegt að hitta aldraðar konur sem voru að tjá sig um missinn í fyrsta skipti“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hlaut fálka­orð­una í sum­ar fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda. Hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Hún stofn­aði síð­ar sorg­ar­sam­tök­in Ný dög­un. Í sorg­ar­mið­stöð­ina mættu með­al ann­ars gaml­ar kon­ur sem misstu börn hálfri öld fyrr en höfðu aldrei mátt ræða þann missi fyrr.

„Ótrúlegt að hitta aldraðar konur sem voru að tjá sig um missinn í fyrsta skipti“
Jóna Dóra segir að einfalda leiðin til að hjálpa fólki í sorg hafi verið að hlusta. Það hafði hún upplifað í gegnum eigin reynslu þegar henni var leyft að tjá sig. Mynd: Golli

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una.

Haustið 1986 kom kunningjakona hennar kom henni í samband við konu, Olgu Snorradóttur, sem hafði misst manninn sinn. Þær voru þá þegar að hugsa á svipuðum nótum. Við tóku linnulítil fundarhöld og áætlanagerð með 10 einstaklingum sem þær komust í samband við í gegnum fólk sem þekkti fólk. „Við hittumst á þriðjudagskvöldum heima hjá einni í hópnum í upp undir ár þar til við vorum tilbúin að blása til stofnfundar.“ 

Stofnfundur Nýrrar dögunar var haldinn fyrir fullum sal syrgjenda. Opið hús var vikulega og fyrirlestrar mánaðarlega. Þar deildi fólk reynslu sinni. „Ekkjur og ekklar í okkar hópi settust niður með ekkjum og ekklum. Við sem höfðum misst barn settumst niður með foreldrum í sömu stöðu. Við í forystu Nýrrar dögunar fórum einnig mikið í hús hjá fólki sem hafði misst og sátum með fólki í sárri sorg og reyndum að veita aðstoð, hlusta og líkna. Það tók oft á.“

Máttu loks tala um missinn

Einfalda leiðin til að hjálpa fólki í sorg var að hlusta. Það hafði Jóna Dóra upplifað í gegnum eigin reynslu þegar henni var leyft að tjá sig. „Það bjargaði mér.“

Á sorgarmiðstöðina mættu meðal annars gamlar konur sem misstu börn fyrir hálfri öld en höfðu aldrei mátt ræða þann missi fyrr. „Það var ótrúlegt að hitta aldraðar konur sem voru að tjá sig um missinn í fyrsta skipti. En við vorum öll að fást við sömu tilfinningar.“

Fyrir starf sitt í þágu syrgjenda hlaut Jóna Dóra fálkaorðuna í sumar. „Mér finnst það vera viðurkenning fyrir alla sem hafa starfað í þágu syrgjenda. Það mátti náttúrlega ekki tala um missi í gamla daga.
Nú megi syrgjendur tala upphátt um missi þannig að það hefur orðið mikil framför þar á.“

Fann á sér að eitthvað illt var í aðsigi

Það var í febrúar árið 1985 sem Jóna Dóra fann á sér að eitthvað illt væri í aðsigi. Hún segist hafa fundið fyrir ofsahræðslu í marga daga en ekki náð að tengja það við neitt sérstakt.

Miðvikudaginn 13. febrúar var Jóna Dóra að fara með Brynjar Frey á leikskólann, en hann vildi ekki borða hádegismatinn áður en þau færu. Hún ákvað því að lofa honum ferð í leikfangabúð eftir leikskóla ef hann borðaði matinn sinn. Síðar um daginn fóru mæðginin saman í leikfangabúðina.

Jóna Dóra segir að yngri drengurinn hennar sem fórst í brunanum hafi verið afar glaðlyndur, skemmtilegur og sprækur.

„Ég ætlaði nú bara að gefa lítinn bíl eða Playmo-karla, en minn maður var ákveðinn.“ Hann benti á stóran kassa með slökkviliðsbíl og slökkviliðsmönnum, lögreglubíl og öðru sem viðkom slysum og bruna. Kassinn var rándýr og Jóna Dóra sagði að þetta væri ekki í boði. „Hann sagðist þá ekki vilja neitt. Ég fann hvað hann var hugsi, hvað hann varð fyrir miklum vonbrigðum og náði að krunka saman fyrir þessu. Ég hafði ekki í mér að neita honum um þetta. Bræðurnir áttu stórt herbergi saman og hann setti kassann upp í hillu. Ég spurði hvort hann ætlaði ekki að leika sér með þetta. „Mamma, ég ætla að leika með þetta seinna,“ sagði hann. Seinna ákvað ég að þetta hefði verið liður í undirbúningi fyrir litlu sálina hans. Undirbúningur fyrir brottför,“ segir Jóna Dóra. 

Jóna Dóra er í einlægu viðtali um drengina sína sem hún missti, um sorgina, sem má lesa hér í heild sinni:

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
4
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár