Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

„Ótrúlegt að hitta aldraðar konur sem voru að tjá sig um missinn í fyrsta skipti“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hlaut fálka­orð­una í sum­ar fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda. Hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Hún stofn­aði síð­ar sorg­ar­sam­tök­in Ný dög­un. Í sorg­ar­mið­stöð­ina mættu með­al ann­ars gaml­ar kon­ur sem misstu börn hálfri öld fyrr en höfðu aldrei mátt ræða þann missi fyrr.

„Ótrúlegt að hitta aldraðar konur sem voru að tjá sig um missinn í fyrsta skipti“
Jóna Dóra segir að einfalda leiðin til að hjálpa fólki í sorg hafi verið að hlusta. Það hafði hún upplifað í gegnum eigin reynslu þegar henni var leyft að tjá sig. Mynd: Golli

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una.

Haustið 1986 kom kunningjakona hennar kom henni í samband við konu, Olgu Snorradóttur, sem hafði misst manninn sinn. Þær voru þá þegar að hugsa á svipuðum nótum. Við tóku linnulítil fundarhöld og áætlanagerð með 10 einstaklingum sem þær komust í samband við í gegnum fólk sem þekkti fólk. „Við hittumst á þriðjudagskvöldum heima hjá einni í hópnum í upp undir ár þar til við vorum tilbúin að blása til stofnfundar.“ 

Stofnfundur Nýrrar dögunar var haldinn fyrir fullum sal syrgjenda. Opið hús var vikulega og fyrirlestrar mánaðarlega. Þar deildi fólk reynslu sinni. „Ekkjur og ekklar í okkar hópi settust niður með ekkjum og ekklum. Við sem höfðum misst barn settumst niður með foreldrum í sömu stöðu. Við í forystu Nýrrar dögunar fórum einnig mikið í hús hjá fólki sem hafði misst og sátum með fólki í sárri sorg og reyndum að veita aðstoð, hlusta og líkna. Það tók oft á.“

Máttu loks tala um missinn

Einfalda leiðin til að hjálpa fólki í sorg var að hlusta. Það hafði Jóna Dóra upplifað í gegnum eigin reynslu þegar henni var leyft að tjá sig. „Það bjargaði mér.“

Á sorgarmiðstöðina mættu meðal annars gamlar konur sem misstu börn fyrir hálfri öld en höfðu aldrei mátt ræða þann missi fyrr. „Það var ótrúlegt að hitta aldraðar konur sem voru að tjá sig um missinn í fyrsta skipti. En við vorum öll að fást við sömu tilfinningar.“

Fyrir starf sitt í þágu syrgjenda hlaut Jóna Dóra fálkaorðuna í sumar. „Mér finnst það vera viðurkenning fyrir alla sem hafa starfað í þágu syrgjenda. Það mátti náttúrlega ekki tala um missi í gamla daga.
Nú megi syrgjendur tala upphátt um missi þannig að það hefur orðið mikil framför þar á.“

Fann á sér að eitthvað illt var í aðsigi

Það var í febrúar árið 1985 sem Jóna Dóra fann á sér að eitthvað illt væri í aðsigi. Hún segist hafa fundið fyrir ofsahræðslu í marga daga en ekki náð að tengja það við neitt sérstakt.

Miðvikudaginn 13. febrúar var Jóna Dóra að fara með Brynjar Frey á leikskólann, en hann vildi ekki borða hádegismatinn áður en þau færu. Hún ákvað því að lofa honum ferð í leikfangabúð eftir leikskóla ef hann borðaði matinn sinn. Síðar um daginn fóru mæðginin saman í leikfangabúðina.

Jóna Dóra segir að yngri drengurinn hennar sem fórst í brunanum hafi verið afar glaðlyndur, skemmtilegur og sprækur.

„Ég ætlaði nú bara að gefa lítinn bíl eða Playmo-karla, en minn maður var ákveðinn.“ Hann benti á stóran kassa með slökkviliðsbíl og slökkviliðsmönnum, lögreglubíl og öðru sem viðkom slysum og bruna. Kassinn var rándýr og Jóna Dóra sagði að þetta væri ekki í boði. „Hann sagðist þá ekki vilja neitt. Ég fann hvað hann var hugsi, hvað hann varð fyrir miklum vonbrigðum og náði að krunka saman fyrir þessu. Ég hafði ekki í mér að neita honum um þetta. Bræðurnir áttu stórt herbergi saman og hann setti kassann upp í hillu. Ég spurði hvort hann ætlaði ekki að leika sér með þetta. „Mamma, ég ætla að leika með þetta seinna,“ sagði hann. Seinna ákvað ég að þetta hefði verið liður í undirbúningi fyrir litlu sálina hans. Undirbúningur fyrir brottför,“ segir Jóna Dóra. 

Jóna Dóra er í einlægu viðtali um drengina sína sem hún missti, um sorgina, sem má lesa hér í heild sinni:

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár