Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Kristjana verður aðstoðarmaður ráðherra

Fjöl­miðla­kon­an Kristjana Arn­ars­dótt­ir hef­ur ver­ið ráð­in að­stoð­ar­mað­ur Ásmund­ar Ein­ars Daða­son­ar, mennta- og barna­mála­ráð­herra.

Kristjana verður aðstoðarmaður ráðherra

Kristjana Arnarsdóttir fjölmiðlakona hóf í dag störf sem aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra. Hún mun starfa ásamt Teiti Erlingssyni, sem þegar er aðstoðarmaður Ásmundar Einars. 

Þetta segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Kristjana er landsmönnum mörgum þekkt fyrir störf sín hjá Ríkisútvarpinu, þar sem hún hefur starfað sem íþróttafréttamaður og þáttastjórnandi síðastliðin átta ár. Stýrði hún meðal annars spurningakeppninni Gettu betur árin 2019-2023 og þáttunum Er þetta frétt? 

Hún er menntuð í mannfræði og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands og lauk MSc-prófi í markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

„Eftir rúm átta frábær ár á RÚV er komið að nýjum kafla,“ skrifar Kristjana á Facebook-síðu sína. Hún segist hlakka mikið til að setja sig inn í störf Ásmundar.

„Enda eru málefnin sem heyra undir ráðuneytið mér afar hugleikin. Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum við að halda áfram að tryggja betra samfélag fyrir öll börnin okkar, efla íslenskt …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár