Kristjana Arnarsdóttir fjölmiðlakona hóf í dag störf sem aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra. Hún mun starfa ásamt Teiti Erlingssyni, sem þegar er aðstoðarmaður Ásmundar Einars.
Þetta segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.
Kristjana er landsmönnum mörgum þekkt fyrir störf sín hjá Ríkisútvarpinu, þar sem hún hefur starfað sem íþróttafréttamaður og þáttastjórnandi síðastliðin átta ár. Stýrði hún meðal annars spurningakeppninni Gettu betur árin 2019-2023 og þáttunum Er þetta frétt?
Hún er menntuð í mannfræði og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands og lauk MSc-prófi í markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík.
„Eftir rúm átta frábær ár á RÚV er komið að nýjum kafla,“ skrifar Kristjana á Facebook-síðu sína. Hún segist hlakka mikið til að setja sig inn í störf Ásmundar.
„Enda eru málefnin sem heyra undir ráðuneytið mér afar hugleikin. Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum við að halda áfram að tryggja betra samfélag fyrir öll börnin okkar, efla íslenskt …
Athugasemdir