Varamönnum í framkvæmdastjórn Pírata verður boðið að taka þátt í öllum fundum, þar sem þeir munu hafa bæði fullt málfrelsi og atkvæðisrétt til jafns við kjörna aðalmenn, samkvæmt tilkynningu sem framkvæmdastjórn flokksins hefur miðlað til virkra þátttakenda í starfi Pírata.
Í tilkynningunni, sem sett var fram á Facebook-hópi þar sem málefni flokksins eru rædd, kemur einnig fram að Halldór Auðar Svansson hafi „stigið til hliðar“ sem formaður framkvæmdastjórnar flokksins og að Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir hafi tekið við sem formaður framkvæmdastjórnar. Halldór Auðar á eftir sem áður sæti í framkvæmdastjórninni.
Þórhildur er ein þeirra sem komu ný inn í framkvæmdastjórn Pírata á aðalfundi flokksins 7. september. Hún er tómstunda- og félagsmálafræðingur og hefur einnig lokið námi í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Þórhildur er fædd árið 2000 og er því 24 ára gömul.
Embætti formanns framkvæmdastjórnar er í reynd æðsta embættið innan stjórnmálahreyfingarinnar Pírata, en flokkurinn hefur til þessa ekki verið með …
Athugasemdir