Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Píratar sættast og leyfa varamönnum að kjósa

Þór­hild­ur El­ín­ar­dótt­ir Magnús­dótt­ir, 24 ára tóm­stunda- og fé­lags­mála­fræð­ing­ur, hef­ur tek­ið við sem formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar Pírata sem í reynd má segja að sé æðsta lýð­ræð­is­lega embætti stjórn­mála­hreyf­ing­ar­inn­ar. Hall­dór Auð­ar Svans­son hef­ur stig­ið til hlið­ar úr því hlut­verki og vara­mönn­um í fram­kvæmda­stjórn verð­ur boð­ið að taka full­an þátt í starfi fram­kvæmda­stjórn­ar, með at­kvæð­is­rétt.

Píratar sættast og leyfa varamönnum að kjósa
Framkvæmdastjórn Eva Sjöfn Helgadóttir, Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir og Halldór Auðar Svansson á aðalfundi Pírata, þar sem þau náðu kjöri til framkvæmdastjórnar.

Varamönnum í framkvæmdastjórn Pírata verður boðið að taka þátt í öllum fundum, þar sem þeir munu hafa bæði fullt málfrelsi og atkvæðisrétt til jafns við kjörna aðalmenn, samkvæmt tilkynningu sem framkvæmdastjórn flokksins hefur miðlað til virkra þátttakenda í starfi Pírata.

Í tilkynningunni, sem sett var fram á Facebook-hópi þar sem málefni flokksins eru rædd, kemur einnig fram að Halldór Auðar Svansson hafi „stigið til hliðar“ sem formaður framkvæmdastjórnar flokksins og að Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir hafi tekið við sem formaður framkvæmdastjórnar. Halldór Auðar á eftir sem áður sæti í framkvæmdastjórninni. 

Þórhildur er ein þeirra sem komu ný inn í framkvæmdastjórn Pírata á aðalfundi flokksins 7. september. Hún er tómstunda- og félagsmálafræðingur og hefur einnig lokið námi í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Þórhildur er fædd árið 2000 og er því 24 ára gömul. 

Embætti formanns framkvæmdastjórnar er í reynd æðsta embættið innan stjórnmálahreyfingarinnar Pírata, en flokkurinn hefur til þessa ekki verið með …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár