Fram til 6. október verða sýndar um 200 kvikmyndir héðan og þaðan á RIFF – kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Eins verður boðið upp á skólasýningar og myndir fyrir alla fjölskylduna – raunar er hátíðin með sérstaka barnadagskrá. En áttatíu nýjar myndir eru á hátíðinni og mikið úrval stuttmynda. Á dagskránni eru líka hagnýtar vinnustofur.
„Það sem maður vill ekki vita um sjálfan sig“
Í nýjasta eintaki Heimildarinnar má finna viðtal við Lilju Hilmarsdóttur, leikstjóra opnunarmyndar hátíðarinnar sem heitir Elskulegur. En myndin vann fimm verðlaun á Karlovy Vary hátíðinni í Tékklandi. Í viðtalinu segir Lilja meðal annars um myndina:
„Ég vildi takast aðeins á við hefðbundin skilnaðardrömu. Maður hefur séð svo mörg klassísk samböndsdrömu. Hvað gerist? Jú, hann heldur fram hjá eða hún heldur fram hjá, eða eitthvað álíka – hverjum er um að kenna – en ég vildi frekar dýpri ástæðurnar. Þetta byrjar sem hefðbundin narratífa, en …
Athugasemdir