Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

RIFF: Ný mynd eftir Almodovar – og önnur sem var bönnuð fyrir dónaskap

RIFF – kvik­mynda­há­tíð­in í Reykja­vík er haf­in og dag­skrá­in sprikl­ar, þétt og fjöl­breytt. Flest­ir ættu að geta fund­ið eitt­hvað við sitt hæfi! Nú viðr­ar jú vel í bíó! Um 200 mynd­ir eru á dag­skrá, þar á með­al mynd sem var bönn­uð fyr­ir hel­ber­an dóna­skap.

RIFF: Ný mynd eftir Almodovar – og önnur sem var bönnuð fyrir dónaskap
Lilja Ingólfsdóttir, leikstjóri Elskulegur – sem er opnunarmynd RIFF í ár. Mynd: Ásgeir H Ingólfsson

Fram til 6. október verða sýndar um 200 kvikmyndir héðan og þaðan á RIFF – kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Eins verður boðið upp á skólasýningar og myndir fyrir alla fjölskylduna – raunar er hátíðin með sérstaka barnadagskrá. En áttatíu nýjar myndir eru á hátíðinni og mikið úrval stuttmynda. Á dagskránni eru líka hagnýtar vinnustofur.

Það sem maður vill ekki vita um sjálfan sig

Í nýjasta eintaki Heimildarinnar má finna viðtal við Lilju Hilmarsdóttur, leikstjóra opnunarmyndar hátíðarinnar sem heitir Elskulegur. En myndin vann fimm verðlaun á Karlovy Vary hátíðinni í Tékklandi. Í viðtalinu segir Lilja meðal annars um myndina:

„Ég vildi takast aðeins á við hefðbundin skilnaðardrömu. Maður hefur séð svo mörg klassísk samböndsdrömu. Hvað gerist? Jú, hann heldur fram hjá eða hún heldur fram hjá, eða eitthvað álíka – hverjum er um að kenna – en ég vildi frekar dýpri ástæðurnar. Þetta byrjar sem hefðbundin narratífa, en …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár