Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tillaga um aukinn meirihluta í framkvæmdastjórn lögð fram á sáttafundum

Á sátta­fund­un­um sem haldn­ir voru með fyrr­ver­andi og ný­kjörn­um að­al­mönn­um í fram­kvæmda­stjórn Pírata voru ýms­ar til­lög­ur lagð­ar fram um hvernig skyldi haga starfi stjórn­ar næstu tvö ár­in. Heim­ild­in hef­ur áð­ur fjall­að um til­lög­una um stækka stjórn­ina. Önn­ur til­laga fjall­ar um að ákvarð­an­ir stjórn­ar þurfi auk­inn meiri­hluta at­kvæða að­al­manna til að vera sam­þykkt­ar.

Tillaga um aukinn meirihluta í framkvæmdastjórn lögð fram á sáttafundum
Reyna stilla til friðar Á sáttafundunum sem haldnir voru eftir aðalfund Pírata í voru ýmsar forvitnilegar og umdeildar tillögur lagðar fram sem snúa að starfsemi framkvæmdastjórn flokksins. Lagt er til að fjölga aðalmönnum í sjö og innleiða reglu um að kosið sé um ákvarðanir stjórnar og þurfa slíkar ákvarðanir aukin meirihluta atkvæða. Mynd: Sigtryggur Ari

Á sáttafundum sem haldnir voru hjá Pírötum til þess að útkljá deilur sem komu upp eftir kosningar um framkvæmdastjórn flokksins var ekki aðeins lögð fram tillaga um að stækka stjórnina tímabundið heldur var líka lagt að breyta ýmsum öðrum reglum um framkvæmdastjórn Pírata.

Eins og áður hefur komið fram hefur Heimildin undir höndunum drög samstarfssáttmála sem settur var saman á sérstökum sáttafundi milli nýkjörinnar framkvæmdastjórnar og fráfarandi aðalmanna í stjórninni sem borgarráðsfulltrúinn Dóra Björt Guðjónsdóttir stýrði. 

Á fundinum er meðal annars lagt til að allar ákvarðanir framkvæmdastjórnar þurfi að samþykkja með auknum meirihluta atkvæða. Í vinnuskjalinu hljóðar tillagan svona:

„Ákvarðanir stjórnar þurfi að samþykkja eða synja með auknum meirihluta atkvæða, miðað við meira en 65% hlutfall. minnst 5 atkvæðum.“

Gengið út frá því stjórnin verði stækkuð

Þessi tillaga virðist hafa verið nokkuð umdeild meðal fundarmanna sem sóttu sáttafundinn 17. september síðastliðinn. Í vinnuskjalinu má sjá að Þórildur Elínardóttur Magnúsdóttur, sem var kjörin aðalmaður í framkvæmdastjórn Pírata á síðasta aðalfundi, gerir athugasemd við tillöguna.

Þá skrifar hún í skjalið þar hún hnýtir í að tillagan virðist ganga út frá því að sjö manna framkvæmdastjórn muni taka til starfa. Hins vegar á enn eftir að leggja fram og kjósa um tillögurnar fram á félagsfundi.

„Hérna er búið að gera ráð fyrir að stjórnin sé stækkuð í 7… og væri þetta eðlilegur atkvæðafjöldi miðað við það en gríðarlega heftandi í 5 meðlima stjórn. Legg til að þessu verði breytt í “auknum meirihluta atkvæða.”

Hvorki náðist í Dóru Björt Guðjónsdóttur né Halldór Auðar Svansson, formann framkvæmdastjórnar Pírata. Heimildin náði tali af Atla Stefáni Yngvasyni, fyrrum formanni framkvæmdastjórnar Pírata, sem vildi ekki tjá sig um tillöguna um að breyta reglum um ákvörðunartöku framkvæmdastjórnar. 

Fréttaflutningur endurspegli ekki stemminguna í Pírötum 

Dóra Björt tjáði sig nýverið um fréttir sem skrifaðar hafa verið um ágreininginn innan raða Pírata eftir vegna kosningar í framkvæmdastjórn flokksins. Í færslu sem Dóra Björt birti á Facebook síðu sinni segir hún að aðkoma hennar að sáttarfundunum hafi verið til þess að stuðla uppbyggilegum samtali á milli samtali á milli deilu aðila. Hún segist ekki hafa tekið afstöðu með fyrrverandi stjórn. 

„Ég ákvað að fallast á að taka þetta að mér þegar ég var beðin um það því mér þykir vænt um það fallega afl sem Píratar eru og ég vildi vernda okkar mikilvæga erindi í samfélaginu svo það myndi ekki líða vegna þessa deilumáls. Sömuleiðis hafði ég áhyggjur af því að vegna málsins myndi nýja fólkið í stjórninni ekki upplifa sig velkomið og þess vegna fannst mér mikilvægt að koma á uppbyggilegum tóni í umræðuna.“

Dóra Björt bætir við að hún telji það vera ofsögum sagt að hreyfingin sé klofin í ólíkar fylkingar sem berjist um völd innan flokksins. 

„Þessi fréttaflutningur endurspeglar ekki stöðu Pírata eða stemninguna. Við stöndum saman og erum sterk saman. Eftir þennan aðalfund erum við vel mönnuð og tilbúin í bátana og ætlum að fara í ríkisstjórn. Þá fyrst byrjar Píratabyltingin fyrir alvöru.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár