Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Unnið áfram með tillögu um „Sóleyjatún“ í Grafarvogi

Lít­il fjöl­býl­is­hús á 2-3 hæð­um auk rað­húsa gætu ris­ið á stóru óbyggðu svæði við Rima­skóla í Grafar­vogi, sam­kvæmt til­lögu frá arki­tekta­stofu, sem um­hverf­is- og skipu­lags­ráð Reykja­vík­ur­borg­ar hef­ur ákveð­ið að áfram verði unn­ið með við skipu­lagn­ingu svæð­is­ins. Hátt í 800 und­ir­skrift­ir söfn­uð­ust í sum­ar gegn upp­bygg­ingu á reitn­um.

Unnið áfram með tillögu um „Sóleyjatún“ í Grafarvogi
Rimahverfi Þessi mynd er úr skipulagstillögu ESJU um svæðið, sem ákveðið hefur verið að vinna áfram með. Talað hefur verið um að 65-96 íbúðir byggist upp á svæðinu. Mynd: ESJA Architecture

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti í vikunni að vinna áfram að skipulagningu svæðis við Sóleyjarrima í Grafarvogi á grundvelli tillögu frá arkitektastofunni ESJU, en tillagan þaðan var ein af þremur tillögum sem valnefnd tók til athugunar eftir að Reykjavíkurborg auglýsti hugmyndaleit um skipulag svæðisins. 

Um er ræða nokkuð stórt grænt svæði í næsta nágrenni við Rimaskóla, sem borgin hefur í hyggju að nýta undir íbúabyggð, með áherslu á litlar íbúðir. Fyrr á árinu boðuðu borgaryfirvöld að stefnt væri að þéttingu byggðar í Grafarvogi, þar sem allt að 500 íbúðir gætu risið á nýjum byggingarreitum innan eldri byggðar. Horft hefur verið til uppbyggingar 65-96 íbúða á þessum tiltekna stað. Það hefur lagst misjafnlega í nágrannana, en hátt í átta hundruð manns skrifuðu undir undirskriftalista gegn uppbyggingu á reitnum.  

„Sóleyjatún“Fyrirhugað uppbyggingarsvæði er í hjarta Rimahverfisins í Grafarvogi, næst Rimaskóla.

Samkvæmt tillögu ESJU er áformað að reitnum verði skipt upp …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár