Unnið áfram með tillögu um „Sóleyjatún“ í Grafarvogi

Lít­il fjöl­býl­is­hús á 2-3 hæð­um auk rað­húsa gætu ris­ið á stóru óbyggðu svæði við Rima­skóla í Grafar­vogi, sam­kvæmt til­lögu frá arki­tekta­stofu, sem um­hverf­is- og skipu­lags­ráð Reykja­vík­ur­borg­ar hef­ur ákveð­ið að áfram verði unn­ið með við skipu­lagn­ingu svæð­is­ins. Hátt í 800 und­ir­skrift­ir söfn­uð­ust í sum­ar gegn upp­bygg­ingu á reitn­um.

Unnið áfram með tillögu um „Sóleyjatún“ í Grafarvogi
Rimahverfi Þessi mynd er úr skipulagstillögu ESJU um svæðið, sem ákveðið hefur verið að vinna áfram með. Talað hefur verið um að 65-96 íbúðir byggist upp á svæðinu. Mynd: ESJA Architecture

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti í vikunni að vinna áfram að skipulagningu svæðis við Sóleyjarrima í Grafarvogi á grundvelli tillögu frá arkitektastofunni ESJU, en tillagan þaðan var ein af þremur tillögum sem valnefnd tók til athugunar eftir að Reykjavíkurborg auglýsti hugmyndaleit um skipulag svæðisins. 

Um er ræða nokkuð stórt grænt svæði í næsta nágrenni við Rimaskóla, sem borgin hefur í hyggju að nýta undir íbúabyggð, með áherslu á litlar íbúðir. Fyrr á árinu boðuðu borgaryfirvöld að stefnt væri að þéttingu byggðar í Grafarvogi, þar sem allt að 500 íbúðir gætu risið á nýjum byggingarreitum innan eldri byggðar. Horft hefur verið til uppbyggingar 65-96 íbúða á þessum tiltekna stað. Það hefur lagst misjafnlega í nágrannana, en hátt í átta hundruð manns skrifuðu undir undirskriftalista gegn uppbyggingu á reitnum.  

„Sóleyjatún“Fyrirhugað uppbyggingarsvæði er í hjarta Rimahverfisins í Grafarvogi, næst Rimaskóla.

Samkvæmt tillögu ESJU er áformað að reitnum verði skipt upp …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár