Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Úr dómsalnum: Lögmenn Samherja lásu upp skilgreiningu á list

Lista­mað­ur­inn Odee mætti í hæsta­rétt í London með skjöl­in sín í Ikea bak­poka. Lög­fræðiteymi Sam­herja ferj­aði gögn­in sín inn í skjalmöpp­um á hjól­bör­um. Sif Sig­mars­dótt­ir, pistla­höf­und­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var í rétt­ar­saln­um og fylgd­ist með máli Sam­herja gegn lista­mann­in­um.

Úr dómsalnum: Lögmenn Samherja lásu upp skilgreiningu á list
Listamaðurinn Odee á leið í réttarsal.

Málarekstrinum var rétt að ljúka síðdegis fimmtudaginn 26. september þegar blaðamaður heyrir í pistlahöfundinum á Facetime. Dómarinn sagðist ekki ætla að fella dóm í dag heldur leggjast frekar yfir málið – sem kallast „Reserve judgement,útskýrir Sif sem hefur ekki einu sinni náð að fá sér kaffibolla fyrir samtalið.

Hún segir að Odee – öðru nafni Oddur Eysteinn Friðriksson – telji það vera góðs viti fyrir sig. „Það sýnir að málið er flókið,“ hefur hún eftir honum og segir að í réttarsalnum hafi lögfræðingar Samherja leitast við að sýna fram á að Samherji væri þekkt vörumerki í Bretlandi, einkum meðal viðskiptavina fyrirtækisins: ... sem nyti góðs orðstírs ­– „good will“ kallast það á lagamálisem þyrfti að vernda,“ botnar hún.

Í vörn sinni leitaðist Oddur við að sýna fram á að verk hans væri ekki „tilefnislaus árás á“ Samherja„senseless attack on the Claimant““  ... – þýðir Sif jafnóðum –  ... heldur listaverk sem ætlað var að vekja athygli á samfélagslegum vandamálum og gagnrýna framferði stórfyrirtækja, útskýrir hún og skiptir aftur yfir í ensku: „raise awareness about social issues, and critique corporate practices“.

Þess ber að geta lögmenn Samherja fluttu mál fyrirtækisins en Oddur flutti sitt mál sjálfur. Sif vitnar í þessi orð úr málflutningi hans: „Listaverkið kom af stað umræðu og rökræðum á Íslandi og víðar um spillingu og ábyrgð.“

„Í vörn sinni leitaðist Oddur við að sýna fram á að verk hans væri ekki „tilefnislaus árás á“ Samherja.“
Sif Sigmarsdóttir

 „Hringleikahús fáránleikans“

Sif segir því næst að þótt lögfræðingar Samherja hafi viðurkennt að fyrirtækið hefði ekki orðið fyrir skaða vegna listaverksins var talið að skaði hefði getað hlotist af verkinu. Aftur á móti telji Oddur málið vera stærra en listaverk.

Hann segir tilganginn með málsókninni vera þá að kæfa opinbera gagnrýni,útskýrir Sif og segir að í samtali við sig hafi Oddur sagt: Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja. Það er eitthvað sem listaverkið dregur fram. Og það er eitthvað sem gefur listaverkinu meira listrænt gildi.“

Voru þetta listræn réttarhöld?

Oddur lýsir því sem „hringleikahúsi fáránleikans“ að sitja í breskum réttarsal í einhvers konar „ritrýni“ um eigið verk. Í tilraun til að sýna fram á að heimasíðan, sem var hluti af verki Odds, væri ekki list lásu lögmenn Samherja upp skilgreiningu Ensku orðabókarinnar á list. Oddur velti fyrir sér hversu gáfulega skilgreiningu hann fyndi þar um orðið „lögfræði“.“

„Lögfræðingar Samherja flettu upp skilgreiningu Ensku orðabókarinnar á list“
Sif Sigmarsdóttir

 Stefndi: „Mér leiðist“

Aðspurð hvernig listamanninum virtist líða í réttarsalnum segir Sif: „Frægt er þegar þáverandi sjávarútvegsráðherra, Kristján Þór Júlíusson, spurði Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, hvernig honum í liði í kjölfar þess að fjölmiðlar fjölluðu um meintar mútugreiðslur fyrirtækisins í tengsl¬um við Namibíuveiðar þess. Mér fannst því rétt að spyrja Odee í réttarsalnum hvernig honum liði. „Mér leiðist,“ svaraði hann,“ –  lýsir Sif og segir það vera tilfinningu sem vafalaust fleiri í salnum hafi fundið til eftir að hafa hlýtt á lögfræði-teymi Samherja tala af alvöruþrunginni lotningu um vörumerki og markaðsefni fyrirtækisins í tvær og hálfa klukkustund.“

 En hvernig kom þetta þér fyrir sjónir? Geturðu lýst stað og stund?

„Oddur ver sig sjálfur gegn fimm manna teymi frá lögfræðiskrifstofu í London. Fyrsta morguninn sat Oddur fyrir utan réttarsalinn ásamt lögfræðilegum ráðgjafa sem er honum innan handar, ung kona sem styður hann „pro bono“. Hann var hversdagslega klæddur í svartar gallabuxur, litríka köflótta skyrtu og strigaskó, hún ægilega smart frönsk skvísa í flottum leðurstígvélum. Það dimmdi yfir þegar sveimur af lögmönnum valsaði inn í gráum jakkafötum. Það reyndist hið tröllvaxna teymi Samherja.“

Odee ásamt lögfræðiráðgjafanum sem heitir Andra Matei„Oddur ver sig sjálfur gegn fimm manna teymi frá lögfræðiskrifstofu í London. Fyrsta morguninn sat Oddur fyrir utan réttarsalinn ásamt lögfræðilegum ráðgjafa sem er honum innan handar, ung kona sem styður hann „pro bono“

Hún segir andartakið hafa verið eins og klisjukennd bíómynd um lítilmagnann sem tekst á við hið illa stórfyrirtæki. „Oddur var með skjölin sín í bakpoka sem hann keypti í Ikea. Lögfræðiteymi Samherja ferjaði gögnin sín inn í skjalmöppum á hjólbörum. Það fangaði dálítið Davíð og Golíat stemninguna í réttarsalnum.

 Var skrýtið að fylgjast með þessu?

„Það er augljóslega erfitt fyrir Íslending að þurfa að mæta til London og verja sig svona í ókunnugu landi, í ókunnugu kerfi, á tungumáli sem er ekki móðurmál hans og það án lögfræðings. Íslendingurinn í mér vildi helst fara til hans og gefa honum knús. Þegar málflutningi lauk í dag bauðst dómarinn til að kveða upp dóm sinn í gegnum Zoom svo að Oddur þyrfti ekki að ferðast aftur til London og ljúka mætti málinu með hraði. Þegar Oddur kvaðst heldur vilja vera viðstaddur í persónu andvörpuðu lögfræðinga Samherja þungt. Eftir að málarekstrinum lauk stormaði dómarinn út.

Þeir sem ekki þekkja breskt dómskerfi vita auðvitað lítið um það hvað gerist næst. Hinir jakkafataklæddu hrukku þá í mannlega gírinn og útskýrðu fyrir Oddi og lögfræðiráðgjafa hans, Andra Matei, hvað tæki við í ferlinu,“ segir Sif að lokum.  

Blaðamaður þakkar þar með pistlahöfundi fyrir innsýnina.

Kjósa
94
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Magnús Mörður Gígja skrifaði
    Vona að listin vinni í þessu máli!
    Held að meirihluti Íslendinga standi með Odee, gegn þessu "hrigleikjahúsi fáránleikans,,.
    15
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
4
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
6
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
3
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár