Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Úr dómsalnum: Lögmenn Samherja lásu upp skilgreiningu á list

Lista­mað­ur­inn Odee mætti í hæsta­rétt í London með skjöl­in sín í Ikea bak­poka. Lög­fræðiteymi Sam­herja ferj­aði gögn­in sín inn í skjalmöpp­um á hjól­bör­um. Sif Sig­mars­dótt­ir, pistla­höf­und­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var í rétt­ar­saln­um og fylgd­ist með máli Sam­herja gegn lista­mann­in­um.

Úr dómsalnum: Lögmenn Samherja lásu upp skilgreiningu á list
Listamaðurinn Odee á leið í réttarsal.

Málarekstrinum var rétt að ljúka síðdegis fimmtudaginn 26. september þegar blaðamaður heyrir í pistlahöfundinum á Facetime. Dómarinn sagðist ekki ætla að fella dóm í dag heldur leggjast frekar yfir málið – sem kallast „Reserve judgement,útskýrir Sif sem hefur ekki einu sinni náð að fá sér kaffibolla fyrir samtalið.

Hún segir að Odee – öðru nafni Oddur Eysteinn Friðriksson – telji það vera góðs viti fyrir sig. „Það sýnir að málið er flókið,“ hefur hún eftir honum og segir að í réttarsalnum hafi lögfræðingar Samherja leitast við að sýna fram á að Samherji væri þekkt vörumerki í Bretlandi, einkum meðal viðskiptavina fyrirtækisins: ... sem nyti góðs orðstírs ­– „good will“ kallast það á lagamálisem þyrfti að vernda,“ botnar hún.

Í vörn sinni leitaðist Oddur við að sýna fram á að verk hans væri ekki „tilefnislaus árás á“ Samherja„senseless attack on the Claimant““  ... – þýðir Sif jafnóðum –  ... heldur listaverk sem ætlað var að vekja athygli á samfélagslegum vandamálum og gagnrýna framferði stórfyrirtækja, útskýrir hún og skiptir aftur yfir í ensku: „raise awareness about social issues, and critique corporate practices“.

Þess ber að geta lögmenn Samherja fluttu mál fyrirtækisins en Oddur flutti sitt mál sjálfur. Sif vitnar í þessi orð úr málflutningi hans: „Listaverkið kom af stað umræðu og rökræðum á Íslandi og víðar um spillingu og ábyrgð.“

„Í vörn sinni leitaðist Oddur við að sýna fram á að verk hans væri ekki „tilefnislaus árás á“ Samherja.“
Sif Sigmarsdóttir

 „Hringleikahús fáránleikans“

Sif segir því næst að þótt lögfræðingar Samherja hafi viðurkennt að fyrirtækið hefði ekki orðið fyrir skaða vegna listaverksins var talið að skaði hefði getað hlotist af verkinu. Aftur á móti telji Oddur málið vera stærra en listaverk.

Hann segir tilganginn með málsókninni vera þá að kæfa opinbera gagnrýni,útskýrir Sif og segir að í samtali við sig hafi Oddur sagt: Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja. Það er eitthvað sem listaverkið dregur fram. Og það er eitthvað sem gefur listaverkinu meira listrænt gildi.“

Voru þetta listræn réttarhöld?

Oddur lýsir því sem „hringleikahúsi fáránleikans“ að sitja í breskum réttarsal í einhvers konar „ritrýni“ um eigið verk. Í tilraun til að sýna fram á að heimasíðan, sem var hluti af verki Odds, væri ekki list lásu lögmenn Samherja upp skilgreiningu Ensku orðabókarinnar á list. Oddur velti fyrir sér hversu gáfulega skilgreiningu hann fyndi þar um orðið „lögfræði“.“

„Lögfræðingar Samherja flettu upp skilgreiningu Ensku orðabókarinnar á list“
Sif Sigmarsdóttir

 Stefndi: „Mér leiðist“

Aðspurð hvernig listamanninum virtist líða í réttarsalnum segir Sif: „Frægt er þegar þáverandi sjávarútvegsráðherra, Kristján Þór Júlíusson, spurði Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, hvernig honum í liði í kjölfar þess að fjölmiðlar fjölluðu um meintar mútugreiðslur fyrirtækisins í tengsl¬um við Namibíuveiðar þess. Mér fannst því rétt að spyrja Odee í réttarsalnum hvernig honum liði. „Mér leiðist,“ svaraði hann,“ –  lýsir Sif og segir það vera tilfinningu sem vafalaust fleiri í salnum hafi fundið til eftir að hafa hlýtt á lögfræði-teymi Samherja tala af alvöruþrunginni lotningu um vörumerki og markaðsefni fyrirtækisins í tvær og hálfa klukkustund.“

 En hvernig kom þetta þér fyrir sjónir? Geturðu lýst stað og stund?

„Oddur ver sig sjálfur gegn fimm manna teymi frá lögfræðiskrifstofu í London. Fyrsta morguninn sat Oddur fyrir utan réttarsalinn ásamt lögfræðilegum ráðgjafa sem er honum innan handar, ung kona sem styður hann „pro bono“. Hann var hversdagslega klæddur í svartar gallabuxur, litríka köflótta skyrtu og strigaskó, hún ægilega smart frönsk skvísa í flottum leðurstígvélum. Það dimmdi yfir þegar sveimur af lögmönnum valsaði inn í gráum jakkafötum. Það reyndist hið tröllvaxna teymi Samherja.“

Odee ásamt lögfræðiráðgjafanum sem heitir Andra Matei„Oddur ver sig sjálfur gegn fimm manna teymi frá lögfræðiskrifstofu í London. Fyrsta morguninn sat Oddur fyrir utan réttarsalinn ásamt lögfræðilegum ráðgjafa sem er honum innan handar, ung kona sem styður hann „pro bono“

Hún segir andartakið hafa verið eins og klisjukennd bíómynd um lítilmagnann sem tekst á við hið illa stórfyrirtæki. „Oddur var með skjölin sín í bakpoka sem hann keypti í Ikea. Lögfræðiteymi Samherja ferjaði gögnin sín inn í skjalmöppum á hjólbörum. Það fangaði dálítið Davíð og Golíat stemninguna í réttarsalnum.

 Var skrýtið að fylgjast með þessu?

„Það er augljóslega erfitt fyrir Íslending að þurfa að mæta til London og verja sig svona í ókunnugu landi, í ókunnugu kerfi, á tungumáli sem er ekki móðurmál hans og það án lögfræðings. Íslendingurinn í mér vildi helst fara til hans og gefa honum knús. Þegar málflutningi lauk í dag bauðst dómarinn til að kveða upp dóm sinn í gegnum Zoom svo að Oddur þyrfti ekki að ferðast aftur til London og ljúka mætti málinu með hraði. Þegar Oddur kvaðst heldur vilja vera viðstaddur í persónu andvörpuðu lögfræðinga Samherja þungt. Eftir að málarekstrinum lauk stormaði dómarinn út.

Þeir sem ekki þekkja breskt dómskerfi vita auðvitað lítið um það hvað gerist næst. Hinir jakkafataklæddu hrukku þá í mannlega gírinn og útskýrðu fyrir Oddi og lögfræðiráðgjafa hans, Andra Matei, hvað tæki við í ferlinu,“ segir Sif að lokum.  

Blaðamaður þakkar þar með pistlahöfundi fyrir innsýnina.

Kjósa
94
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Magnús Mörður Gígja skrifaði
    Vona að listin vinni í þessu máli!
    Held að meirihluti Íslendinga standi með Odee, gegn þessu "hrigleikjahúsi fáránleikans,,.
    15
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
5
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
6
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
4
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár